Sungið og sungið í Tungnaréttum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2025 20:05 Sungið af mikilli innlifun í Tungnaréttum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf. Það er stór réttarhelgi á Suðurlandi og allir í hátíðaskapi. Lömbin koma væn af fjalli og bændur alsælir með sumarið. Fjöldi fólks mætti í Hrunaréttir í gær eins og alltaf og kepptust bændur og þeirra fólk við að draga féð í sína dilka. „Þetta er bara gleðidagur, það er gott veður og féð er vænt og allir kátir held ég. Lömbin eru frekar góð í ár enda er þetta er búið að vera gott sumar, það er búið að vera hlýtt og rigningasamt,” segir Jón Bjarnason, fjallkóngur Hrunamanna. Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna með dóttir sína, Ólöfu Björk, tveggja ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki skemmtilegt í réttunum? „Jú, það er helvíti gaman. Það er skemmtilegast að draga rollurnar og reka svo heim,” segir Steinn Steinar Steinarsson, væntanlegur sauðfjárbóndi. Ætlar þú kannski að verða sauðfjárbóndi? „Nei, ekki alveg.” En hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Kúabóndi,” segir Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára væntanlegur kúabóndi, sem var í Hrunaréttum. Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára, sem ætlar sér að verða kúabóndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Skeiðamanna í Reykjaréttum í morgun segir féð koma vænt og fallegt af fjalli þetta haustið. „Mér líst bara vel á þetta, féð er fallegt og leitirnar gengu mjög vel. Þetta gæti verið kringum fimm þúsund fjár í réttunum,“ segir Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur. Ágúst Ingi Ketilsson, annar af fjallkóngum Reykjarétta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líka góð stemning í Tungnaréttum í morgun, ótrúlega mikið af fólki og allir í svo góðu skapi enda stór og mikill og stór hátíðisdagur í sveitinni. Einkennislag Tungurétta og Tungnamanna var að sjálfsögðu sungið í réttunum, Kristján í Stekkholti, hvað annað. Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sauðfé Landbúnaður Réttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Það er stór réttarhelgi á Suðurlandi og allir í hátíðaskapi. Lömbin koma væn af fjalli og bændur alsælir með sumarið. Fjöldi fólks mætti í Hrunaréttir í gær eins og alltaf og kepptust bændur og þeirra fólk við að draga féð í sína dilka. „Þetta er bara gleðidagur, það er gott veður og féð er vænt og allir kátir held ég. Lömbin eru frekar góð í ár enda er þetta er búið að vera gott sumar, það er búið að vera hlýtt og rigningasamt,” segir Jón Bjarnason, fjallkóngur Hrunamanna. Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna með dóttir sína, Ólöfu Björk, tveggja ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki skemmtilegt í réttunum? „Jú, það er helvíti gaman. Það er skemmtilegast að draga rollurnar og reka svo heim,” segir Steinn Steinar Steinarsson, væntanlegur sauðfjárbóndi. Ætlar þú kannski að verða sauðfjárbóndi? „Nei, ekki alveg.” En hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Kúabóndi,” segir Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára væntanlegur kúabóndi, sem var í Hrunaréttum. Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára, sem ætlar sér að verða kúabóndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Skeiðamanna í Reykjaréttum í morgun segir féð koma vænt og fallegt af fjalli þetta haustið. „Mér líst bara vel á þetta, féð er fallegt og leitirnar gengu mjög vel. Þetta gæti verið kringum fimm þúsund fjár í réttunum,“ segir Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur. Ágúst Ingi Ketilsson, annar af fjallkóngum Reykjarétta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líka góð stemning í Tungnaréttum í morgun, ótrúlega mikið af fólki og allir í svo góðu skapi enda stór og mikill og stór hátíðisdagur í sveitinni. Einkennislag Tungurétta og Tungnamanna var að sjálfsögðu sungið í réttunum, Kristján í Stekkholti, hvað annað.
Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sauðfé Landbúnaður Réttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira