Sport

Stefnir á heims­met og segist aldrei hafa verið í betra formi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Noah Lyles stefnir á að verja heimsmeistaratitil sinn.
Noah Lyles stefnir á að verja heimsmeistaratitil sinn. Hannah Peters/Getty Images

Noah Lyles, fljótasti maður heims í dag, segist aldrei hafa verið í betra formi en nú.

Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram um þessar mundir í Tókýó í Japan og á morgun, sunnudag, fara úrslitin í 100 metra spretthlaupi karla og kvenna fram.

Noah Lyles, sem er ríkjandi heimsmeistari í 100 metra hlaupi, og þar af leiðandi fljótasti maður heims í dag, verður meðal keppenda og hann segist aldrei hafa verið í betra formi en nú.

Þrátt fyrir það er Lyles alls ekki talinn langlíklegastur til að verja heimsmeistaratitil sinn. Hans besti árangur á árinu er 9,90 sekúndur, sem er töluvert frá hans besta tíma sem er 9,79 sekúndur.

Þá er það aðeins fjórtándi besti tími ársins.

Lyles vann sér inn sæti í undanúrslitum 100 metra spretthlaupsins á HM á fjórða besta tímanum af þeim sem komust áfram, en Lyles virðist þó ekki hafa neinar áhyggjur.

„Ég náði mjög góðri byrjun í dag, en ég er búinn að ná enn betri byrjunum á æfingum. Ég veit að ég á nóg inni,“ sagði Lyles.

„Ég er í besta formi ævi minnar. Ég kem með eitthvað sérstakt hingað. Að hlaupa þetta á 9,95 í fyrstu umferð er nákvæmlega upphitunum sem ég vildi fyrir líkamann minn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×