Lífið

Berja­mó með sjálfum Berjakarlinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán er mikill berjakall.
Stefán er mikill berjakall.

Það eru margir, sem nýta haustið til að fara út í náttúruna og tína ber og margir vinna berjasaft eða berjasultur úr berjunum.

Berjakallinn eins og hann kallar sig er ótrúlega duglegur við tínsluna og eyðir mörgum, mörgum klukkustundum oft á dag við að tína aðallega krækiber. Magnús Hlynur fór með Berjakarlinum í berjamó.

Berjavinir er mjög vinsæl síða á Facebook, sem Konráð Breiðfjörð Pálmason stofnaði á sínum tíma en hann býr reyndar í Ástralíu í dag. Inn á síðunni er fjölbreyttur hópur fólks, sem hefur áhuga á íslenskum villtum berjum, berjalöndum, afurðum úr íslenskum berjum eða einfaldlega fara í berjamó út í íslenskri náttúru.

Stefán Karlsson, 35 ára Kópavogsbúi er mjög duglegur að fara í berjamó en hann kallar sig Berja kallinn á Facebook síðu Berjavina og er vinsæll þar.

Magnús Hlynur skellti sér með honum í Berjamó í Mosfellsdal en þar er allt krökt af krækiberjum. Stefán á þar sér nokkra leynistaði þegar um berjatínsluna er að ræða.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.