Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2025 12:49 Gísli Marteinn Baldursson segist ekki vera að íhuga framboð. Vísir/Vilhelm Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi segist alls ekki vera að íhuga framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill þó ekki segja til um hvort fulltrúar einhverra flokka hafi komið að máli við sig og hvatt hann til að fara fram, en þvertekur fyrir að hann sé að íhuga nokkuð slíkt. Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor en nafn Gísla Marteins hefur reglulega komið upp í umræðunni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Gísli Marteinn var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og hefur lengi látið sig málefni Reykjavíkurborgar varða, einkum umhverfis-, skipulags- og samgöngumál. Hann er jafnframt menntaður í borgarskipulagi frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Hann hefur tekið virkan þátt í umræðu um málefni borgarinnar eftir að hann hætti í borgarstjórn árið 2013 og hefur meðal annars verið gagnrýninn á stefnu flokksins í borginni síðan. Gísli Marteinn var staddur í strætó þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Ég hef alls ekki verið að íhuga neitt framboð,“ segir Gísli Marteinn, spurður hvort hann hafi íhugað að bjóða sig fram í komandi kosningum í vor. Sjálfur sé hann fyrst og fremst upptekinn við að sjónvarpsþáttinn Vikuna og næsta þátt sem er á morgun. Hvorki staðfestir né útilokar áhuga annarra flokka Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Gísli til að mynda verið orðaður við framboð fyrir Viðreisn, og jafnvel Samfylkinguna í Reykjavík. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við oddvitasætið í Viðreisn eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti að hún væri á förum. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur hins vegar gefið það út að hún hafi áfram áhuga á að leiða Samfylkinguna í borginni, en orðrómur hefur verið uppi um að forysta Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Spurður hvort einhverjir hafi komið að máli við sig varðandi mögulegt framboð fyrir sinn flokk kveðst Gísli ekki vilja segja til um það. „Það er þá bara á milli mín og þeirra, en ég er alla veganna ekki á leiðinni í neitt framboð,“ segir Gísli. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor en nafn Gísla Marteins hefur reglulega komið upp í umræðunni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Gísli Marteinn var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og hefur lengi látið sig málefni Reykjavíkurborgar varða, einkum umhverfis-, skipulags- og samgöngumál. Hann er jafnframt menntaður í borgarskipulagi frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Hann hefur tekið virkan þátt í umræðu um málefni borgarinnar eftir að hann hætti í borgarstjórn árið 2013 og hefur meðal annars verið gagnrýninn á stefnu flokksins í borginni síðan. Gísli Marteinn var staddur í strætó þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Ég hef alls ekki verið að íhuga neitt framboð,“ segir Gísli Marteinn, spurður hvort hann hafi íhugað að bjóða sig fram í komandi kosningum í vor. Sjálfur sé hann fyrst og fremst upptekinn við að sjónvarpsþáttinn Vikuna og næsta þátt sem er á morgun. Hvorki staðfestir né útilokar áhuga annarra flokka Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Gísli til að mynda verið orðaður við framboð fyrir Viðreisn, og jafnvel Samfylkinguna í Reykjavík. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við oddvitasætið í Viðreisn eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti að hún væri á förum. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur hins vegar gefið það út að hún hafi áfram áhuga á að leiða Samfylkinguna í borginni, en orðrómur hefur verið uppi um að forysta Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Spurður hvort einhverjir hafi komið að máli við sig varðandi mögulegt framboð fyrir sinn flokk kveðst Gísli ekki vilja segja til um það. „Það er þá bara á milli mín og þeirra, en ég er alla veganna ekki á leiðinni í neitt framboð,“ segir Gísli.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira