Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 10:00 Brian Kilmeade er einn af stjórnendum Fox & Friends, sem ku vera einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna. AP/Ted Shaffrey Brian Kilmead, einn stjórnenda Fox & Friends, hefur beðist afsökunar eftir að hann kallaði eftir því að heimilislaust fólk sem á við geðræn vandamál að stríða yrði aflífað. Hann segir ummæli sín hafa verið „einstaklega kaldranaleg“. Í þætti Fox & Friends á miðvikudaginn í síðustu viku voru þau Kilmeade, Lawrence Jones og Ainsley Earhardt, stjórnendur morgunþáttarins, að ræða morðið á Irynu Zarutska, sem var stungin til bana í lest í Charlotte í Norður-Karólínu í síðasta mánuði. Hún var stungin af heimilislausum manni sem hefur lengi glímt við geðræn vandamál og er með langan brotaferil. Í þættinum var Jones, samkvæmt AP fréttaveitunni, að tala um það að fangelsa ætti veikt og heimilislaust fólk sem neitaði að þiggja aðstoð. Það væri ekki hægt að bjóða þeim valkost. Annað hvort fengju þau aðstoð eða yrðu læst inni. „Þannig þarf það að vera núna,“ sagði Jones. Þá bætti Kilmeade við: „Eða aftaka með sprautu eða eitthvað. Drepa þau bara.“ Fox & Friends eru sagðir vera einhverjir vinsælustu sjónarpsþættir Bandaríkjanna. Kilmeade var harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli og baðst hann afsökunar á þeim í gær. Þá mætti hann í helgarþátt Fox & Friends í gær og baðst afsökunar. Kilmeade sagði það hafa verið rangt af sér að segja að réttast væri að drepa heimilislaust fólk og kallaði ummæli sín „einstaklega kaldranaleg“. Hann sagðist „augljóslega“ vera meðvitaður um að allir veikir og heimilislausir hegðuðu sér ekki eins og morðinginn í Norður-Karólínu og að margir heimilislausir ættu samúð og samkennd skilda. .@kilmeade apologized for his comments about homeless people getting lethal injections this morning on Fox & Friends, saying "so many homeless people deserve our empathy and compassion."Here's the clip of his apology 👇 https://t.co/XMuRlYM5i4 pic.twitter.com/SqKq1QmBAc— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2025 Bandaríkin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Í þætti Fox & Friends á miðvikudaginn í síðustu viku voru þau Kilmeade, Lawrence Jones og Ainsley Earhardt, stjórnendur morgunþáttarins, að ræða morðið á Irynu Zarutska, sem var stungin til bana í lest í Charlotte í Norður-Karólínu í síðasta mánuði. Hún var stungin af heimilislausum manni sem hefur lengi glímt við geðræn vandamál og er með langan brotaferil. Í þættinum var Jones, samkvæmt AP fréttaveitunni, að tala um það að fangelsa ætti veikt og heimilislaust fólk sem neitaði að þiggja aðstoð. Það væri ekki hægt að bjóða þeim valkost. Annað hvort fengju þau aðstoð eða yrðu læst inni. „Þannig þarf það að vera núna,“ sagði Jones. Þá bætti Kilmeade við: „Eða aftaka með sprautu eða eitthvað. Drepa þau bara.“ Fox & Friends eru sagðir vera einhverjir vinsælustu sjónarpsþættir Bandaríkjanna. Kilmeade var harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli og baðst hann afsökunar á þeim í gær. Þá mætti hann í helgarþátt Fox & Friends í gær og baðst afsökunar. Kilmeade sagði það hafa verið rangt af sér að segja að réttast væri að drepa heimilislaust fólk og kallaði ummæli sín „einstaklega kaldranaleg“. Hann sagðist „augljóslega“ vera meðvitaður um að allir veikir og heimilislausir hegðuðu sér ekki eins og morðinginn í Norður-Karólínu og að margir heimilislausir ættu samúð og samkennd skilda. .@kilmeade apologized for his comments about homeless people getting lethal injections this morning on Fox & Friends, saying "so many homeless people deserve our empathy and compassion."Here's the clip of his apology 👇 https://t.co/XMuRlYM5i4 pic.twitter.com/SqKq1QmBAc— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2025
Bandaríkin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira