Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley og Karl Héðinn Kristjánsson skrifa 17. september 2025 13:33 Í Bandaríkjunum hefur árum saman verið hamrað á áróðri gegn svokölluðum „vinstri öfgamönnum“. Fjölmiðlar vestanhafs tala um Antifa sem helstu ógnina við lýðræðið, en tölfræðin segir annað: aðeins 4% pólitískra morða síðustu áratuga eru framin af öfgafólki vinstra megin, á meðan 76% eru af hendi hægri öfgamanna. Þrátt fyrir þessar staðreyndir fá þeir sem réttlæta kúgun og ofbeldi gegn framsæknu fólki stöðugt sviðsljósið í fjölmiðlum. Á sama tíma eru fórnarlömb hægri ofbeldis, sem eru mun fleiri, sett til hliðar í opinberri umræðu. Melissa Hortman, þingkona demókrata, var myrt nýverið ásamt eiginmanni sínum án þess að það hafi vakið sérstaka athygli í fjölmiðlum. Þetta tvöfalda siðgæði er ekki nýtt. Í Þýskalandi á fjórða áratugnum myrtu hægri öfgamenn sextán sinnum fleiri en vinstri, en fengu vægari dóma. Meðalrefsing hægrimanna var fjórir mánuðir; fyrir vinstra fólk fimmtán ár. Tugir vinstri manna voru teknir af lífi – enginn hægra megin. Kerfið ver hægrið og refsar vinstrinu. Fasismi sem tól auðvaldsins Michael Parenti bendir á í bókinni Blackshirts and Reds að fasismi sé ekki tilviljunarkennt „brjálæði“, heldur markviss aðferð kapítalismans: járnhnefi auðvaldsins til að kremja skipulagða baráttu verkalýðsins þegar hefðbundnar stjórnmálaleiðir duga þeim ekki lengur. Fasistar stilla sér upp sem andstæðingar kerfisins og elítunnar, en hreyfing þeirra er í reynd í þjónustu fjármagnsaflanna. Hitler og Mussolini seldu sig sem byltingarsinna. En fasismi er fölsk bylting. Þeir tryggðu hagsmuni stórfyrirtækja og landeigenda á kostnað almennings. Sama mynstur sást hjá Franco á Spáni. Í dag lofar Donald Trump að hann muni berjast fyrir „litla manninn“ en veitir milljarðamæringum himinháar skattalækkanir, á kostnað almennings. Orðræða sem valdeflir fasista Fasisminn lifir ekki aðeins á ofbeldi; hann lifir líka á orðræðunni. Hann nær fótfestu þegar persónuleg skoðun, „mér finnst“, „einhver sagði“, er tekin sem samfélagslegur sannleikur og gagnrýnin hugsun víkur. Því öfgafyllri sem sagan er, þeim mun hraðar dreifist hún; fjölmiðlar sem græða á athygli umbuna dramatík, ekki sannleika. Þannig verða samskipti að markaðsvöru: athygli verður að verðmætum, viðbragð að markaðsefni. Og sannleikurinn situr eftir. Valdhafar og nýfasistar nýta sér þetta til að búa til blóraböggla: innflytjendur, múslimar, gyðingar eða „öfgavinstrið“. Þessir hópar eiga að bera sök á hnignun samfélagsins. Reiði almennings er þannig beint frá raunverulegum valdhöfum og yfirstétt, yfir á hópa sem eru auðveld bráð. Þannig er sundrungin styrkt, afvegaleiðingin fullkomin og jarðvegur fasismans ræktaður. Allt til að tryggja áframhaldandi yfirráð auðstéttarinnar. Jarðvegur fasismans í dag Það væri óskhyggja að halda að fasismi sé aðeins draugur fortíðarinnar. Í dag eru nýfasískar hreyfingar í vexti víða um heim. Hægri flokkar sem áður voru á jaðrinum sitja nú í ríkisstjórnum Evrópu; í Bandaríkjunum kynda áhrifamenn og samtök á borð við Turning Point USA undir sundrungu með fjármagni auðstétta; í Bretlandi kalla einstaklingar eins og Tommy Robinson eftir ofsóknum gegn minnihlutahópum. Hættan er raunveruleg og vaxandi. Antonio Gramsci benti á að valdastéttin viðheldur menningarlegu forræði með því að stýra hugmyndum og orðræðu. Þegar reiði og ótti fá meira vægi en rök og raunveruleikinn, verður samfélagið sundrað og þá getur „sterkur leiðtogi“ stigið fram, skapað blóraböggul og nýtt óttann við hann til að boða falskar lausnir á vandamálum sem valdhafar hafa sjálfir skapað. „Slíkar ‘lausnir’ bitna á saklausu fólki, eins og þegar gyðingar voru gerðir að fórnarlömbum í helförinni, þar sem nasistar máluðu þá sem orsök alls ills. Niðurlag Mynstrið er hið sama nú sem áður: réttinda- og réttlætisbarátta alþýðunnar er stimpluð sem „öfgastefna“, á meðan vaxandi ofbeldi ríkisins, íhaldsins og öfgahægrisins er hvítþvegið eða réttlætt.Fasismi er og hefur alltaf verið, meðvitað stjórntæki auðvaldsins til að sundra og kúga, svo arðrán og misskipting geti haldið áfram. Sagan endurtekur sig aldrei nákvæmlega, en hún rímar. Við erum ekki á þriðja áratug síðustu aldar, en sömu stéttahagsmunir liggja að baki: auðstétt sem óttast vald alþýðunnar og er reiðubúin að beita fasisma og harðræði sem vopni þegar annað bregst. Það er okkar hlutverk að sjá í gegnum þessa blekkingu og kveða hana niður áður en sagan endurtekur sig. Þegar neyð og óöryggi almennings vex, ná fasistar fótfestu. Orsökin liggur hjá auðstéttinni sjálfri: hún skapar neyðina með arðráni og misskiptingu og býður upp á falska byltingu - fasisma - til að halda völdum. Lausnin er ekki sundrungin sem auðstéttin boðar og nýtir sér, heldur samstaðan:sameiginleg barátta fyrir réttlæti, gegn misskiptingu og gegn því auðvaldi sem kyndir undir fasisma. Davíð Aron Routley og Karl Héðinn Kristjánsson, félagsmenn í Sósíalistaflokki Íslands. Heimildir Center for Strategic and International Studies (CSIS): The Escalating Terrorism Problem in the United States (2020). Michael Parenti: Blackshirts and Reds: Rational Fascism and the Overthrow of Communism (1997). Emil Julius Gumbel: Vier Jahre politischer Mord (1922). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Héðinn Kristjánsson Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í Bandaríkjunum hefur árum saman verið hamrað á áróðri gegn svokölluðum „vinstri öfgamönnum“. Fjölmiðlar vestanhafs tala um Antifa sem helstu ógnina við lýðræðið, en tölfræðin segir annað: aðeins 4% pólitískra morða síðustu áratuga eru framin af öfgafólki vinstra megin, á meðan 76% eru af hendi hægri öfgamanna. Þrátt fyrir þessar staðreyndir fá þeir sem réttlæta kúgun og ofbeldi gegn framsæknu fólki stöðugt sviðsljósið í fjölmiðlum. Á sama tíma eru fórnarlömb hægri ofbeldis, sem eru mun fleiri, sett til hliðar í opinberri umræðu. Melissa Hortman, þingkona demókrata, var myrt nýverið ásamt eiginmanni sínum án þess að það hafi vakið sérstaka athygli í fjölmiðlum. Þetta tvöfalda siðgæði er ekki nýtt. Í Þýskalandi á fjórða áratugnum myrtu hægri öfgamenn sextán sinnum fleiri en vinstri, en fengu vægari dóma. Meðalrefsing hægrimanna var fjórir mánuðir; fyrir vinstra fólk fimmtán ár. Tugir vinstri manna voru teknir af lífi – enginn hægra megin. Kerfið ver hægrið og refsar vinstrinu. Fasismi sem tól auðvaldsins Michael Parenti bendir á í bókinni Blackshirts and Reds að fasismi sé ekki tilviljunarkennt „brjálæði“, heldur markviss aðferð kapítalismans: járnhnefi auðvaldsins til að kremja skipulagða baráttu verkalýðsins þegar hefðbundnar stjórnmálaleiðir duga þeim ekki lengur. Fasistar stilla sér upp sem andstæðingar kerfisins og elítunnar, en hreyfing þeirra er í reynd í þjónustu fjármagnsaflanna. Hitler og Mussolini seldu sig sem byltingarsinna. En fasismi er fölsk bylting. Þeir tryggðu hagsmuni stórfyrirtækja og landeigenda á kostnað almennings. Sama mynstur sást hjá Franco á Spáni. Í dag lofar Donald Trump að hann muni berjast fyrir „litla manninn“ en veitir milljarðamæringum himinháar skattalækkanir, á kostnað almennings. Orðræða sem valdeflir fasista Fasisminn lifir ekki aðeins á ofbeldi; hann lifir líka á orðræðunni. Hann nær fótfestu þegar persónuleg skoðun, „mér finnst“, „einhver sagði“, er tekin sem samfélagslegur sannleikur og gagnrýnin hugsun víkur. Því öfgafyllri sem sagan er, þeim mun hraðar dreifist hún; fjölmiðlar sem græða á athygli umbuna dramatík, ekki sannleika. Þannig verða samskipti að markaðsvöru: athygli verður að verðmætum, viðbragð að markaðsefni. Og sannleikurinn situr eftir. Valdhafar og nýfasistar nýta sér þetta til að búa til blóraböggla: innflytjendur, múslimar, gyðingar eða „öfgavinstrið“. Þessir hópar eiga að bera sök á hnignun samfélagsins. Reiði almennings er þannig beint frá raunverulegum valdhöfum og yfirstétt, yfir á hópa sem eru auðveld bráð. Þannig er sundrungin styrkt, afvegaleiðingin fullkomin og jarðvegur fasismans ræktaður. Allt til að tryggja áframhaldandi yfirráð auðstéttarinnar. Jarðvegur fasismans í dag Það væri óskhyggja að halda að fasismi sé aðeins draugur fortíðarinnar. Í dag eru nýfasískar hreyfingar í vexti víða um heim. Hægri flokkar sem áður voru á jaðrinum sitja nú í ríkisstjórnum Evrópu; í Bandaríkjunum kynda áhrifamenn og samtök á borð við Turning Point USA undir sundrungu með fjármagni auðstétta; í Bretlandi kalla einstaklingar eins og Tommy Robinson eftir ofsóknum gegn minnihlutahópum. Hættan er raunveruleg og vaxandi. Antonio Gramsci benti á að valdastéttin viðheldur menningarlegu forræði með því að stýra hugmyndum og orðræðu. Þegar reiði og ótti fá meira vægi en rök og raunveruleikinn, verður samfélagið sundrað og þá getur „sterkur leiðtogi“ stigið fram, skapað blóraböggul og nýtt óttann við hann til að boða falskar lausnir á vandamálum sem valdhafar hafa sjálfir skapað. „Slíkar ‘lausnir’ bitna á saklausu fólki, eins og þegar gyðingar voru gerðir að fórnarlömbum í helförinni, þar sem nasistar máluðu þá sem orsök alls ills. Niðurlag Mynstrið er hið sama nú sem áður: réttinda- og réttlætisbarátta alþýðunnar er stimpluð sem „öfgastefna“, á meðan vaxandi ofbeldi ríkisins, íhaldsins og öfgahægrisins er hvítþvegið eða réttlætt.Fasismi er og hefur alltaf verið, meðvitað stjórntæki auðvaldsins til að sundra og kúga, svo arðrán og misskipting geti haldið áfram. Sagan endurtekur sig aldrei nákvæmlega, en hún rímar. Við erum ekki á þriðja áratug síðustu aldar, en sömu stéttahagsmunir liggja að baki: auðstétt sem óttast vald alþýðunnar og er reiðubúin að beita fasisma og harðræði sem vopni þegar annað bregst. Það er okkar hlutverk að sjá í gegnum þessa blekkingu og kveða hana niður áður en sagan endurtekur sig. Þegar neyð og óöryggi almennings vex, ná fasistar fótfestu. Orsökin liggur hjá auðstéttinni sjálfri: hún skapar neyðina með arðráni og misskiptingu og býður upp á falska byltingu - fasisma - til að halda völdum. Lausnin er ekki sundrungin sem auðstéttin boðar og nýtir sér, heldur samstaðan:sameiginleg barátta fyrir réttlæti, gegn misskiptingu og gegn því auðvaldi sem kyndir undir fasisma. Davíð Aron Routley og Karl Héðinn Kristjánsson, félagsmenn í Sósíalistaflokki Íslands. Heimildir Center for Strategic and International Studies (CSIS): The Escalating Terrorism Problem in the United States (2020). Michael Parenti: Blackshirts and Reds: Rational Fascism and the Overthrow of Communism (1997). Emil Julius Gumbel: Vier Jahre politischer Mord (1922).
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun