Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 12:05 Sólveig Anna afhenti starfsmanni ráðuneytisins áskorunina í morgun. Efling/Sunna Björg Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ segir í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þar er vísað til haustfundar SVEIT, sem haldinn verður 24. september á Vinnustofu Kjarval í Reykjavík. Þar mun ráðherra kynna og ræða fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Komi á óvart að ráðherra láti nota sig Í tilkynningu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hafi í morgun sent áskorun fyrir hönd félagsins á ráðherra um að falla frá þátttöku sinni á fundinum. „Ég lýsi furðu minni á því að þú skulir kjósa að taka þátt í viðburði á vegum SVEIT sem augljóslega þjónar þeim tilgangi að hvítþvo samtökin og ljá þeim yfirbragð virðuleika. Það kemur mér á óvart að þú viljir láta nota þig og stöðu þína sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands á þennan hátt,“ segi í áskorun Sólveigar Önnu. Efling hafi um margra mánaða skeið varað við „svikamyllu“ sem SVEIT og Virðing standi að, í þeim tilgangi að hafa fé og réttindi af verkafólki í veikri stöðu með blekkingum. Framganga SVEIT hafi enda verið fordæmdur af því sem næst allri hinni íslensku verkalýðshreyfingu. Þá sæti SVEIT og Virðing opinberri rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Því skori formaður Eflingar á ráðherrann Jóhann Pál að draga þátttöku sína í viðburði SVEIT til baka. Ráðherra var á fundi Sólveig Anna hafi ætlað að afhenda ráðherra áskorunina í eigin persónu í morgun, í ráðuneytinu, en ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmaður ráðuneytisins hafi hins vegar tekið við áskoruninni og lofað því að henni yrði komið í hendur ráðherra eins fljótt og auðið yrði. Ráðherra var, eins og flestir ráðherrar, á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stéttarfélög Atvinnurekendur Veitingastaðir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
„Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ segir í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þar er vísað til haustfundar SVEIT, sem haldinn verður 24. september á Vinnustofu Kjarval í Reykjavík. Þar mun ráðherra kynna og ræða fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Komi á óvart að ráðherra láti nota sig Í tilkynningu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hafi í morgun sent áskorun fyrir hönd félagsins á ráðherra um að falla frá þátttöku sinni á fundinum. „Ég lýsi furðu minni á því að þú skulir kjósa að taka þátt í viðburði á vegum SVEIT sem augljóslega þjónar þeim tilgangi að hvítþvo samtökin og ljá þeim yfirbragð virðuleika. Það kemur mér á óvart að þú viljir láta nota þig og stöðu þína sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands á þennan hátt,“ segi í áskorun Sólveigar Önnu. Efling hafi um margra mánaða skeið varað við „svikamyllu“ sem SVEIT og Virðing standi að, í þeim tilgangi að hafa fé og réttindi af verkafólki í veikri stöðu með blekkingum. Framganga SVEIT hafi enda verið fordæmdur af því sem næst allri hinni íslensku verkalýðshreyfingu. Þá sæti SVEIT og Virðing opinberri rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Því skori formaður Eflingar á ráðherrann Jóhann Pál að draga þátttöku sína í viðburði SVEIT til baka. Ráðherra var á fundi Sólveig Anna hafi ætlað að afhenda ráðherra áskorunina í eigin persónu í morgun, í ráðuneytinu, en ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmaður ráðuneytisins hafi hins vegar tekið við áskoruninni og lofað því að henni yrði komið í hendur ráðherra eins fljótt og auðið yrði. Ráðherra var, eins og flestir ráðherrar, á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Stéttarfélög Atvinnurekendur Veitingastaðir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira