Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2025 06:32 Innkeyslan í bílastæðin við Hverfisgötu 18 og Laugaveg 3 þar sem ökumaðurinn lagði. Til hægri má sjá bílastæðin í ólíkum litum eins og þau birtast í appinu. Eigendur Parka-appsins þurfa að lækka greiðslukröfu karlmanns sem greiddi fyrir rangt stæði um 3.500 krónur eða sem nemur vangreiðslugjaldi fyrirtækisins. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa þótti Parka ekki upplýsa með skýrum og áberandi hætti um innheimtu vangreiðslugjalds og fjárhæð þess. Það var þann 10. febrúar síðastliðinn sem karlmaður kom akandi á bíl eftir Hverfisgötu í Reykjavík og beygði inn á bílastæði sem merkt er Hverfisgötu 18 fyrir aftan húsið. Eftir tólf mínútna stopp ók hann sína leið og greiddi 164 krónur fyrir í Parka-appinu. Tveimur dögum síðar barst honum reikningur í heimabankanum upp á 3.739 krónur. Um var að ræða 239 króna reikningur fyrir bílastæðið og 3.500 krónu vangreiðslugjald. Parka hafi útskýrt fyrir ökumanninum að hann hafi lagt í bílastæði sem tilheyrði Laugavegi 3. Stæðin liggja að bílastæðunum sem tilheyra Hverfisgötu 18 og eru merkt með ólíkum lit í Parka-appinu. Ökumaðurinn taldi merkingar við bílastæðið ekki nógu skýrar varðandi gjaldtöku né gjaldskrá. Þá hafi engar upplýsingar um vangreiðslugjald verið að finna. Hann hefði greitt fyrir stæðið í góðri trú og greiðslan farið til rétts rekstraraðila. Krafðist hann þess að krafa Parka yrði felld niður. Parka vísaði til þess að það væri á ábyrgð bílastæðanotenda að leggja í rétt stæði. Um tvö aðskilin rekstarsvæði sé að ræða og hvort með sínum rekstraraðila þó Parka rukki fyrir þá báða. Þá kæmu upplýsingar um vangreiðslugjald skýrt fram bæði í Parka-appinu og á greiðslusíðunni. Innkeyrslan þar sem bæði eru bílastæði sem tilheyra Hverfisgötu og Laugavegi. Kærunefndin benti á að á skiltum við innkeyrslu á bílastæðið við Hverfisgötu 18 komi skýrt fram að um gjaldskylt stæði sé að ræða allan sólarhringinn og svæðið sé merkt sem „Hverfisgata 18“. Bílastæðin séu skýrt aðgreind í appinu þrátt fyrir nálægð þeirra. Þá komi skýrt fram í skilmálum Parka að ökumaður sé ábyrgur fyrir að velja rétt svæði. Því taldi kærunefndin Parka hafa gefið nægilega skýrt til kynna með skiltum og upplýsingum að greiðsla væri áskilin fyrir notin á bílastæðinu við Hverfisgötu 18. Ökumaðurinn hefði gengist undir skuldbindingu um að greiða fyrir notkun. Meginreglan væri að slíka samninga bæri að halda. Ekki væri hægt að fallast á með ökumanninum að hann hefði fullnægt skyldu sinni með því að greiða í annað stæði. Hins vegar yrði ekki séð að ökumaðurinn hefði með skýrum hætti verið upplýstur um innheimtu vangreiðslugjalds ef notandi greiddi ekki fyrir þjónustuna fjárhæð gjaldsins. Vegna þessara ófullnægjandi upplýsinga á sölustað var fallist á að Parka ætti að lækka greiðslukröfu sína um sem næmi vangreiðslugjaldinu, eða 3.500 krónur. Þá þarf Parka að greiða málskostnaðargjald upp á 15 þúsund krónur. Skilti í innkeyrslunni við Hverfisgötu 18. Ökumaðurinn var í nokkrum samskiptum við Parka eftir að reikningurinn barst í febrúar. Í tölvupóstssamskiptum við þjónustuborð Parka spurði hann meðal annars út í muninn á verðskránni á Hverfisgötu 18 og Laugavegi 3. „Get ég fengið sundurliðun á þessum reikningi? Hvers vegna er reikningur upp á 3700 krónur vegna þess að rekstraraðili hefur ekki fengið bílastæðagjöldin? Hvað kostar eiginlega að leggja í 10 mínútur á Hverfisgötu í ljós þess að ég greiddi 164 krónur fyrir að leggja á Laugavegi?“ Ökumaður fékk þau svör að 75 krónu munur væri á gjaldinu sem hann hefði greitt fyrir stæðið sem tilheyrði Hverfisgötu og því sem hann greiddi fyrir sem tilheyrði Laugavegi. Ólíkri rekstraraðilar væru að stæðunum en það væru Húrra og Norr11 sem ættu stæðin við Hverfisgötu sem hann hefði lagt í. Stæðaval á ábyrgð notenda „Ekkert mál að greiða það en hitt get ég ekki séð hvernig er hægt að rökstyðja. Augljóslega er ekki um vangreiðslu að ræða og vísa ég t.d. bara í samtal hérna að ofan. Þar sem þjónustufulltrúi ykkar segir að meginmálið hér snúist um að koma bílastæðagjöldum til rekstraraðila.“ Parka svaraði því til að hann hefði greitt til rangs rekstraraðila. „Það er alltaf á ábyrgð notenda að velja rétt stæði. Málinu er lokið af okkar hálfu,“ sagði í svari Parka. Ökumaðurinn sagðist myndu taka málið áfram til kærunefndarinnar. „Einnig mætti ég benda á að í ykkar svari segir að ég greiði til rangs rekstraraðila en það geri ég ekki. Ég greiði ykkur og svo er það ykkar að greiða til rekstraraðila.“ Ökumaðurinn fékk sínu fram varðandi vangreiðslugjaldið eins og fyrr segir en það var fellt niður. Bílastæði Reykjavík Úrskurðar- og kærunefndir Neytendur Tengdar fréttir Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. 15. september 2025 07:02 Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða. 12. september 2025 14:05 Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Viðskiptavinur sem keypti borðplötu úr svokölluðum náttúrusteini skal vera heimilt að rifta kaupunum þar sem sýnishornið sem kaupin byggðu á hafi verið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim. Í borðplötunni hafi verið fjöldi áberandi ryðbrúnna slikja. 11. september 2025 14:04 Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Forstjórinn segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit sé fyrir að vandinn sé að aukast. 11. ágúst 2025 20:41 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Það var þann 10. febrúar síðastliðinn sem karlmaður kom akandi á bíl eftir Hverfisgötu í Reykjavík og beygði inn á bílastæði sem merkt er Hverfisgötu 18 fyrir aftan húsið. Eftir tólf mínútna stopp ók hann sína leið og greiddi 164 krónur fyrir í Parka-appinu. Tveimur dögum síðar barst honum reikningur í heimabankanum upp á 3.739 krónur. Um var að ræða 239 króna reikningur fyrir bílastæðið og 3.500 krónu vangreiðslugjald. Parka hafi útskýrt fyrir ökumanninum að hann hafi lagt í bílastæði sem tilheyrði Laugavegi 3. Stæðin liggja að bílastæðunum sem tilheyra Hverfisgötu 18 og eru merkt með ólíkum lit í Parka-appinu. Ökumaðurinn taldi merkingar við bílastæðið ekki nógu skýrar varðandi gjaldtöku né gjaldskrá. Þá hafi engar upplýsingar um vangreiðslugjald verið að finna. Hann hefði greitt fyrir stæðið í góðri trú og greiðslan farið til rétts rekstraraðila. Krafðist hann þess að krafa Parka yrði felld niður. Parka vísaði til þess að það væri á ábyrgð bílastæðanotenda að leggja í rétt stæði. Um tvö aðskilin rekstarsvæði sé að ræða og hvort með sínum rekstraraðila þó Parka rukki fyrir þá báða. Þá kæmu upplýsingar um vangreiðslugjald skýrt fram bæði í Parka-appinu og á greiðslusíðunni. Innkeyrslan þar sem bæði eru bílastæði sem tilheyra Hverfisgötu og Laugavegi. Kærunefndin benti á að á skiltum við innkeyrslu á bílastæðið við Hverfisgötu 18 komi skýrt fram að um gjaldskylt stæði sé að ræða allan sólarhringinn og svæðið sé merkt sem „Hverfisgata 18“. Bílastæðin séu skýrt aðgreind í appinu þrátt fyrir nálægð þeirra. Þá komi skýrt fram í skilmálum Parka að ökumaður sé ábyrgur fyrir að velja rétt svæði. Því taldi kærunefndin Parka hafa gefið nægilega skýrt til kynna með skiltum og upplýsingum að greiðsla væri áskilin fyrir notin á bílastæðinu við Hverfisgötu 18. Ökumaðurinn hefði gengist undir skuldbindingu um að greiða fyrir notkun. Meginreglan væri að slíka samninga bæri að halda. Ekki væri hægt að fallast á með ökumanninum að hann hefði fullnægt skyldu sinni með því að greiða í annað stæði. Hins vegar yrði ekki séð að ökumaðurinn hefði með skýrum hætti verið upplýstur um innheimtu vangreiðslugjalds ef notandi greiddi ekki fyrir þjónustuna fjárhæð gjaldsins. Vegna þessara ófullnægjandi upplýsinga á sölustað var fallist á að Parka ætti að lækka greiðslukröfu sína um sem næmi vangreiðslugjaldinu, eða 3.500 krónur. Þá þarf Parka að greiða málskostnaðargjald upp á 15 þúsund krónur. Skilti í innkeyrslunni við Hverfisgötu 18. Ökumaðurinn var í nokkrum samskiptum við Parka eftir að reikningurinn barst í febrúar. Í tölvupóstssamskiptum við þjónustuborð Parka spurði hann meðal annars út í muninn á verðskránni á Hverfisgötu 18 og Laugavegi 3. „Get ég fengið sundurliðun á þessum reikningi? Hvers vegna er reikningur upp á 3700 krónur vegna þess að rekstraraðili hefur ekki fengið bílastæðagjöldin? Hvað kostar eiginlega að leggja í 10 mínútur á Hverfisgötu í ljós þess að ég greiddi 164 krónur fyrir að leggja á Laugavegi?“ Ökumaður fékk þau svör að 75 krónu munur væri á gjaldinu sem hann hefði greitt fyrir stæðið sem tilheyrði Hverfisgötu og því sem hann greiddi fyrir sem tilheyrði Laugavegi. Ólíkri rekstraraðilar væru að stæðunum en það væru Húrra og Norr11 sem ættu stæðin við Hverfisgötu sem hann hefði lagt í. Stæðaval á ábyrgð notenda „Ekkert mál að greiða það en hitt get ég ekki séð hvernig er hægt að rökstyðja. Augljóslega er ekki um vangreiðslu að ræða og vísa ég t.d. bara í samtal hérna að ofan. Þar sem þjónustufulltrúi ykkar segir að meginmálið hér snúist um að koma bílastæðagjöldum til rekstraraðila.“ Parka svaraði því til að hann hefði greitt til rangs rekstraraðila. „Það er alltaf á ábyrgð notenda að velja rétt stæði. Málinu er lokið af okkar hálfu,“ sagði í svari Parka. Ökumaðurinn sagðist myndu taka málið áfram til kærunefndarinnar. „Einnig mætti ég benda á að í ykkar svari segir að ég greiði til rangs rekstraraðila en það geri ég ekki. Ég greiði ykkur og svo er það ykkar að greiða til rekstraraðila.“ Ökumaðurinn fékk sínu fram varðandi vangreiðslugjaldið eins og fyrr segir en það var fellt niður.
Bílastæði Reykjavík Úrskurðar- og kærunefndir Neytendur Tengdar fréttir Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. 15. september 2025 07:02 Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða. 12. september 2025 14:05 Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Viðskiptavinur sem keypti borðplötu úr svokölluðum náttúrusteini skal vera heimilt að rifta kaupunum þar sem sýnishornið sem kaupin byggðu á hafi verið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim. Í borðplötunni hafi verið fjöldi áberandi ryðbrúnna slikja. 11. september 2025 14:04 Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Forstjórinn segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit sé fyrir að vandinn sé að aukast. 11. ágúst 2025 20:41 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. 15. september 2025 07:02
Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða. 12. september 2025 14:05
Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Viðskiptavinur sem keypti borðplötu úr svokölluðum náttúrusteini skal vera heimilt að rifta kaupunum þar sem sýnishornið sem kaupin byggðu á hafi verið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim. Í borðplötunni hafi verið fjöldi áberandi ryðbrúnna slikja. 11. september 2025 14:04
Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Forstjórinn segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit sé fyrir að vandinn sé að aukast. 11. ágúst 2025 20:41