Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2025 09:02 Ruben Amorim situr í heitu sæti. epa/ADAM VAUGHAN Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Manchester United gæti rekið Ruben Amorim ef illa fer gegn Chelsea á morgun. United er aðeins með fjögur stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni og féll úr leik fyrir D-deildarliði Grimsby Town í 2. umferð enska deildabikarsins. Amorim er undir mikilli pressu en Portúgalinn hefur verið gagnrýndur fyrir að halda fast í 3-4-3 leikkerfið sitt. Shearer segir að þessi ósveigjanleiki gæti kostað Amorim starfið hjá United. Um síðustu helgi tapaði United fyrir City, 3-0, í Manchester-slagnum og Shearer segir að þar hafi munurinn á liðunum komið bersýnilega í ljós. „Þetta voru menn gegn börnum. Þeir voru langt á eftir þeim í öllum þáttum leiksins þrátt fyrir að hafa eytt svona miklum pening í sumar. Ég held að þeir geti ekki tapað eins þessa helgi. Ef það gerist hefurðu áhyggjur af framtíð stjórans,“ sagði Shearer. „Hlutirnir verða að lagast fljótt. United getur ekki verið í 14.-16. sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þetta hefur ekki batnað hjá þeim og það getur ekki haldið áfram miðað við það sem þeir eyddu. Það þarf eitthvað til að koma þeim á beinu brautina og ef það gerist ekki fljótlega veistu hvernig þessi þjálfarabransi er.“ Mun ekki breyta Þótt illa hafi gengið hjá United er Shearer viss um að Amorim standi við orð sín um að hann muni ekki skipta um leikkerfi eða kvika út frá sinni hugmyndafræði. „Annað hvort fellur hann á eigið sverð eða nær árangrinum sem hann þarf. Á þessari stundu eru líkurnar honum ekki í hag því fáir af þessum leikmönnum henta kerfinu,“ sagði Shearer. „Amorim veit og trúir og mun annað hvort halda starfinu eða missa það. Þetta er mjög áhugaverð helgi og hann má ekki við öðru tapi eins og um síðustu helgi.“ Amorim hefur stýrt United í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Rauðu djöflarnir hafa aðeins unnið átta þeirra, gert sjö jafntefli og tapað sextán. Leikur United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
United er aðeins með fjögur stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni og féll úr leik fyrir D-deildarliði Grimsby Town í 2. umferð enska deildabikarsins. Amorim er undir mikilli pressu en Portúgalinn hefur verið gagnrýndur fyrir að halda fast í 3-4-3 leikkerfið sitt. Shearer segir að þessi ósveigjanleiki gæti kostað Amorim starfið hjá United. Um síðustu helgi tapaði United fyrir City, 3-0, í Manchester-slagnum og Shearer segir að þar hafi munurinn á liðunum komið bersýnilega í ljós. „Þetta voru menn gegn börnum. Þeir voru langt á eftir þeim í öllum þáttum leiksins þrátt fyrir að hafa eytt svona miklum pening í sumar. Ég held að þeir geti ekki tapað eins þessa helgi. Ef það gerist hefurðu áhyggjur af framtíð stjórans,“ sagði Shearer. „Hlutirnir verða að lagast fljótt. United getur ekki verið í 14.-16. sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þetta hefur ekki batnað hjá þeim og það getur ekki haldið áfram miðað við það sem þeir eyddu. Það þarf eitthvað til að koma þeim á beinu brautina og ef það gerist ekki fljótlega veistu hvernig þessi þjálfarabransi er.“ Mun ekki breyta Þótt illa hafi gengið hjá United er Shearer viss um að Amorim standi við orð sín um að hann muni ekki skipta um leikkerfi eða kvika út frá sinni hugmyndafræði. „Annað hvort fellur hann á eigið sverð eða nær árangrinum sem hann þarf. Á þessari stundu eru líkurnar honum ekki í hag því fáir af þessum leikmönnum henta kerfinu,“ sagði Shearer. „Amorim veit og trúir og mun annað hvort halda starfinu eða missa það. Þetta er mjög áhugaverð helgi og hann má ekki við öðru tapi eins og um síðustu helgi.“ Amorim hefur stýrt United í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Rauðu djöflarnir hafa aðeins unnið átta þeirra, gert sjö jafntefli og tapað sextán. Leikur United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira