Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 14:08 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ. Mikið hefur verið fjallað um deilur Eflingar og Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, undanfarna mánuði. Efling hefur sakað SVEIT um að standa að stéttarfélaginu Virðingu, sem sé gervistéttarfélag ætlað til að fóðra vasa veitingamanna á kostnað launþega. Telja mætingu ráðherra furðulega Nýjasti kafli deilunnar er útspil Sólveigar Önnu í morgun þegar hún gerði sér ferð í orku-, umhverfis-, og loftslagsráðuneytið í þeim erindagjörðum að afhenda ráðherra áskorun um að mæta ekki á fund SVEIT. Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra hefur boðað komu sína á haustfund SVEIT. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ sagði í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þakkar Sólveigu Önnu fyrir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samskiptum við Vísi að hann hvetji alla og Sólveigu Önnu líka til þess að mæta á haustfundinn á miðvikudaginn og þakki henni fyrir að vekja athygli á honum. „Haustfundurinn er einmitt hugsaður til þess kynna starfsemi samtakana sem eru ekki stéttarfélag og standa ekki að baki stéttarfélaginu Virðingu.“ Hlutverk ráðherrans á fundinum sé að koma og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum en í þeim felist meðal annars að færa Heilbrigðiseftirlit landsins öll undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Þar séu samtökin einmitt að leiða saman ráðherra, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og veitingafólk, sem bæði hafi góða og slæma reynslu af kerfinu eins og það er og kalla fram málefnalega umræðu á opinberum vettvangi. Vonast sé til þess að færa starfsumhverfi bæði veitingamanna og eftirlitsaðila á betri og skilvirkari stað. Þannig megi spara opinberum aðilum og félagsfólki SVEIT óþarfa tíma og fjárútlát. Nær ekki í nokkurn mann hjá Virðingu Einar segir að varðandi erindi Sólveigar Önnu verði hann að ítreka að SVEIT séu ekki aðila að samningum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu. Þannig séu samtökin ekki í neinu samtali við Eflingu og ekki aðilar að neinum samningum við Eflingu. „Stéttarfélagið Virðing var ekki stofnað af SVEIT og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst.“ Veitingastaðir Atvinnurekendur Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um deilur Eflingar og Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, undanfarna mánuði. Efling hefur sakað SVEIT um að standa að stéttarfélaginu Virðingu, sem sé gervistéttarfélag ætlað til að fóðra vasa veitingamanna á kostnað launþega. Telja mætingu ráðherra furðulega Nýjasti kafli deilunnar er útspil Sólveigar Önnu í morgun þegar hún gerði sér ferð í orku-, umhverfis-, og loftslagsráðuneytið í þeim erindagjörðum að afhenda ráðherra áskorun um að mæta ekki á fund SVEIT. Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra hefur boðað komu sína á haustfund SVEIT. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ sagði í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þakkar Sólveigu Önnu fyrir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samskiptum við Vísi að hann hvetji alla og Sólveigu Önnu líka til þess að mæta á haustfundinn á miðvikudaginn og þakki henni fyrir að vekja athygli á honum. „Haustfundurinn er einmitt hugsaður til þess kynna starfsemi samtakana sem eru ekki stéttarfélag og standa ekki að baki stéttarfélaginu Virðingu.“ Hlutverk ráðherrans á fundinum sé að koma og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum en í þeim felist meðal annars að færa Heilbrigðiseftirlit landsins öll undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Þar séu samtökin einmitt að leiða saman ráðherra, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og veitingafólk, sem bæði hafi góða og slæma reynslu af kerfinu eins og það er og kalla fram málefnalega umræðu á opinberum vettvangi. Vonast sé til þess að færa starfsumhverfi bæði veitingamanna og eftirlitsaðila á betri og skilvirkari stað. Þannig megi spara opinberum aðilum og félagsfólki SVEIT óþarfa tíma og fjárútlát. Nær ekki í nokkurn mann hjá Virðingu Einar segir að varðandi erindi Sólveigar Önnu verði hann að ítreka að SVEIT séu ekki aðila að samningum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu. Þannig séu samtökin ekki í neinu samtali við Eflingu og ekki aðilar að neinum samningum við Eflingu. „Stéttarfélagið Virðing var ekki stofnað af SVEIT og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst.“
Veitingastaðir Atvinnurekendur Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira