Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar 18. september 2025 11:01 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár. Á stuttum tíma höfum við vanist því að á kassanum í Bónus taki við okkur maður frá Nígeríu, að Pólverji skili bílnum hreinum úr hreinsun, og að portúgalskur sendill skili heitum mat í hús þegar við nennum ekki að elda fyrir börnin; nokkuð sem hefur bætt lífsgæði okkar flestra. Þessu fylgja áskoranir. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum. Þrír af hverjum fjórum innflytjendum á landinu, sem telja nú um 80.000 manns, komu til landsins á síðastliðnum áratug. Það er óvenjuleg staða, en að meðaltali innan OECD hefur um 70% af innflytjendum dvalið í hverju landi lengur en 10 ár. Fyrir ári síðan gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út skýrslu um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, samanborið við stöðuna í löndunum í kringum okkur. Fram kom að þróun mannfjölda hér á landi hefur verið á eftir öðrum, og að hlutfall innflytjenda hafi fyrst á síðustu árum farið að hækka í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar. Því fylgja tækifæri. Við gætum til dæmis lært af mistökum annarra þjóða og gripið inn í þar sem má betur fara áður en vandamál koma upp. Dæmi um vandamál sem hafa komið upp annars staðar, þar sem stjórnvöld brugðust ekki við, eru vannýtt hugvit, framleiðnitap, aukin stéttaskipting, og samfélagslegur órói. Rauði þráðurinn í skýrslu OECD er að tungumálið sé lykillinn að íslensku samfélagi. Aukin kunnátta í íslensku sýnir fram á hærri atvinnuþátttöku, betri nýtingu á mannauði í gegnum tækifæri til menntunar, og bætta námsframvindu barna. Auk þess má leiða að því rök að íslenskufærni hafi jákvæð áhrif á möguleika fólks til kynnast íslenskum gildum, menningu og sögu. Einnig kom fram að færni innflytjenda í tungumálinu væri hvergi minni meðal samanburðarríkja en hér, en tæp 20% innflytjenda hér á landi telja sig hafa góða færni í tungumálinu, samanborið við um 60% að meðaltali innan ríkja OECD. Það kann því að orka tvímælis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lækka fjárframlög til íslenskukennslu til innflytjenda samanborið við árið í fyrra. Fjárframlög á hvern innflytjanda voru reyndar margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum fyrir lækkunina (Mynd 1). Staðan lítur því alls ekki vel út. Mynd 1. Útgjöld til tungumálakennslu á hvern innflytjanda. Við þurfum að stíga varlega til jarðar þegar þessi mál eru annars vegar og huga að því að einstakar ákvarðanir sem tengjast innflytjendamálum geta komið í bakið á okkur ef þær eru vanhugsaðar. Svissneska leikskáldið Max Frisch lét eftirfarandi orð falla um innflytjendastefnu Þýskalands eftir stríð: “Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk.” Þar var rekin sú stefna að flytja inn tyrkneska verkamenn til að sinna eftirspurn á tímum hagvaxtar, án þess að greiða þeim aðgang að tungumálakennslu og öðrum úrræðum, enda myndi fólkið yfirgefa landið hvort eð er. Annað kom í ljós, en langflestir urðu eftir og stofnuðu fjölskyldur. Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að þessi stefna hefði verið stór mistök og heiðraði um leið framlag vinnufólksins - þýska efnahagsundrið hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Það hefði tekið of langan tíma að viðurkenna hið augljósa: verkamennirnir voru hvorki aðeins gestir, né aðeins vinnuafl. Það er ekki of seint að breyta um kúrs, en tíminn vinnur ekki með okkur. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, heldur einfaldlega læra af reynslunni. Nágrannar okkar hafa ekki á síðari árum fjárfest í tungumálakennslu að ástæðulausu, svo mikið er víst. Höfundur er höfundur áðurnefndrar skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár. Á stuttum tíma höfum við vanist því að á kassanum í Bónus taki við okkur maður frá Nígeríu, að Pólverji skili bílnum hreinum úr hreinsun, og að portúgalskur sendill skili heitum mat í hús þegar við nennum ekki að elda fyrir börnin; nokkuð sem hefur bætt lífsgæði okkar flestra. Þessu fylgja áskoranir. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum. Þrír af hverjum fjórum innflytjendum á landinu, sem telja nú um 80.000 manns, komu til landsins á síðastliðnum áratug. Það er óvenjuleg staða, en að meðaltali innan OECD hefur um 70% af innflytjendum dvalið í hverju landi lengur en 10 ár. Fyrir ári síðan gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út skýrslu um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, samanborið við stöðuna í löndunum í kringum okkur. Fram kom að þróun mannfjölda hér á landi hefur verið á eftir öðrum, og að hlutfall innflytjenda hafi fyrst á síðustu árum farið að hækka í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar. Því fylgja tækifæri. Við gætum til dæmis lært af mistökum annarra þjóða og gripið inn í þar sem má betur fara áður en vandamál koma upp. Dæmi um vandamál sem hafa komið upp annars staðar, þar sem stjórnvöld brugðust ekki við, eru vannýtt hugvit, framleiðnitap, aukin stéttaskipting, og samfélagslegur órói. Rauði þráðurinn í skýrslu OECD er að tungumálið sé lykillinn að íslensku samfélagi. Aukin kunnátta í íslensku sýnir fram á hærri atvinnuþátttöku, betri nýtingu á mannauði í gegnum tækifæri til menntunar, og bætta námsframvindu barna. Auk þess má leiða að því rök að íslenskufærni hafi jákvæð áhrif á möguleika fólks til kynnast íslenskum gildum, menningu og sögu. Einnig kom fram að færni innflytjenda í tungumálinu væri hvergi minni meðal samanburðarríkja en hér, en tæp 20% innflytjenda hér á landi telja sig hafa góða færni í tungumálinu, samanborið við um 60% að meðaltali innan ríkja OECD. Það kann því að orka tvímælis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lækka fjárframlög til íslenskukennslu til innflytjenda samanborið við árið í fyrra. Fjárframlög á hvern innflytjanda voru reyndar margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum fyrir lækkunina (Mynd 1). Staðan lítur því alls ekki vel út. Mynd 1. Útgjöld til tungumálakennslu á hvern innflytjanda. Við þurfum að stíga varlega til jarðar þegar þessi mál eru annars vegar og huga að því að einstakar ákvarðanir sem tengjast innflytjendamálum geta komið í bakið á okkur ef þær eru vanhugsaðar. Svissneska leikskáldið Max Frisch lét eftirfarandi orð falla um innflytjendastefnu Þýskalands eftir stríð: “Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk.” Þar var rekin sú stefna að flytja inn tyrkneska verkamenn til að sinna eftirspurn á tímum hagvaxtar, án þess að greiða þeim aðgang að tungumálakennslu og öðrum úrræðum, enda myndi fólkið yfirgefa landið hvort eð er. Annað kom í ljós, en langflestir urðu eftir og stofnuðu fjölskyldur. Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að þessi stefna hefði verið stór mistök og heiðraði um leið framlag vinnufólksins - þýska efnahagsundrið hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Það hefði tekið of langan tíma að viðurkenna hið augljósa: verkamennirnir voru hvorki aðeins gestir, né aðeins vinnuafl. Það er ekki of seint að breyta um kúrs, en tíminn vinnur ekki með okkur. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, heldur einfaldlega læra af reynslunni. Nágrannar okkar hafa ekki á síðari árum fjárfest í tungumálakennslu að ástæðulausu, svo mikið er víst. Höfundur er höfundur áðurnefndrar skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun