Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. september 2025 18:32 EHF Champions League - Orlen Wisla Plock v Sporting CP Porkelsson Orri Freyr during the match EHF Champions League Men match between Orlen Wisla Plock and Sporting CP in Plock, Poland on March 6, 2025. (Photo by Andrzej Iwanczuk/NurPhoto via Getty Images) Orri Freyr Þorkelsson og félagar í portúgalska liðinu Sporting unnu 41-37 gegn pólska liðinu Kielce í miklum markaleik í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Sporting byrjaði leikinn illa og lenti á eftir gestunum en vann sig fljótt inn í leikinn og var komið með fimm marka forystu þegar fyrri hálfleik lauk, staðan þá 20-15, sem er slatti en seinni hálfleikurinn bauð upp á enn meiri skemmtun. Sporting hélt þeirri fimm marka forystu þó nánast allan tímann og Kielce tókst ekki að gera leikinn spennandi, þó skemmtilegur hafi hann sannarlega verið. Lokatölur 41-37 og Orri skoraði þrjú mörk úr vinstra horninu. Veszprém vann án Bjarka og Ágúst fékk skot á sig Tveir aðrir leikir fóru fram í Meistaradeildinni síðdegis. Veszprém vann frækinn fimm marka sigur gegn franska liðinu Nantes, lokatölur 30-25 í Ungverjalandi. Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém en kom ekki við sögu í leiknum. Fuchse Berlin vann 31-28 gegn danska liðinu Aalborg. Heimamenn í Þýskalandi náðu góðri forystu í fyrri hálfleik og létu hana ekki af hendi í þeim seinni. Ágúst Elí Björgvinsson er markmaður Aalborg ásamt Niklas Landin og Fabian Norsten. Ágúst fékk eitt skot á sig í leiknum en varði það ekki. Ísak varði vel og Dagur skoraði þrjú í Noregi Tveir leikir fóru fram í þriðju umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Drammen vann sinn þriðja leik í röð, 30-26 gegn Sandnes og OIF Arendal tapaði 29-30 fyrir Runar. Ísak Steinsson stóð í marki Drammen hluta leiks og varði sjö skot (39%) en fékk á sig 11 mörk. Dagur Gautason skoraði þrjú mörk í tapi Arendal. Jafnt hjá Ými í Þýskalandi Stuttgart og Göppingen mættust í fimmtu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar og gerðu 28-28 jafntefli eftir æsispennandi leik. Línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk úr þremur skotum fyrir Göppingen, sem situr í sjöunda sæti. Donni næstmarkahæstur í Danmörku Skanderborg vann 36-29 gegn Hoj í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var næstmarkahæstur allra í leiknum með sjö mörk. Jon Hansen gerði betur og skoraði heil ellefu mörk. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Sporting byrjaði leikinn illa og lenti á eftir gestunum en vann sig fljótt inn í leikinn og var komið með fimm marka forystu þegar fyrri hálfleik lauk, staðan þá 20-15, sem er slatti en seinni hálfleikurinn bauð upp á enn meiri skemmtun. Sporting hélt þeirri fimm marka forystu þó nánast allan tímann og Kielce tókst ekki að gera leikinn spennandi, þó skemmtilegur hafi hann sannarlega verið. Lokatölur 41-37 og Orri skoraði þrjú mörk úr vinstra horninu. Veszprém vann án Bjarka og Ágúst fékk skot á sig Tveir aðrir leikir fóru fram í Meistaradeildinni síðdegis. Veszprém vann frækinn fimm marka sigur gegn franska liðinu Nantes, lokatölur 30-25 í Ungverjalandi. Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém en kom ekki við sögu í leiknum. Fuchse Berlin vann 31-28 gegn danska liðinu Aalborg. Heimamenn í Þýskalandi náðu góðri forystu í fyrri hálfleik og létu hana ekki af hendi í þeim seinni. Ágúst Elí Björgvinsson er markmaður Aalborg ásamt Niklas Landin og Fabian Norsten. Ágúst fékk eitt skot á sig í leiknum en varði það ekki. Ísak varði vel og Dagur skoraði þrjú í Noregi Tveir leikir fóru fram í þriðju umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Drammen vann sinn þriðja leik í röð, 30-26 gegn Sandnes og OIF Arendal tapaði 29-30 fyrir Runar. Ísak Steinsson stóð í marki Drammen hluta leiks og varði sjö skot (39%) en fékk á sig 11 mörk. Dagur Gautason skoraði þrjú mörk í tapi Arendal. Jafnt hjá Ými í Þýskalandi Stuttgart og Göppingen mættust í fimmtu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar og gerðu 28-28 jafntefli eftir æsispennandi leik. Línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk úr þremur skotum fyrir Göppingen, sem situr í sjöunda sæti. Donni næstmarkahæstur í Danmörku Skanderborg vann 36-29 gegn Hoj í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var næstmarkahæstur allra í leiknum með sjö mörk. Jon Hansen gerði betur og skoraði heil ellefu mörk.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira