Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2025 14:45 Ólfö Helga Pálsdóttir stýrir nú Körfuboltakvöldi þar sem fjallað verður um Bónus-deild kvenna í vetur. Haukakonur hafa þar titil að verja. Samsett/Vísir „Ég er mjög spennt. Búin að vera í þessu í nokkur ár núna og það verður gaman að prófa núna nýjar áherslur,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir, nýr stjórnandi Bónus Körfuboltakvölds kvenna á Sýn Sport. Ólöf Helga, sem er fyrrverandi landsliðskona og þjálfaði Hauka og Grindavík, hefur verið einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds síðustu ár en tekur nú við stjórnartaumunum af Herði Unnsteinssyni sem horfinn er til annarra starfa. Þátturinn verður að vanda strax að lokinni hverri umferð, á miðvikudagskvöldum, en upphitunarþáttur tímabilsins verður á föstudaginn eftir viku. „Við munum koma með einhverjar breytingar. Taka væntanlega aftur upp lið umferðarinnar, vera með framlengingu og halda áfram með tippleikinn svo eitthvað sé nefnt. Þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Ólöf. Ólöf Helga Pálsdóttir var einn af sérfræðingum Bónus Körfuboltakvölds síðustu ár. Það verður erfitt að toppa lokin á síðasta tímabili, þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar eftir sigur gegn Njarðvík í spennutrylli í oddaleik, en Ólöf býst aftur við afar spennandi keppni í vetur: Spenna fyrir nýliðunum „Við stelpurnar höfum fylgst vel með upphitunartímabilinu og erum orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti. Ég er að vonast til þess, og það lítur þannig út, að deildin verði eins jöfn og í fyrra. Vonandi er hún bara að styrkjast og áfram á uppleið, og við með. Nýliðarnir eru flottir. Það verður gaman að sjá Ármann loksins í úrvalsdeild, Hamar/Þór er áfram í deildinni þrátt fyrir fallið og stóð sig vel á Óla Jó mótinu, og KR er líka virkilega spennandi lið með unga og efnilega leikmenn sem við höfum beðið eftir að sjá á þessu sviði. Við eigum von á veislu í vetur.“ Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Ólöf Helga, sem er fyrrverandi landsliðskona og þjálfaði Hauka og Grindavík, hefur verið einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds síðustu ár en tekur nú við stjórnartaumunum af Herði Unnsteinssyni sem horfinn er til annarra starfa. Þátturinn verður að vanda strax að lokinni hverri umferð, á miðvikudagskvöldum, en upphitunarþáttur tímabilsins verður á föstudaginn eftir viku. „Við munum koma með einhverjar breytingar. Taka væntanlega aftur upp lið umferðarinnar, vera með framlengingu og halda áfram með tippleikinn svo eitthvað sé nefnt. Þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Ólöf. Ólöf Helga Pálsdóttir var einn af sérfræðingum Bónus Körfuboltakvölds síðustu ár. Það verður erfitt að toppa lokin á síðasta tímabili, þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar eftir sigur gegn Njarðvík í spennutrylli í oddaleik, en Ólöf býst aftur við afar spennandi keppni í vetur: Spenna fyrir nýliðunum „Við stelpurnar höfum fylgst vel með upphitunartímabilinu og erum orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti. Ég er að vonast til þess, og það lítur þannig út, að deildin verði eins jöfn og í fyrra. Vonandi er hún bara að styrkjast og áfram á uppleið, og við með. Nýliðarnir eru flottir. Það verður gaman að sjá Ármann loksins í úrvalsdeild, Hamar/Þór er áfram í deildinni þrátt fyrir fallið og stóð sig vel á Óla Jó mótinu, og KR er líka virkilega spennandi lið með unga og efnilega leikmenn sem við höfum beðið eftir að sjá á þessu sviði. Við eigum von á veislu í vetur.“
Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum