Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 10:21 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur stimplað sig inn í stórt hlutverk hjá Angel City eftir komuna til liðsins í sumar, að loknu Evrópumótinu í Sviss. Getty/Maja Hitij Sveindís Jane Jónsdóttir var að vanda aðsópsmikil í sóknarleik Angel City í nótt þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Washington Spirit í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vel vakandi og á tánum, öfugt við það þegar hún fer í bíó. Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman kom gestunum yfir strax á 12. mínútu, eins og sjá má í myndbandi með hápunktum leiksins hér að neðan. Angel City jafnaði metin þegar Sveindís sendi boltann á Gisele Thompson sem gerði vel og gaf svo á hina tvítugu Evelyn Shores sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Heimakonur komust svo yfir snemma í seinni hálfleik með sjálfsmarki Tara McKeown, eftir góða fyrirgjöf frá Riley Tiernan. McKeown teygði sig í boltann sem annars hefði mögulega náð til Sveindísar á fjærstönginni. Croix Bethune jafnaði metin á 71. mínútu. Sveindís virtist svo vera að leggja upp sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok, eftir sprett að endamörkum og sendingu út í teiginn en Macey Hodge skaut yfir úr dauðafæri. Sveindís átti svo sjálf skot rétt yfir markið skömmu síðar en lokatölur urðu sem fyrr segir 2-2. Angel City er nú með 24 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá næsta sæti í úrslitakeppninni nú þegar liðið á fimm leiki eftir. Washington er næstefst með 37 stig. Sofnaði í bíó yfir Jurassic Park Næsti leikur Angel City er við Racing Louisville eftir rúma viku. Ljóst er að Sveindís mun ekki drepa tímann fram að þeim leik með bíóglápi því í skemmtilegu myndbandi á Instagram-síðu félagsins kveðst íslenska landsliðskonan hreinlega aldrei geta haldið sér vakandi yfir kvikmyndum. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) „Ég horfi í rauninni ekkert á bíómyndir því ég sofna bara. Ég fór í bíó fyrir nokkrum dögum að horfa á Jurassic Park og ég sofnaði svo fljótt,“ sagði Sveindís létt á meðan að liðsfélagar hennar viðurkenndu að hafa margoft horft á myndir á borð við Bend It Like Beckham, How To Lose A Guy In 10 Days og A Knight‘s Tale. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Sjá meira
Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman kom gestunum yfir strax á 12. mínútu, eins og sjá má í myndbandi með hápunktum leiksins hér að neðan. Angel City jafnaði metin þegar Sveindís sendi boltann á Gisele Thompson sem gerði vel og gaf svo á hina tvítugu Evelyn Shores sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Heimakonur komust svo yfir snemma í seinni hálfleik með sjálfsmarki Tara McKeown, eftir góða fyrirgjöf frá Riley Tiernan. McKeown teygði sig í boltann sem annars hefði mögulega náð til Sveindísar á fjærstönginni. Croix Bethune jafnaði metin á 71. mínútu. Sveindís virtist svo vera að leggja upp sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok, eftir sprett að endamörkum og sendingu út í teiginn en Macey Hodge skaut yfir úr dauðafæri. Sveindís átti svo sjálf skot rétt yfir markið skömmu síðar en lokatölur urðu sem fyrr segir 2-2. Angel City er nú með 24 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá næsta sæti í úrslitakeppninni nú þegar liðið á fimm leiki eftir. Washington er næstefst með 37 stig. Sofnaði í bíó yfir Jurassic Park Næsti leikur Angel City er við Racing Louisville eftir rúma viku. Ljóst er að Sveindís mun ekki drepa tímann fram að þeim leik með bíóglápi því í skemmtilegu myndbandi á Instagram-síðu félagsins kveðst íslenska landsliðskonan hreinlega aldrei geta haldið sér vakandi yfir kvikmyndum. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) „Ég horfi í rauninni ekkert á bíómyndir því ég sofna bara. Ég fór í bíó fyrir nokkrum dögum að horfa á Jurassic Park og ég sofnaði svo fljótt,“ sagði Sveindís létt á meðan að liðsfélagar hennar viðurkenndu að hafa margoft horft á myndir á borð við Bend It Like Beckham, How To Lose A Guy In 10 Days og A Knight‘s Tale.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Sjá meira