Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. september 2025 09:44 Andri Snær er orðinn leiður á þvargi nafnlausu aðganganna á X sem tala bjagaða íslensku vegna óhóflegrar neyslu á amerísku efni. Andri Snær Magnason rithöfundur hvetur íslenska stráka á miðlinum X (Twitter) til að hætta að neyta bandarísks efnis og lesa frekar íslenskar bækur, hlusta á þjóðsögur og tala við eldri borgara. Nafnleysingjarnir taka misvel í hvatninguna. Andri Snær hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X undanfarna daga og er orðinn þreyttur á stemmingunni á íslenska Twitter þar sem nafnlausir aðgangar eru orðnir sífellt fyrirferðarmeiri og bera út boðskap þjóðernisrembu en virðast líka afar uppteknir af amerískri pólitík. „Íslensku twitter strákar, nennið þið að hætta að horfa á amerískar fréttir/podköst í c.a viku. Í allri þjóðernisvakningunni ykkar líður mér eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska. Það er orðið gjörsamlega ólíft hérna,“ skrifaði Andri í færslu sem hann birti á X síðdegis í fyrradag Viðbrögðin stóðu ekki á sér, sumir tóku vel í hvatninguna meðan aðrir svöruðu fullum hálsi. „Pólarnir þarna úti eða bolir þaðan eiga ekkert erindi hingað“ Vestmanneyingurinn Páll Guðmundsson var einn þeirra fyrstu til að svara Andra: „Mér hefur nú fundist amerísk áhrif meiri á Íslandi en við viljum almennt viðurkenna.“ Páll með drykk í hönd. „Oft of þunn himna, á tímabili kom hún ósíuð vintra megin beint úr ameríska kynþáttauppgjörinu og núna glatað þjóðernistrúarhægri eins og eitthvað Google Translate,“ svaraði þá Andri. Eiður Á. Möller, forstjóri leikjafyrirtækisins Etýðu, svaraði Andra og vísaði í hugtakið alheimsþorpið sem kanadíski heimspekingurinn McLuhan þróaði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum búið í heimsþorpi síðan allavega Marshall McLuhan... Það slökknar ekki á því þó að erlenda fréttahringrásin þessa vikuna sé ekki nógu Thunbergian fyrir ykkur Egil Helga, umræðutollstjórana,“ skrifaði Eiður. Eiður Möller er tónlistarmaður sem stofnaði leikjafyrirtækið Etýðu. „Sjaldan verið eins gallsúrt, pólarnir þarna úti eða bolir þaðan eiga ekkert erindi hingað,“ svaraði Andri. „Stofnanir á íslandi hefðu þá kannski betur sleppt því að beinþýða eitthvað Klingon frá kjánalegustu deildum bandarískra háskóla síðustu ár. Tit for tat,“ sagði Eiður þá. Einar Geir Þorsteinsson, lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg, fór í þreyttasta umræðuefnið í þrætubókinni og gerði lítið úr orðum Andra: „Erum við að borga þér listamannalaun fyrir að röfla á Twitter?“ „Sá sem þykist vita meira skammar þann sem veit minna“ Nafnlausu aðgangarnir svöruðu líka fyrir sig og voru ekki sáttir við umvöndunartóninn í Andra. „Málhöltu úthverfi í Nebraska… ( insert dicaprio with a beer meme ) þarna, þarna er „við erum betri en þið“ bresturinn sem hrjáir vinstrið og allir eru svo þreyttir á,“ skrifaði maður sem notar Twitter-nafnið Sonur guðs. Leonardo DiCaprio sem leikarinn Rick Dalton í Once Upon a Time in Hollywood en þessi mynd hefur orðið að meme-i. „Það er einmitt íhaldsfólk sem amast út í ambögur. Atast út í kynslóð sem hangir á netinu og missir tengsl við móðurmálið og retweetar rusli en kennir síðan öðrum um hnignun tungunnar. Ég er að leiðbeina þér eins og íhaldsmenn allra tíma,“ svaraði Andri. „Það er bara þessi smánunartónn og undirliggjandi reiði sem er vandamálið. Sama hvernig þið fegrið það,“ sagði Guðssonurinn þá. „Nei - þetta er ekki frá vinstri og ekki „við“. Ég er með vottorð til sönnunar. Þetta er íhaldssöm málvöndun þar sem sá sem þykist vita meira skammar þann sem veit minna. Þannig tókst að halda niðri þágufallssýki og dönskuslettum áratugum saman,“ svaraði Andri og hlekkjaði með frétt frá 2007 þegar hann hlaut frelsisverðlaun SUS fyrir Draumalandið. Sérlegur aðdáandi Árna Magnússonar, handritasafnara, sem notar nafn fræðimannsins og mynd af honum lagði líka í orð í belg. Árni Magnússon vann gríðarmikilvægt starf í handritasöfnun sinni. „Orðið er hlaðvörp, og ef þú vilt skrúfa fyrir amerískar fréttir er best að byrja á RÚV, sem fjallar um þær stanslaust frá Charlie Kirk til ímyndaðs bakslags gegn hinsegin fólki,“ skrifar falski Árninn. „Nei öll podköst eru eitur - svarið liggur nær leyninafninu þínu,“ skrifar Andri og setur með hlekk á Ísmús, gagnasafn yfir íslenska tónlistarsögu og þjóðfræði. „Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem vilja bæta mál sitt?“ Ekki voru þó allir neikvæðir. Einn notandi sem gengur undir nafninu Steini og Dóra og lætur sem aðgangurinn sé í eigu gamalla hjóna leitaði ráða hjá Andra: „Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem vilja bæta mál sitt? Ég myndi byrja á því að biðja gamalmenni um að leiðrétta mig (áhrifaríkasta leiðin), svo skrúfa alfarið fyrir alla íslenska fjölmiðla, lesa einungis bækur sem komu út fyrir 1980 og treysta ekki veforðabókinni í blindni,“ skrifuðu Steini og Dóra Thor Vilhjálmsson notaði mergjað mál að mati Andra. „Lesa og hlusta, tala við eldri borgara - lesa Biblíuna frekar en amerískt podcast um guð, hlusta á Úlfhamsrímur á Spotify og skilja þær, 80 - 90 var blómaskeið í Bókmenntum, Tímaþjófurinn, Gyrðir og Ísak. Fyrir mergjað tungumál: Morgunþula í stráum eftir Thor,“ svaraði Andri. „Mjög gott, má ég bæta við þetta að það er mikilvægt að lesa góða Biblíuþýðingu (í síðasta lagi 1981). Líka lærdómsríkt að bera hana sama við Viðeyjar- og Guðbrands,“ sögðu þá Steini og Dóra. Vonandi leggja fleiri nafnlausir aðgangir frá sér ameríska efnið og taka í staðinn upp Guðbrandsbiblíuna eða einhvern góðan doðrant eftir Thor Vilhjálms. Samfélagsmiðlar Íslensk tunga Bókmenntir Bandaríkin Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Andri Snær hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X undanfarna daga og er orðinn þreyttur á stemmingunni á íslenska Twitter þar sem nafnlausir aðgangar eru orðnir sífellt fyrirferðarmeiri og bera út boðskap þjóðernisrembu en virðast líka afar uppteknir af amerískri pólitík. „Íslensku twitter strákar, nennið þið að hætta að horfa á amerískar fréttir/podköst í c.a viku. Í allri þjóðernisvakningunni ykkar líður mér eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska. Það er orðið gjörsamlega ólíft hérna,“ skrifaði Andri í færslu sem hann birti á X síðdegis í fyrradag Viðbrögðin stóðu ekki á sér, sumir tóku vel í hvatninguna meðan aðrir svöruðu fullum hálsi. „Pólarnir þarna úti eða bolir þaðan eiga ekkert erindi hingað“ Vestmanneyingurinn Páll Guðmundsson var einn þeirra fyrstu til að svara Andra: „Mér hefur nú fundist amerísk áhrif meiri á Íslandi en við viljum almennt viðurkenna.“ Páll með drykk í hönd. „Oft of þunn himna, á tímabili kom hún ósíuð vintra megin beint úr ameríska kynþáttauppgjörinu og núna glatað þjóðernistrúarhægri eins og eitthvað Google Translate,“ svaraði þá Andri. Eiður Á. Möller, forstjóri leikjafyrirtækisins Etýðu, svaraði Andra og vísaði í hugtakið alheimsþorpið sem kanadíski heimspekingurinn McLuhan þróaði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum búið í heimsþorpi síðan allavega Marshall McLuhan... Það slökknar ekki á því þó að erlenda fréttahringrásin þessa vikuna sé ekki nógu Thunbergian fyrir ykkur Egil Helga, umræðutollstjórana,“ skrifaði Eiður. Eiður Möller er tónlistarmaður sem stofnaði leikjafyrirtækið Etýðu. „Sjaldan verið eins gallsúrt, pólarnir þarna úti eða bolir þaðan eiga ekkert erindi hingað,“ svaraði Andri. „Stofnanir á íslandi hefðu þá kannski betur sleppt því að beinþýða eitthvað Klingon frá kjánalegustu deildum bandarískra háskóla síðustu ár. Tit for tat,“ sagði Eiður þá. Einar Geir Þorsteinsson, lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg, fór í þreyttasta umræðuefnið í þrætubókinni og gerði lítið úr orðum Andra: „Erum við að borga þér listamannalaun fyrir að röfla á Twitter?“ „Sá sem þykist vita meira skammar þann sem veit minna“ Nafnlausu aðgangarnir svöruðu líka fyrir sig og voru ekki sáttir við umvöndunartóninn í Andra. „Málhöltu úthverfi í Nebraska… ( insert dicaprio with a beer meme ) þarna, þarna er „við erum betri en þið“ bresturinn sem hrjáir vinstrið og allir eru svo þreyttir á,“ skrifaði maður sem notar Twitter-nafnið Sonur guðs. Leonardo DiCaprio sem leikarinn Rick Dalton í Once Upon a Time in Hollywood en þessi mynd hefur orðið að meme-i. „Það er einmitt íhaldsfólk sem amast út í ambögur. Atast út í kynslóð sem hangir á netinu og missir tengsl við móðurmálið og retweetar rusli en kennir síðan öðrum um hnignun tungunnar. Ég er að leiðbeina þér eins og íhaldsmenn allra tíma,“ svaraði Andri. „Það er bara þessi smánunartónn og undirliggjandi reiði sem er vandamálið. Sama hvernig þið fegrið það,“ sagði Guðssonurinn þá. „Nei - þetta er ekki frá vinstri og ekki „við“. Ég er með vottorð til sönnunar. Þetta er íhaldssöm málvöndun þar sem sá sem þykist vita meira skammar þann sem veit minna. Þannig tókst að halda niðri þágufallssýki og dönskuslettum áratugum saman,“ svaraði Andri og hlekkjaði með frétt frá 2007 þegar hann hlaut frelsisverðlaun SUS fyrir Draumalandið. Sérlegur aðdáandi Árna Magnússonar, handritasafnara, sem notar nafn fræðimannsins og mynd af honum lagði líka í orð í belg. Árni Magnússon vann gríðarmikilvægt starf í handritasöfnun sinni. „Orðið er hlaðvörp, og ef þú vilt skrúfa fyrir amerískar fréttir er best að byrja á RÚV, sem fjallar um þær stanslaust frá Charlie Kirk til ímyndaðs bakslags gegn hinsegin fólki,“ skrifar falski Árninn. „Nei öll podköst eru eitur - svarið liggur nær leyninafninu þínu,“ skrifar Andri og setur með hlekk á Ísmús, gagnasafn yfir íslenska tónlistarsögu og þjóðfræði. „Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem vilja bæta mál sitt?“ Ekki voru þó allir neikvæðir. Einn notandi sem gengur undir nafninu Steini og Dóra og lætur sem aðgangurinn sé í eigu gamalla hjóna leitaði ráða hjá Andra: „Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem vilja bæta mál sitt? Ég myndi byrja á því að biðja gamalmenni um að leiðrétta mig (áhrifaríkasta leiðin), svo skrúfa alfarið fyrir alla íslenska fjölmiðla, lesa einungis bækur sem komu út fyrir 1980 og treysta ekki veforðabókinni í blindni,“ skrifuðu Steini og Dóra Thor Vilhjálmsson notaði mergjað mál að mati Andra. „Lesa og hlusta, tala við eldri borgara - lesa Biblíuna frekar en amerískt podcast um guð, hlusta á Úlfhamsrímur á Spotify og skilja þær, 80 - 90 var blómaskeið í Bókmenntum, Tímaþjófurinn, Gyrðir og Ísak. Fyrir mergjað tungumál: Morgunþula í stráum eftir Thor,“ svaraði Andri. „Mjög gott, má ég bæta við þetta að það er mikilvægt að lesa góða Biblíuþýðingu (í síðasta lagi 1981). Líka lærdómsríkt að bera hana sama við Viðeyjar- og Guðbrands,“ sögðu þá Steini og Dóra. Vonandi leggja fleiri nafnlausir aðgangir frá sér ameríska efnið og taka í staðinn upp Guðbrandsbiblíuna eða einhvern góðan doðrant eftir Thor Vilhjálms.
Samfélagsmiðlar Íslensk tunga Bókmenntir Bandaríkin Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira