Sungið og sungið í Tungnaréttum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2025 20:05 Sungið af mikilli innlifun í Tungnaréttum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf. Það er stór réttarhelgi á Suðurlandi og allir í hátíðaskapi. Lömbin koma væn af fjalli og bændur alsælir með sumarið. Fjöldi fólks mætti í Hrunaréttir í gær eins og alltaf og kepptust bændur og þeirra fólk við að draga féð í sína dilka. „Þetta er bara gleðidagur, það er gott veður og féð er vænt og allir kátir held ég. Lömbin eru frekar góð í ár enda er þetta er búið að vera gott sumar, það er búið að vera hlýtt og rigningasamt,” segir Jón Bjarnason, fjallkóngur Hrunamanna. Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna með dóttir sína, Ólöfu Björk, tveggja ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki skemmtilegt í réttunum? „Jú, það er helvíti gaman. Það er skemmtilegast að draga rollurnar og reka svo heim,” segir Steinn Steinar Steinarsson, væntanlegur sauðfjárbóndi. Ætlar þú kannski að verða sauðfjárbóndi? „Nei, ekki alveg.” En hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Kúabóndi,” segir Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára væntanlegur kúabóndi, sem var í Hrunaréttum. Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára, sem ætlar sér að verða kúabóndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Skeiðamanna í Reykjaréttum í morgun segir féð koma vænt og fallegt af fjalli þetta haustið. „Mér líst bara vel á þetta, féð er fallegt og leitirnar gengu mjög vel. Þetta gæti verið kringum fimm þúsund fjár í réttunum,“ segir Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur. Ágúst Ingi Ketilsson, annar af fjallkóngum Reykjarétta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líka góð stemning í Tungnaréttum í morgun, ótrúlega mikið af fólki og allir í svo góðu skapi enda stór og mikill og stór hátíðisdagur í sveitinni. Einkennislag Tungurétta og Tungnamanna var að sjálfsögðu sungið í réttunum, Kristján í Stekkholti, hvað annað. Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sauðfé Landbúnaður Réttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Það er stór réttarhelgi á Suðurlandi og allir í hátíðaskapi. Lömbin koma væn af fjalli og bændur alsælir með sumarið. Fjöldi fólks mætti í Hrunaréttir í gær eins og alltaf og kepptust bændur og þeirra fólk við að draga féð í sína dilka. „Þetta er bara gleðidagur, það er gott veður og féð er vænt og allir kátir held ég. Lömbin eru frekar góð í ár enda er þetta er búið að vera gott sumar, það er búið að vera hlýtt og rigningasamt,” segir Jón Bjarnason, fjallkóngur Hrunamanna. Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna með dóttir sína, Ólöfu Björk, tveggja ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki skemmtilegt í réttunum? „Jú, það er helvíti gaman. Það er skemmtilegast að draga rollurnar og reka svo heim,” segir Steinn Steinar Steinarsson, væntanlegur sauðfjárbóndi. Ætlar þú kannski að verða sauðfjárbóndi? „Nei, ekki alveg.” En hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Kúabóndi,” segir Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára væntanlegur kúabóndi, sem var í Hrunaréttum. Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára, sem ætlar sér að verða kúabóndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Skeiðamanna í Reykjaréttum í morgun segir féð koma vænt og fallegt af fjalli þetta haustið. „Mér líst bara vel á þetta, féð er fallegt og leitirnar gengu mjög vel. Þetta gæti verið kringum fimm þúsund fjár í réttunum,“ segir Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur. Ágúst Ingi Ketilsson, annar af fjallkóngum Reykjarétta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líka góð stemning í Tungnaréttum í morgun, ótrúlega mikið af fólki og allir í svo góðu skapi enda stór og mikill og stór hátíðisdagur í sveitinni. Einkennislag Tungurétta og Tungnamanna var að sjálfsögðu sungið í réttunum, Kristján í Stekkholti, hvað annað.
Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sauðfé Landbúnaður Réttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira