Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 13. september 2025 23:41 Lögregla ræddi við samkvæmisgesti. Vísir/Ívar Fannar Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Vítisenglarnir segja lögregluna hins vegar fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting. Engum meinaður aðgangur Davíð Finnbogason, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann sagði lögregluna hafa heyrt af gleðskapnum og ræst út nokkra bíla og óskað eftir aðstoð sérsveitarinnar. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Fögnuðurinn er haldinn á bak við þessar rauðu dyr.Vísir/Ívar Fannar Davíð segir að engum gesti verði meinaður aðgangur að gleðskapnum en að enginn fái að fara inn nema leitað sé á honum fyrst. Lögreglan hefur verið á vettvangi frá því um níuleytið og mun halda áfram að fylgjast með eitthvað fram eftir nóttu. Vítisenglar eru víðast hvar skilgreind sem glæpasamtök.Vísir/Ívar Fannar Lögreglan er einnig með dróna yfir svæðinu til að vakta húsnæðið úr lofti. Lögreglan hefur komið sér fyrir umhverfis húsið en Davíð segir það ekki vera til að loka undankomuleiðum. Vítisenglar koma af fjöllum Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi fannst ekki tilefni til slíks viðbúnaðar. Þeir vildu meina að þar fram færi fjölskyldu- og vinafögnuður. Viðburðurinn hafi verið auglýstur á ensku en ekki íslensku eins og slíkir viðburðir eru vanalega auglýstir og því hafi viðvörunarbjöllur hringt á Hlemmi. Lögreglan er með alls konar farartæki á vettvangi.Vísir/Ívar Fannar „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn Vítisengillinn. Þeir sögðu einnig að vinur þeirra hafi átt leið hjá samkvæminu án þess að ætla sér að sækja það. Hann hafi verið stöðvaður af lögreglu og beðinn um að auðkenna sig. Hann mundi ekki síðustu fjóra tölustafina í kennitölunni sinni og Vítisenglarnir segja hann þess vegna hafa verið tekinn fastan. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Vítisenglarnir segja lögregluna hins vegar fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting. Engum meinaður aðgangur Davíð Finnbogason, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann sagði lögregluna hafa heyrt af gleðskapnum og ræst út nokkra bíla og óskað eftir aðstoð sérsveitarinnar. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Fögnuðurinn er haldinn á bak við þessar rauðu dyr.Vísir/Ívar Fannar Davíð segir að engum gesti verði meinaður aðgangur að gleðskapnum en að enginn fái að fara inn nema leitað sé á honum fyrst. Lögreglan hefur verið á vettvangi frá því um níuleytið og mun halda áfram að fylgjast með eitthvað fram eftir nóttu. Vítisenglar eru víðast hvar skilgreind sem glæpasamtök.Vísir/Ívar Fannar Lögreglan er einnig með dróna yfir svæðinu til að vakta húsnæðið úr lofti. Lögreglan hefur komið sér fyrir umhverfis húsið en Davíð segir það ekki vera til að loka undankomuleiðum. Vítisenglar koma af fjöllum Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi fannst ekki tilefni til slíks viðbúnaðar. Þeir vildu meina að þar fram færi fjölskyldu- og vinafögnuður. Viðburðurinn hafi verið auglýstur á ensku en ekki íslensku eins og slíkir viðburðir eru vanalega auglýstir og því hafi viðvörunarbjöllur hringt á Hlemmi. Lögreglan er með alls konar farartæki á vettvangi.Vísir/Ívar Fannar „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn Vítisengillinn. Þeir sögðu einnig að vinur þeirra hafi átt leið hjá samkvæminu án þess að ætla sér að sækja það. Hann hafi verið stöðvaður af lögreglu og beðinn um að auðkenna sig. Hann mundi ekki síðustu fjóra tölustafina í kennitölunni sinni og Vítisenglarnir segja hann þess vegna hafa verið tekinn fastan.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira