Fótbolti

„Hrika­lega sáttur með þetta“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga.
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga. Vísir/Diego

Víkingur valtaði yfir KR-inga á Meistaravöllum í lokaumferð Bestu deildar karla. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik og þrjú í þeim seinni, lokatölur voru því 0-7. Með sigrinum tyllir Víkingur sér á topp deildarinnar, eða í bili allavega.

„Þetta var bara geggjað og uppleggið tókst fullkomlega. Við sköpuðum okkur fullt af færum og við loksins náðum að nýta færin eins og ég hefði kosið. Við höfum fengið fullt af færum í fyrri leikjum sem við höfum ekki nýtt okkur. Það hefur kostað okkur upp á stigasöfnunina en hún kom svo sannarlega í dag,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, sáttur eftir sigur liðsins.

KR-ingar áttu í miklum vandræðum með að finna svæði og komast í almennileg færi. Þeir virtust aldrei finna taktinn á meðan Víkingar voru þéttir og skipulagðir sem skilaði sér sannfærandi sigri.

„Frábær spilamennska, við vorum kraftmiklir. Við lögðum mikið upp með að vera þéttir. KR-ingar vilja finna svæði og við reyndum að vera eins þéttir og við gátum og það tókst svo sannarlega. Ég er hrikalega sáttur með þetta,“ sagði Sölvi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×