Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar 16. september 2025 12:00 Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar. Allt líf byggist á vatni – við erum öll á einn eða annan hátt vatnsverur. Birtingarmyndir vatnsins eru margar. Hér á Íslandi birtist það okkur í úrkomunni, jöklunum, stöðuvötnum og votlendissvæðum, grunnvatninu og fallvötnum, og árósum þar sem ferskvatn rennur til sjávar. Hvert og eitt þessara svæða er mikilvægt á sinn einstaka hátt og segja má að öll vistkerfi lands og hafs tengist með rauðum þræði í gegnum vatnið. Vatnið er margháttuð uppspretta lífsgæða fyrir Íslendinga. Það er dýrmætt neysluvatn, í því felast fallkraftar sem knýja virkjanir og úr jörðu streymir jarðhitavatn sem ber með sér varmaorku neðan úr jarðskorpunni. En vatnið er ekki aðeins auðlind manns og samfélags, heldur einnig náttúrunnar allrar; lífríkisins sem þrífst í, við og á vatni. Vatnavistkerfi fela í sér mikilvæg búsvæði fjölbreyttra tegunda, agnarsmárra sem risastórra og í því býr kraftur líffræðilegrar fjölbreytni sem mannkynið reiðir sig á til allrar framtíðar. Hnattrænt eru vatnavistkerfi þau lífkerfi sem stafar hvað mest ógn af athöfnum okkar mannanna. Þar ráða mestu búsvæðaeyðing, mengun frá landbúnaði og þéttbýlissvæðum, breytingar á farvegum og vatnstaka, ágengar framandi tegundir og síðast en ekki síst loftslagsbreytingar. Áskoranirnar eru fjölmargar og mikilvægt að huga vel að því fjöreggi sem vatnið er fyrir okkur. Náttúruminjasafn Íslands tekur nú þátt ásamt fjölda stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja í verkefninu LIFE ICEWATER, sem snýst í meginatriðum um vatnsvernd á Íslandi og vitundarvakningu um mikilvægi vatns á lands- og heimsvísu. Meira er hægt að fræðast um verkefnið hér. Á degi íslenskrar náttúru er við hæfi að minna á þau verðmæti sem felast í hreinu og heilnæmu vatni. Við tökum því gjarnan sem sjálfsögðum hlut en minnum okkur á að óspillt vatn þarfnast stöðugrar aðgátar og umhyggju. Höfundar eru starfsfólk Náttúruminjasafns Íslands. Ragnhildur Guðmundsdóttir, settur forstöðumaðurAnna Katrín GuðmundsdóttirHannes ArasonHelga AradóttirHilmar J. MalmquistMargrét Rósa JochumsdóttirRannveig MagnúsdóttirSkúli SkúlasonSnæbjörn GuðmundssonViðar HreinssonÞóra Björg Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Sjá meira
Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar. Allt líf byggist á vatni – við erum öll á einn eða annan hátt vatnsverur. Birtingarmyndir vatnsins eru margar. Hér á Íslandi birtist það okkur í úrkomunni, jöklunum, stöðuvötnum og votlendissvæðum, grunnvatninu og fallvötnum, og árósum þar sem ferskvatn rennur til sjávar. Hvert og eitt þessara svæða er mikilvægt á sinn einstaka hátt og segja má að öll vistkerfi lands og hafs tengist með rauðum þræði í gegnum vatnið. Vatnið er margháttuð uppspretta lífsgæða fyrir Íslendinga. Það er dýrmætt neysluvatn, í því felast fallkraftar sem knýja virkjanir og úr jörðu streymir jarðhitavatn sem ber með sér varmaorku neðan úr jarðskorpunni. En vatnið er ekki aðeins auðlind manns og samfélags, heldur einnig náttúrunnar allrar; lífríkisins sem þrífst í, við og á vatni. Vatnavistkerfi fela í sér mikilvæg búsvæði fjölbreyttra tegunda, agnarsmárra sem risastórra og í því býr kraftur líffræðilegrar fjölbreytni sem mannkynið reiðir sig á til allrar framtíðar. Hnattrænt eru vatnavistkerfi þau lífkerfi sem stafar hvað mest ógn af athöfnum okkar mannanna. Þar ráða mestu búsvæðaeyðing, mengun frá landbúnaði og þéttbýlissvæðum, breytingar á farvegum og vatnstaka, ágengar framandi tegundir og síðast en ekki síst loftslagsbreytingar. Áskoranirnar eru fjölmargar og mikilvægt að huga vel að því fjöreggi sem vatnið er fyrir okkur. Náttúruminjasafn Íslands tekur nú þátt ásamt fjölda stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja í verkefninu LIFE ICEWATER, sem snýst í meginatriðum um vatnsvernd á Íslandi og vitundarvakningu um mikilvægi vatns á lands- og heimsvísu. Meira er hægt að fræðast um verkefnið hér. Á degi íslenskrar náttúru er við hæfi að minna á þau verðmæti sem felast í hreinu og heilnæmu vatni. Við tökum því gjarnan sem sjálfsögðum hlut en minnum okkur á að óspillt vatn þarfnast stöðugrar aðgátar og umhyggju. Höfundar eru starfsfólk Náttúruminjasafns Íslands. Ragnhildur Guðmundsdóttir, settur forstöðumaðurAnna Katrín GuðmundsdóttirHannes ArasonHelga AradóttirHilmar J. MalmquistMargrét Rósa JochumsdóttirRannveig MagnúsdóttirSkúli SkúlasonSnæbjörn GuðmundssonViðar HreinssonÞóra Björg Andrésdóttir
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun