Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar 15. september 2025 07:15 Í nýlegri frétt RÚV var haft eftir formanni Sjálfstæðisflokksins að „með atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu séu fyrstu skrefin tekin á braut sem þjóðin hefur ítrekað hafnað.“ Hún viðurkennir þó í sömu andrá að þjóðin hafi aldrei verið spurð beint. Þetta er klassísk aðferð sjálfstæðisflokksins: að játa hálfa staðreynd – til að geta svo teiknað upp sína eigin útgáfu af sannleikanum. Þjóðin hefur aldrei greitt atkvæði um ESB. Aldrei. Samt er fullyrt að hún hafi „ítrekað hafnað“. Þetta er taktík og – þetta er pólitískur spuni. Gamla tuggan í nýjum búningi Það sem fylgir í kjölfarið er líka kunnuglegt. Aðild er sögð sem ógn: fiskimiðin hverfa, auðlindir tapast, fullveldið gufar upp og útlendingar taka yfir. Þetta er sama sagan sem hefur verið endurtekin í áratugi – sama kassetta, nýtt hljóðkerfi. Munurinn er sá að áður var þessi boðskapur borinn fram í Morgunblaðinu. Núna birtist hann á RÚV – ríkisfjölmiðlinum sem á að standa vörð um sannleikann, en situr í staðinn sofandi í stólnum á meðan gamla kassettan er spiluð. Klíkan og frásögnin Þetta er manngerðin sem flokkurinn hefur byggst upp á: fólk sem hefur alist upp í mjúku skjóli forréttinda, lært að stjórna með yfirboði, valdaspili, og það versta einelti, og þau búa yfir yfiborðslegri samkennd sem er aðeins virk þegar hún nýtist til að halda stöðu sinni. Það sem sameinar þessa klíku er hæfileikinn til að hagræða staðreyndum. Í gær var það skattkerfið. Í dag er það ESB. Á morgun verður það eitthvað annað. Alltaf sömu vinnubrögð: að spinna frásögn sem heldur almenningi í ótta og tryggir að völdin sitji áfram hjá þeim sem munu og hafa skaðað samfélagið og almenning mest í gegnum tíðina með að deila þeim. Fjórða valdið sefur Og hvað gerir fjórða valdið? RÚV birti þessa frásögn án þess að leiðrétta, án þess að spyrja gagnrýninna spurninga, án þess að minna á að þjóðin hefur aldrei kosið um ESB. Fjölmiðill sem á að halda valdhöfum við efnið lét valdið stýra frásögninni. Það er hættulegt þegar fjölmiðill gleymir hlutverki sínu. Fjölmiðlar eiga að vera hornsteinn lýðræðisins, spyrja þegar fullyrðingar standast ekki, og setja orð valdhafa í samhengi. Þegar það er ekki gert, þá verða fjölmiðlar ómeðvitaðir samverkamaður í áróðri. Skoðanakannanir sem líta út eins og sannleikur Formaður flokksins vitnar í eldgamlar skoðanakannanir eins og þær séu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir sem voru gerðar á tímum þegar opin umræða var takmörkuð vegna ótta um hefndir og einelti. Samfélagsmiðlar voru ekki til staðar til að leyfa almenningi að tjá sig óhrætt og þannig skapa umræðu og tækifæri fyrir einstaklinga til að feta pólitískan veg til hagsmuna fyrir almenning. Enn nei þessu velmeinandi almenningi var heldur rekin úr vinnu sinna og oft í framhaldi af því settur í ævilangt straff til atvinnuþátttöku… Að draga fram skoðanakannanir og selja þær sem „vilja þjóðarinnar“ er eins og að nota gömul landakort frá miðöldum til að sanna að jörðin sé flöt. Það er úrelt, villandi og hannað til að fæla fólk frá því að spyrja spurninga og taka þátt í nútíma samræðum þar sem almenningur á sviðið og er hlustað á. Og við sitjum eftir með spurninguna Þegar fjórða valdið sefur og gamla tuggan lifir, þá ræður ekki lengur sannleikurinn. Þá ræður sá sem á hljóðnemann. Það er ástæðan fyrir því að þessi atburður er hættulegri en margir gera sér grein fyrir. Þetta snýst ekki bara um Evrópusambandið – þetta snýst um hvernig við leyfum valdinu að endurtaka sömu söguna aftur og aftur. Og þar kemur spurningin sem við verðum öll að svara: Viljum við fjórða valdið sem spyr, leiðréttir og upplýsir – eða fjórða valdið sem sefur á verðinum og lætur valdhafa halda áfram að mata þjóðina með sömu gömlu tuggunni? Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt RÚV var haft eftir formanni Sjálfstæðisflokksins að „með atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu séu fyrstu skrefin tekin á braut sem þjóðin hefur ítrekað hafnað.“ Hún viðurkennir þó í sömu andrá að þjóðin hafi aldrei verið spurð beint. Þetta er klassísk aðferð sjálfstæðisflokksins: að játa hálfa staðreynd – til að geta svo teiknað upp sína eigin útgáfu af sannleikanum. Þjóðin hefur aldrei greitt atkvæði um ESB. Aldrei. Samt er fullyrt að hún hafi „ítrekað hafnað“. Þetta er taktík og – þetta er pólitískur spuni. Gamla tuggan í nýjum búningi Það sem fylgir í kjölfarið er líka kunnuglegt. Aðild er sögð sem ógn: fiskimiðin hverfa, auðlindir tapast, fullveldið gufar upp og útlendingar taka yfir. Þetta er sama sagan sem hefur verið endurtekin í áratugi – sama kassetta, nýtt hljóðkerfi. Munurinn er sá að áður var þessi boðskapur borinn fram í Morgunblaðinu. Núna birtist hann á RÚV – ríkisfjölmiðlinum sem á að standa vörð um sannleikann, en situr í staðinn sofandi í stólnum á meðan gamla kassettan er spiluð. Klíkan og frásögnin Þetta er manngerðin sem flokkurinn hefur byggst upp á: fólk sem hefur alist upp í mjúku skjóli forréttinda, lært að stjórna með yfirboði, valdaspili, og það versta einelti, og þau búa yfir yfiborðslegri samkennd sem er aðeins virk þegar hún nýtist til að halda stöðu sinni. Það sem sameinar þessa klíku er hæfileikinn til að hagræða staðreyndum. Í gær var það skattkerfið. Í dag er það ESB. Á morgun verður það eitthvað annað. Alltaf sömu vinnubrögð: að spinna frásögn sem heldur almenningi í ótta og tryggir að völdin sitji áfram hjá þeim sem munu og hafa skaðað samfélagið og almenning mest í gegnum tíðina með að deila þeim. Fjórða valdið sefur Og hvað gerir fjórða valdið? RÚV birti þessa frásögn án þess að leiðrétta, án þess að spyrja gagnrýninna spurninga, án þess að minna á að þjóðin hefur aldrei kosið um ESB. Fjölmiðill sem á að halda valdhöfum við efnið lét valdið stýra frásögninni. Það er hættulegt þegar fjölmiðill gleymir hlutverki sínu. Fjölmiðlar eiga að vera hornsteinn lýðræðisins, spyrja þegar fullyrðingar standast ekki, og setja orð valdhafa í samhengi. Þegar það er ekki gert, þá verða fjölmiðlar ómeðvitaðir samverkamaður í áróðri. Skoðanakannanir sem líta út eins og sannleikur Formaður flokksins vitnar í eldgamlar skoðanakannanir eins og þær séu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir sem voru gerðar á tímum þegar opin umræða var takmörkuð vegna ótta um hefndir og einelti. Samfélagsmiðlar voru ekki til staðar til að leyfa almenningi að tjá sig óhrætt og þannig skapa umræðu og tækifæri fyrir einstaklinga til að feta pólitískan veg til hagsmuna fyrir almenning. Enn nei þessu velmeinandi almenningi var heldur rekin úr vinnu sinna og oft í framhaldi af því settur í ævilangt straff til atvinnuþátttöku… Að draga fram skoðanakannanir og selja þær sem „vilja þjóðarinnar“ er eins og að nota gömul landakort frá miðöldum til að sanna að jörðin sé flöt. Það er úrelt, villandi og hannað til að fæla fólk frá því að spyrja spurninga og taka þátt í nútíma samræðum þar sem almenningur á sviðið og er hlustað á. Og við sitjum eftir með spurninguna Þegar fjórða valdið sefur og gamla tuggan lifir, þá ræður ekki lengur sannleikurinn. Þá ræður sá sem á hljóðnemann. Það er ástæðan fyrir því að þessi atburður er hættulegri en margir gera sér grein fyrir. Þetta snýst ekki bara um Evrópusambandið – þetta snýst um hvernig við leyfum valdinu að endurtaka sömu söguna aftur og aftur. Og þar kemur spurningin sem við verðum öll að svara: Viljum við fjórða valdið sem spyr, leiðréttir og upplýsir – eða fjórða valdið sem sefur á verðinum og lætur valdhafa halda áfram að mata þjóðina með sömu gömlu tuggunni? Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun