„Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 18. september 2025 22:49 Sigursteinn Arndal er með FH-liðið á sigurbraut. Visir/Anton Brink FH hefur haft betur í tveimur leikjum í röð í Olís-deild karla í handbolta og Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með spilamennsku liðsins í sigri gegn ÍBV í Kaplakrika í kvöld. „Ég var ánægður með það að við mættum aftur virkilega klárir í leikinn. Við náðum frumkvæðinu strax í leiknum og gengum hreint til verks. Það gladdi mig mjög mikið og við héldum sama krafti nánast allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var gott flæði og leikmenn gerðu hlutina einfalt en af sama tíma fylgdi hugur þeim aðgerðum sem þeir fóru í. Við erum með unga og hæfileikaríka leikmenn sem eru að taka sín hlutverk af festu. Það er gaman að sjá það,“ sagði Sigursteinn enn fremur. FH-ingar héldu inn í þetta keppnistímabil án Ásbjörns Friðrikssonar sem hefur verið burðarás í sóknarleik leiksins frá árinu 2008 að undanskildum tveimur tímabilum þar sem hann spilaði í Svíþjóð. Sigursteinn er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá leikmönnum FH að taka við keflinu af Ásbirni. „Það er ljóst að það tekur tíma að venjast því að spila án Ásbjörns og það krefst vinnu fyrir aðra leikmenn að fylla hans skarð. Það fer engin í skóna hans Ásbjörns sí svona og við þurfum að halda áfram allt tímabilið að stækka hlutverk þeirra leikmanna sem eru að taka við keflinu af honum. Það er gott að sjá að það eru leikmenn sem vilja taka ábyrgð og vera í stóru hlutveriki,“ sagði hann. Sigursteinn var sömuleiðis ánægður með markvörslu Jóns Þórarins: „Við erum með tvo góða markmenn og í kvöld fann Daníel Freyr sig ekki sem er bara eins og gengur og gerist. Jón Þórarinn er með mikið sjálfstraust og það geislar af honum. Það er ástæða fyrir því að við erum með tvo öfluga markmenn og við sáum hana í kvöld,“ sagð Sigursteinn. Olís-deild karla FH Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
„Ég var ánægður með það að við mættum aftur virkilega klárir í leikinn. Við náðum frumkvæðinu strax í leiknum og gengum hreint til verks. Það gladdi mig mjög mikið og við héldum sama krafti nánast allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var gott flæði og leikmenn gerðu hlutina einfalt en af sama tíma fylgdi hugur þeim aðgerðum sem þeir fóru í. Við erum með unga og hæfileikaríka leikmenn sem eru að taka sín hlutverk af festu. Það er gaman að sjá það,“ sagði Sigursteinn enn fremur. FH-ingar héldu inn í þetta keppnistímabil án Ásbjörns Friðrikssonar sem hefur verið burðarás í sóknarleik leiksins frá árinu 2008 að undanskildum tveimur tímabilum þar sem hann spilaði í Svíþjóð. Sigursteinn er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá leikmönnum FH að taka við keflinu af Ásbirni. „Það er ljóst að það tekur tíma að venjast því að spila án Ásbjörns og það krefst vinnu fyrir aðra leikmenn að fylla hans skarð. Það fer engin í skóna hans Ásbjörns sí svona og við þurfum að halda áfram allt tímabilið að stækka hlutverk þeirra leikmanna sem eru að taka við keflinu af honum. Það er gott að sjá að það eru leikmenn sem vilja taka ábyrgð og vera í stóru hlutveriki,“ sagði hann. Sigursteinn var sömuleiðis ánægður með markvörslu Jóns Þórarins: „Við erum með tvo góða markmenn og í kvöld fann Daníel Freyr sig ekki sem er bara eins og gengur og gerist. Jón Þórarinn er með mikið sjálfstraust og það geislar af honum. Það er ástæða fyrir því að við erum með tvo öfluga markmenn og við sáum hana í kvöld,“ sagð Sigursteinn.
Olís-deild karla FH Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum