Enski boltinn

Nýi maðurinn hetja New­cast­le og skraut­legt sjálfs­mark Leeds

Sindri Sverrisson skrifar
Tom Cairney og Calvin Bassey fögnuðu sjálfsmarki Leeds ákaft.
Tom Cairney og Calvin Bassey fögnuðu sjálfsmarki Leeds ákaft. Getty/Ryan Pierse

Newcastle, Fulham og Bournemouth unnu öll sigra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fimm leikjum var að ljúka en tveim þeirra lauk með markalausum jafnteflum.

Crystal Palace gerði 0-0 jafntefli við Sunderland og sama niðurstaða varð hjá Everton og Aston Villa.

Fulham og Leeds virtust vera að gera markalaust jafntefli sömuleiðis eða þar til á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Svíinn Gabriel Gudmundsson skoraði býsna laglegt sjálfsmark.

Newcastle vann einnig 1-0 sigur en þar var það nýi framherjinn Nick Woltemade sem skoraði með frábærum skalla á 29. mínútu.

Bournemouth vann svo 2-1 sigur gegn Brighton þar sem Antoine Semenyo lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alex Scott og skoraði svo sjálfur úr víti á 61. mínútu, eftir að Kaoru Mitoma hafði jafnað metin fyrir Brighton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×