SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Árni Sæberg skrifar 17. september 2025 16:08 Áletruninni á bol Kirks hefur verið snarað yfir á íslensku. SUS/Getty/The Salt Lake Tribune Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur boðað til sambandsþings helgina 3. til 5. október. Allir sem skrá sig til þátttöku á þinginu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „FRELSI“ á. Bolurinn er í sama stíl og sá sem Charlie Kirk, áhrifavaldur lengst til hægri á hinu pólitíska rófi, klæddist þegar hann var ráðinn af dögum. Í tölvubréfi til ungra Sjálfstæðismanna segir að nú séu aðeins fáeinir dagar til stefnu til að skrá sig á sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna og að í ár fylgi einstök gjöf með. Allir sem skrá sig á þingið fái að gjöf hvítan bol með áletruninni „FRELSI“. „Bolurinn er í sama stíl og Charlie Kirk klæddist þegar honum var sýnt banatilræði fyrr í mánuðinum. Með bolnum viljum við minna á að frelsið er grunnstef í allri stefnu SUS og að tjáningarfrelsið er hornsteinn vestrænna samfélaga. Frelsið er aldrei sjálfgefið, fyrir því þarf ávallt að berjast. Sú barátta á sér stað með orðum, en aldrei með ofbeldi,“ segir í póstinum. Tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á Þar er vísað til þess þegar Charlie Kirk sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah þann 10. september. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Í tölvubréfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að bolurinn sé ekki aðeins bolur heldur tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á og berjast fyrir. „Hann er einnig áminning um að ofbeldisöflum mun aldrei takast að þagga niður í málsvörum frelsisins.“ Eitt framboð boðað Sem áður segir fer sambandsþingið fram helgina 3. til 5. október næstkomandi. Það verður haldið í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti í Reykjavík, sem Landsbyggð ehf. eignaðist í sumar. Landsbyggð er í eigu þeirra Kristjáns Vilhelmsonar og Leós Árnasonar. Á þinginu verður nýr formaður kosinn ásamt stjórn. Aðeins eitt stjórnarframboð hefur verið tilkynnt en það er undir forystu Júlíusar Viggós Ólafssonar, fyrrverandi formanns Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Morðið á Charlie Kirk Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Í tölvubréfi til ungra Sjálfstæðismanna segir að nú séu aðeins fáeinir dagar til stefnu til að skrá sig á sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna og að í ár fylgi einstök gjöf með. Allir sem skrá sig á þingið fái að gjöf hvítan bol með áletruninni „FRELSI“. „Bolurinn er í sama stíl og Charlie Kirk klæddist þegar honum var sýnt banatilræði fyrr í mánuðinum. Með bolnum viljum við minna á að frelsið er grunnstef í allri stefnu SUS og að tjáningarfrelsið er hornsteinn vestrænna samfélaga. Frelsið er aldrei sjálfgefið, fyrir því þarf ávallt að berjast. Sú barátta á sér stað með orðum, en aldrei með ofbeldi,“ segir í póstinum. Tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á Þar er vísað til þess þegar Charlie Kirk sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah þann 10. september. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Í tölvubréfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að bolurinn sé ekki aðeins bolur heldur tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á og berjast fyrir. „Hann er einnig áminning um að ofbeldisöflum mun aldrei takast að þagga niður í málsvörum frelsisins.“ Eitt framboð boðað Sem áður segir fer sambandsþingið fram helgina 3. til 5. október næstkomandi. Það verður haldið í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti í Reykjavík, sem Landsbyggð ehf. eignaðist í sumar. Landsbyggð er í eigu þeirra Kristjáns Vilhelmsonar og Leós Árnasonar. Á þinginu verður nýr formaður kosinn ásamt stjórn. Aðeins eitt stjórnarframboð hefur verið tilkynnt en það er undir forystu Júlíusar Viggós Ólafssonar, fyrrverandi formanns Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Morðið á Charlie Kirk Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira