Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2025 20:04 Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð hefur nú verið lokað í eitt ár vegna mikilla endurbóta á lauginni og útisvæði hennar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlauginni í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð hefur verið lokað í eitt ár. Ástæðan er sú að það á að taka laugina og svæði hennar allt í gegn fyrir um 800 milljónir króna. Reykholtslaug var vígð í janúar 1976 en á þessum tæpu 50 árum frá vígslu hefur sundlaugin þjónað íbúum og gestum sveitarfélagsins vel en mikil viðhaldsþörf er komin á sundlaugina og á allt útisvæðið og því verið laugin lokuð í um það bil ár. Sökum þess var gestum laugarinnar boðið upp á kaffi, konfekt og ís á sundlaugarbakkanum og þá var líka frítt í sund síðastliðinn fimmtudag. En hvernig líst heimamönnum á lokun laugarinnar? „Mér líst mjög illa á það því það tekur frá okkur lífsgæði gamla fólksins, sem erum hérna fastagestir,” segir Guðrún Hárlaugsdóttir, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug Hvert ætlar þú að fara í sund í staðinn? „Ég verð bara að fara á Flúðir,” segir Guðrún. „Við erum bara kát með þetta, það er metnaður í þessum framkvæmdum, mikið bætt útiaðstaða, já, ég held að það séu allir mjög kátir með þetta,” segir Sveinn Sæland, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. „Ég er búina að stunda þetta lengi, tvisvar í viku að minnsta kosti, ég sé eftir þessu. Það er alltaf gott að fá breytingar og betrum bætur,” segir Gunnar Guðjónsson, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Nokkrir pottverjar, sem mættu í laugina á fimmtudaginn áður en skellt var í lás í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jæja, varstu að taka síðasta sundsprettinn? „Vonandi ekki, en síðasta hér í bili,” segir Ragnheiður Jónsdóttir íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Og hvernig líst þér á þetta sem á að fara að gera? „Ég veit það ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.” En er ekki mjög holt og gott að geta farið í sund í sinni heimabyggð? „Ekki vafi, þú sérð það nú, ég er 75 ára,” segir Ragnheiður hlæjandi. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari Reykholtsskóla segist eiga eftir að sakna laugarinnar og kennslunnar í henni í þetta eina ár. „Já, við erum náttúrulega búin að kenna sund á hverjum degi í þrjár vikur, þannig að það var skrítin morgun að kenna síðasta sundtímann, maður fékk pínu tár í augun,” segir Freydís. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari í Reykholtslaug í Bláskógabyggð fékk tár í augun síðasta kennsludaginn í lauginni í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það á í rauninni að skipta öllu út. Við ætlum að steypa upp nýja laug, þetta er bara timburlaug gömul með dúk í, sem allt er farið að fúna og það heldur varla vatni. Svo erum við bara að setja nýja potta, það kemur rennibraut og gufubað og þess háttar,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Helgi segir að framkvæmdirnar munu kostar sveitarfélagið um 800 milljónir króna og að nýja sundlaugin og útisvæðið verði allt klárt í september á næsta ári. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem segir að framkvæmdir við laugina munu kosta um 800 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Reykholtslaug var vígð í janúar 1976 en á þessum tæpu 50 árum frá vígslu hefur sundlaugin þjónað íbúum og gestum sveitarfélagsins vel en mikil viðhaldsþörf er komin á sundlaugina og á allt útisvæðið og því verið laugin lokuð í um það bil ár. Sökum þess var gestum laugarinnar boðið upp á kaffi, konfekt og ís á sundlaugarbakkanum og þá var líka frítt í sund síðastliðinn fimmtudag. En hvernig líst heimamönnum á lokun laugarinnar? „Mér líst mjög illa á það því það tekur frá okkur lífsgæði gamla fólksins, sem erum hérna fastagestir,” segir Guðrún Hárlaugsdóttir, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug Hvert ætlar þú að fara í sund í staðinn? „Ég verð bara að fara á Flúðir,” segir Guðrún. „Við erum bara kát með þetta, það er metnaður í þessum framkvæmdum, mikið bætt útiaðstaða, já, ég held að það séu allir mjög kátir með þetta,” segir Sveinn Sæland, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. „Ég er búina að stunda þetta lengi, tvisvar í viku að minnsta kosti, ég sé eftir þessu. Það er alltaf gott að fá breytingar og betrum bætur,” segir Gunnar Guðjónsson, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Nokkrir pottverjar, sem mættu í laugina á fimmtudaginn áður en skellt var í lás í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jæja, varstu að taka síðasta sundsprettinn? „Vonandi ekki, en síðasta hér í bili,” segir Ragnheiður Jónsdóttir íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Og hvernig líst þér á þetta sem á að fara að gera? „Ég veit það ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.” En er ekki mjög holt og gott að geta farið í sund í sinni heimabyggð? „Ekki vafi, þú sérð það nú, ég er 75 ára,” segir Ragnheiður hlæjandi. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari Reykholtsskóla segist eiga eftir að sakna laugarinnar og kennslunnar í henni í þetta eina ár. „Já, við erum náttúrulega búin að kenna sund á hverjum degi í þrjár vikur, þannig að það var skrítin morgun að kenna síðasta sundtímann, maður fékk pínu tár í augun,” segir Freydís. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari í Reykholtslaug í Bláskógabyggð fékk tár í augun síðasta kennsludaginn í lauginni í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það á í rauninni að skipta öllu út. Við ætlum að steypa upp nýja laug, þetta er bara timburlaug gömul með dúk í, sem allt er farið að fúna og það heldur varla vatni. Svo erum við bara að setja nýja potta, það kemur rennibraut og gufubað og þess háttar,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Helgi segir að framkvæmdirnar munu kostar sveitarfélagið um 800 milljónir króna og að nýja sundlaugin og útisvæðið verði allt klárt í september á næsta ári. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem segir að framkvæmdir við laugina munu kosta um 800 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira