Sport

Dag­skráin í dag: Mikil­vægir leikir í lokaumferðinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik þarf á sigri að halda í kvöld.
Breiðablik þarf á sigri að halda í kvöld. Paweł/Vísir

Sportrásir Sýnar bjóða upp á fimm beinar útsendingar á þessum fína mánudegi.

Besta-deild karla verður fyrirferðamikil í dag og í kvöld, enda verða leiknir síðustu tveir leikir deildarkeppninnar áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta.

Þá fáum við einnig beinar útsendingar frá sænska boltanum og MLB-deildinni í hafnabolta.

Sýn Sport Ísland 

Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti ÍBV í 22. umferð Bestu-deildar karla klukkan 17:45. Blikar þurfa sárlega á sigri að halda til að halda veikri titilvon sinni á lífi á meðan Eyjamenn geta stolið sér sæti í efri hlutanum með sigri.

Klukkan 20:05 tekur Stúkan svo við keflinu þar sem verður farið yfir leiki umferðarinnar.

Sýn Sport Ísland 2

ÍA og Afturelding, neðstu tvö lið Bestu-deildarinnar, mætast í sannkölluðum botnbaráttuslag á Akranesi klukkan 16:35.

Sýn Sport Viaplay

Norrköping og Djurgarden eigast við í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 16:50 áður en Cubs og Pirates mætast í MLB-deildinni klukkan 22:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×