Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 13. september 2025 23:41 Lögregla ræddi við samkvæmisgesti. Vísir/Ívar Fannar Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Vítisenglarnir segja lögregluna hins vegar fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting. Engum meinaður aðgangur Davíð Finnbogason, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann sagði lögregluna hafa heyrt af gleðskapnum og ræst út nokkra bíla og óskað eftir aðstoð sérsveitarinnar. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Fögnuðurinn er haldinn á bak við þessar rauðu dyr.Vísir/Ívar Fannar Davíð segir að engum gesti verði meinaður aðgangur að gleðskapnum en að enginn fái að fara inn nema leitað sé á honum fyrst. Lögreglan hefur verið á vettvangi frá því um níuleytið og mun halda áfram að fylgjast með eitthvað fram eftir nóttu. Vítisenglar eru víðast hvar skilgreind sem glæpasamtök.Vísir/Ívar Fannar Lögreglan er einnig með dróna yfir svæðinu til að vakta húsnæðið úr lofti. Lögreglan hefur komið sér fyrir umhverfis húsið en Davíð segir það ekki vera til að loka undankomuleiðum. Vítisenglar koma af fjöllum Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi fannst ekki tilefni til slíks viðbúnaðar. Þeir vildu meina að þar fram færi fjölskyldu- og vinafögnuður. Viðburðurinn hafi verið auglýstur á ensku en ekki íslensku eins og slíkir viðburðir eru vanalega auglýstir og því hafi viðvörunarbjöllur hringt á Hlemmi. Lögreglan er með alls konar farartæki á vettvangi.Vísir/Ívar Fannar „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn Vítisengillinn. Þeir sögðu einnig að vinur þeirra hafi átt leið hjá samkvæminu án þess að ætla sér að sækja það. Hann hafi verið stöðvaður af lögreglu og beðinn um að auðkenna sig. Hann mundi ekki síðustu fjóra tölustafina í kennitölunni sinni og Vítisenglarnir segja hann þess vegna hafa verið tekinn fastan. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Vítisenglarnir segja lögregluna hins vegar fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting. Engum meinaður aðgangur Davíð Finnbogason, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann sagði lögregluna hafa heyrt af gleðskapnum og ræst út nokkra bíla og óskað eftir aðstoð sérsveitarinnar. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Fögnuðurinn er haldinn á bak við þessar rauðu dyr.Vísir/Ívar Fannar Davíð segir að engum gesti verði meinaður aðgangur að gleðskapnum en að enginn fái að fara inn nema leitað sé á honum fyrst. Lögreglan hefur verið á vettvangi frá því um níuleytið og mun halda áfram að fylgjast með eitthvað fram eftir nóttu. Vítisenglar eru víðast hvar skilgreind sem glæpasamtök.Vísir/Ívar Fannar Lögreglan er einnig með dróna yfir svæðinu til að vakta húsnæðið úr lofti. Lögreglan hefur komið sér fyrir umhverfis húsið en Davíð segir það ekki vera til að loka undankomuleiðum. Vítisenglar koma af fjöllum Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi fannst ekki tilefni til slíks viðbúnaðar. Þeir vildu meina að þar fram færi fjölskyldu- og vinafögnuður. Viðburðurinn hafi verið auglýstur á ensku en ekki íslensku eins og slíkir viðburðir eru vanalega auglýstir og því hafi viðvörunarbjöllur hringt á Hlemmi. Lögreglan er með alls konar farartæki á vettvangi.Vísir/Ívar Fannar „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn Vítisengillinn. Þeir sögðu einnig að vinur þeirra hafi átt leið hjá samkvæminu án þess að ætla sér að sækja það. Hann hafi verið stöðvaður af lögreglu og beðinn um að auðkenna sig. Hann mundi ekki síðustu fjóra tölustafina í kennitölunni sinni og Vítisenglarnir segja hann þess vegna hafa verið tekinn fastan.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira