Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. september 2025 07:29 Frumvarpinu er fyrst og fremst ætlað að efla öryggi farþega. Getty Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Þar er svokallaðri „stöðvaskyldu“ aftur komið á og kveðið á um eftirlits- og upplýsingaskyldu leigubifreiðastöðvanna. „Tilefni og tilgangur frumvarpsins er að tryggja öryggi farþega og efla þannig traust almennings til leigubifreiðaraksturs. Tilgangurinn er jafnframt að tryggja sanngjarna og gagnsæja verðlagningu, auka neytendavernd og rétt farþega sem og að auðvelda lögreglu rannsókn mála sem upp kunna að koma. Mikilvægt er að almenningur geti treyst á leigubifreiðaþjónustu og veigri sér ekki við að nýta hana enda um að ræða einn af fáum ferðamátum sem í boði eru á Íslandi,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Þar segir einnig að upp hafi komið vandkvæði við eftirlit með starfseminni eftir að undanþága var veitt frá stöðvaskyldunni en fjöldi leyfishafa sem nýti sér undanþáguna hafi gert opinbert eftirlit erfitt, flókið og tímafrekt. Bent er á að í Noregi hafi stöðvaskylda nýlega verið tekin upp og það hafi ekki haft áhrif á möguleika fyrirtækja á borð við Uber og Bolt að starfa þar í landi. Í greinargerðinni segir að frumvarpið feli í sér eftirtaldar breytingar: Felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis leigubifreiðastöðvar þar sem ein leigubifreið sem hann er skráður eigandi eða umráðamaður að hefur afgreiðslu. Kveðið verði á um skyldur rekstrarleyfishafa til að veita leigubifreiðastöð nauðsynlegar upplýsingar svo að leigubifreiðastöðin geti fullnægt skyldum sínum. Skyldur leigubifreiðastöðvar verði auknar og tilgreindar þær upplýsingar sem leigubifreiðastöð skuli búa yfir. Leigubifreiðastöð verði gert að taka við upplýsingum úr rafrænni skrá um upphafs- og endastöð hverrar seldrar ferðar rekstrarleyfishafa sem hefur afgreiðslu á stöðinni og staðsetningu meðan á ferðinni stendur. Skyldur til varðveislu gagna í 60 daga verði alfarið færðar frá rekstrarleyfishafa til leigubifreiðastöðvarinnar. Kveðið verði á um árlega úttekt stafrænna kerfa leigubifreiðastöðvar svo að öryggi og gæði gagna séu tryggð. Leigubifreiðastöð verði gert að bjóða farveg fyrir kvartanir neytenda er varða verð og gæði þjónustu. Leyfishöfum verði um leið gert að upplýsa og leiðbeina neytendum um þann möguleika og möguleika til að kvarta til annarra viðeigandi stjórnvalda. Samþykkt frumvarpsins muni fylgja jákvæð áhrif á öryggi leigubifreiðaþjónustu. Leigubílar Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Þar er svokallaðri „stöðvaskyldu“ aftur komið á og kveðið á um eftirlits- og upplýsingaskyldu leigubifreiðastöðvanna. „Tilefni og tilgangur frumvarpsins er að tryggja öryggi farþega og efla þannig traust almennings til leigubifreiðaraksturs. Tilgangurinn er jafnframt að tryggja sanngjarna og gagnsæja verðlagningu, auka neytendavernd og rétt farþega sem og að auðvelda lögreglu rannsókn mála sem upp kunna að koma. Mikilvægt er að almenningur geti treyst á leigubifreiðaþjónustu og veigri sér ekki við að nýta hana enda um að ræða einn af fáum ferðamátum sem í boði eru á Íslandi,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Þar segir einnig að upp hafi komið vandkvæði við eftirlit með starfseminni eftir að undanþága var veitt frá stöðvaskyldunni en fjöldi leyfishafa sem nýti sér undanþáguna hafi gert opinbert eftirlit erfitt, flókið og tímafrekt. Bent er á að í Noregi hafi stöðvaskylda nýlega verið tekin upp og það hafi ekki haft áhrif á möguleika fyrirtækja á borð við Uber og Bolt að starfa þar í landi. Í greinargerðinni segir að frumvarpið feli í sér eftirtaldar breytingar: Felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis leigubifreiðastöðvar þar sem ein leigubifreið sem hann er skráður eigandi eða umráðamaður að hefur afgreiðslu. Kveðið verði á um skyldur rekstrarleyfishafa til að veita leigubifreiðastöð nauðsynlegar upplýsingar svo að leigubifreiðastöðin geti fullnægt skyldum sínum. Skyldur leigubifreiðastöðvar verði auknar og tilgreindar þær upplýsingar sem leigubifreiðastöð skuli búa yfir. Leigubifreiðastöð verði gert að taka við upplýsingum úr rafrænni skrá um upphafs- og endastöð hverrar seldrar ferðar rekstrarleyfishafa sem hefur afgreiðslu á stöðinni og staðsetningu meðan á ferðinni stendur. Skyldur til varðveislu gagna í 60 daga verði alfarið færðar frá rekstrarleyfishafa til leigubifreiðastöðvarinnar. Kveðið verði á um árlega úttekt stafrænna kerfa leigubifreiðastöðvar svo að öryggi og gæði gagna séu tryggð. Leigubifreiðastöð verði gert að bjóða farveg fyrir kvartanir neytenda er varða verð og gæði þjónustu. Leyfishöfum verði um leið gert að upplýsa og leiðbeina neytendum um þann möguleika og möguleika til að kvarta til annarra viðeigandi stjórnvalda. Samþykkt frumvarpsins muni fylgja jákvæð áhrif á öryggi leigubifreiðaþjónustu.
Leigubílar Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira