Innlent

Flug­vél með fjórum innan­borðs fór út af flug­braut

Eiður Þór Árnason skrifar
Atvikið átti sér stað á Blönduósi.
Atvikið átti sér stað á Blönduósi. vísir/vilhelm

Eins hreyfils flugvél hlekktist á við lendingu á Blönduósflugvelli og lenti utan flugbrautar á fimmta tímanum í dag. Flugmaður og þrír farþegar voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.

Hlutu þeir einungis minniháttar meiðsli, að sögn Péturs Björnssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. 

Hann segir í samtali við fréttastofu að Rannsóknarnefnd samgönguslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi vestra kanni nú tildrög slyssins. RÚV greindi fyrst frá málinu og birti lögregluembættið tilkynningu í kjölfarið.

Veistu meira um málið eða náðir ljósmyndum af vettvangi? Sendu okkur þá línu í tölvupósti á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.



Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×