Enski boltinn

Sjáðu City salta United og ís­kaldan Salah á víta­punktinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erling Haaland hefur skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Erling Haaland hefur skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. epa/ADAM VAUGHAN

Fjögur mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City vann öruggan sigur á Manchester United í borgarslagnum og Liverpool sótti sigur á Turf Moor.

Fyrir leikinn gegn United hafði City tapað tveimur leikjum í röð. Það var þó ekki að sjá neitt hik á strákunum hans Peps Guardiola sem unnu 3-0 sigur á erkifjendunum.

Phil Foden kom City yfir á 18. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki síðan í janúar. Í seinni hálfleik bætti Erling Haaland svo tveimur mörkum við. Norðmaðurinn er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með fimm mörk.

Fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool gegn Burnley.

Eftir að hafa sótt stíft allan leikinn fékk Rauði herinn vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Hannibal Mejbri fékk boltann í höndina. Salah tók spyrnuna, skoraði af öryggi og Liverpool er því áfram með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni.

Mörkin úr leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Tvö frá Haaland og Manchester er blá

Eftir tvö töp í röð er Manchester City komið aftur á sigurbraut eftir öruggan 3-0 sigur gegn Manchester United í stórleik og nágrannaslag liðanna í dag.

Víti í blálokin dugði Liverpool

Mohamed Salah tryggði Liverpool óhemju sætan sigur gegn nýliðum Burnley í dag, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á síðustu stundu. Niðurstaðan 1-0 útisigur Englandsmeistaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×