Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 12:05 Sólveig Anna afhenti starfsmanni ráðuneytisins áskorunina í morgun. Efling/Sunna Björg Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ segir í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þar er vísað til haustfundar SVEIT, sem haldinn verður 24. september á Vinnustofu Kjarval í Reykjavík. Þar mun ráðherra kynna og ræða fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Komi á óvart að ráðherra láti nota sig Í tilkynningu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hafi í morgun sent áskorun fyrir hönd félagsins á ráðherra um að falla frá þátttöku sinni á fundinum. „Ég lýsi furðu minni á því að þú skulir kjósa að taka þátt í viðburði á vegum SVEIT sem augljóslega þjónar þeim tilgangi að hvítþvo samtökin og ljá þeim yfirbragð virðuleika. Það kemur mér á óvart að þú viljir láta nota þig og stöðu þína sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands á þennan hátt,“ segi í áskorun Sólveigar Önnu. Efling hafi um margra mánaða skeið varað við „svikamyllu“ sem SVEIT og Virðing standi að, í þeim tilgangi að hafa fé og réttindi af verkafólki í veikri stöðu með blekkingum. Framganga SVEIT hafi enda verið fordæmdur af því sem næst allri hinni íslensku verkalýðshreyfingu. Þá sæti SVEIT og Virðing opinberri rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Því skori formaður Eflingar á ráðherrann Jóhann Pál að draga þátttöku sína í viðburði SVEIT til baka. Ráðherra var á fundi Sólveig Anna hafi ætlað að afhenda ráðherra áskorunina í eigin persónu í morgun, í ráðuneytinu, en ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmaður ráðuneytisins hafi hins vegar tekið við áskoruninni og lofað því að henni yrði komið í hendur ráðherra eins fljótt og auðið yrði. Ráðherra var, eins og flestir ráðherrar, á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stéttarfélög Atvinnurekendur Veitingastaðir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
„Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ segir í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þar er vísað til haustfundar SVEIT, sem haldinn verður 24. september á Vinnustofu Kjarval í Reykjavík. Þar mun ráðherra kynna og ræða fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Komi á óvart að ráðherra láti nota sig Í tilkynningu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hafi í morgun sent áskorun fyrir hönd félagsins á ráðherra um að falla frá þátttöku sinni á fundinum. „Ég lýsi furðu minni á því að þú skulir kjósa að taka þátt í viðburði á vegum SVEIT sem augljóslega þjónar þeim tilgangi að hvítþvo samtökin og ljá þeim yfirbragð virðuleika. Það kemur mér á óvart að þú viljir láta nota þig og stöðu þína sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands á þennan hátt,“ segi í áskorun Sólveigar Önnu. Efling hafi um margra mánaða skeið varað við „svikamyllu“ sem SVEIT og Virðing standi að, í þeim tilgangi að hafa fé og réttindi af verkafólki í veikri stöðu með blekkingum. Framganga SVEIT hafi enda verið fordæmdur af því sem næst allri hinni íslensku verkalýðshreyfingu. Þá sæti SVEIT og Virðing opinberri rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Því skori formaður Eflingar á ráðherrann Jóhann Pál að draga þátttöku sína í viðburði SVEIT til baka. Ráðherra var á fundi Sólveig Anna hafi ætlað að afhenda ráðherra áskorunina í eigin persónu í morgun, í ráðuneytinu, en ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmaður ráðuneytisins hafi hins vegar tekið við áskoruninni og lofað því að henni yrði komið í hendur ráðherra eins fljótt og auðið yrði. Ráðherra var, eins og flestir ráðherrar, á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Stéttarfélög Atvinnurekendur Veitingastaðir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira