Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 09:31 Skallamark Virgils van Dijk í uppbótartíma tryggði Liverpool sigur á Atlético Madrid. getty/Liverpool FC Englandsmeistarar Liverpool hafa unnið alla fimm leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu það sem af er tímabili. Í öllum fimm leikjunum hefur Liverpool skorað sigurmörk á elleftu stundu. Liverpool vann 3-2 sigur á Atlético Madrid á Anfield í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í gær. Virgil van Dijk skoraði sigurmark Rauða hersins þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Liverpool vinnur leik eftir að hafa misst niður tveggja marka forskot. Í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar komst Liverpool í 2-0 gegn Bournemouth en fékk svo á sig tvö mörk. Federico Chiesa kom Englandsmeisturunum aftur yfir á 88. mínútu og Mohamed Salah gulltryggði svo sigurinn í uppbótartíma, 4-2. Liverpool náði einnig tveggja marka forskoti gegn Newcastle United í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Skjórarnir komu til baka. Þegar tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo hinn sextán ára Rio Ngumoha sigurmark Rauða hersins, 2-3. Hann er yngsti markaskorari í sögu Liverpool. Dominik Szoboszlai tryggði Liverpool sigur á Arsenal með skoti beint úr aukaspyrnu á 83. mínútu í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Á laugardaginn vann Liverpool svo 0-1 sigur á nýliðum Burnley á Turf Moor þar sem Mohamed Salah skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Næsti leikur Liverpool gegn grönnunum í Everton á Anfield í hádeginu á laugardaginn. Áhugavert verður að sjá hvort strákarnir hans Arnes Slot skora sigurmark undir blálokin sjötta leikinn í röð. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Þjálfarinn Diego Simeone reifst við áhorfanda og fékk að líta rautt spjald þegar Liverpool vann Atlético Madrid 3-2 með marki í uppbótartíma. Hann sér eftir sínum viðbrögðum. 17. september 2025 22:16 Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Liverpool vann 3-2 gegn Atlético Madrid í æsispennandi leik í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2025 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Liverpool vann 3-2 sigur á Atlético Madrid á Anfield í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í gær. Virgil van Dijk skoraði sigurmark Rauða hersins þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Liverpool vinnur leik eftir að hafa misst niður tveggja marka forskot. Í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar komst Liverpool í 2-0 gegn Bournemouth en fékk svo á sig tvö mörk. Federico Chiesa kom Englandsmeisturunum aftur yfir á 88. mínútu og Mohamed Salah gulltryggði svo sigurinn í uppbótartíma, 4-2. Liverpool náði einnig tveggja marka forskoti gegn Newcastle United í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Skjórarnir komu til baka. Þegar tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo hinn sextán ára Rio Ngumoha sigurmark Rauða hersins, 2-3. Hann er yngsti markaskorari í sögu Liverpool. Dominik Szoboszlai tryggði Liverpool sigur á Arsenal með skoti beint úr aukaspyrnu á 83. mínútu í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Á laugardaginn vann Liverpool svo 0-1 sigur á nýliðum Burnley á Turf Moor þar sem Mohamed Salah skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Næsti leikur Liverpool gegn grönnunum í Everton á Anfield í hádeginu á laugardaginn. Áhugavert verður að sjá hvort strákarnir hans Arnes Slot skora sigurmark undir blálokin sjötta leikinn í röð.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Þjálfarinn Diego Simeone reifst við áhorfanda og fékk að líta rautt spjald þegar Liverpool vann Atlético Madrid 3-2 með marki í uppbótartíma. Hann sér eftir sínum viðbrögðum. 17. september 2025 22:16 Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Liverpool vann 3-2 gegn Atlético Madrid í æsispennandi leik í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2025 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
„Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Þjálfarinn Diego Simeone reifst við áhorfanda og fékk að líta rautt spjald þegar Liverpool vann Atlético Madrid 3-2 með marki í uppbótartíma. Hann sér eftir sínum viðbrögðum. 17. september 2025 22:16
Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Liverpool vann 3-2 gegn Atlético Madrid í æsispennandi leik í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2025 21:00