Enski boltinn

Fram­lengir um fimm ár og snýr aftur á morgun

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jörgen Strand Larsen átti frábært fyrsta tímabil með Úlfunum. 
Jörgen Strand Larsen átti frábært fyrsta tímabil með Úlfunum.  Wolverhampton Wanderers FC/Wolves via Getty Images

Norðmaðurinn Jörgen Strand Larsen hefur framlengt samning sinn við Wolverhampton Wanderers um fimm ár og verður klár í slaginn þegar liðið mætir Leeds á morgun.

Strand Larsen var eftirsóttur í sumar af Newcastle, sem bauð þrisvar í hann og mest um 55 milljónum punda en var hafnað. Newcastle sótti á endanum Yoane Wissa, sem er nú meiddur og verður frá næsta mánuðinn. 

„Ég hef verið ótrúlega ánægður hér hjá Wolves“ sagði Strand Larsen eftir að hafa krotað undir samning til 2030.

Hann gekk til liðs við Wolves á síðasta ári og átti besta fyrsta tímabil framherja í sögu félagsins, með fjórtán mörk skoruð. og sérstaklega heillandi seinni hluta tímabils, þar sem hann varð fyrsti Úlfurinn til að skora í fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Mörkin fimm í þeim fjórum leikjum, gegn Southampton, West Ham og Ipswich, hjálpuðu mikið við að halda Úlfunum uppi á síðasta tímabili.

Strand Larsen hefur misst af síðustu tveimur leikjum með Wolves og tveimur landsleikjum með Noregi en mætir aftur í leikmannahópinn á morgun þegar Leeds kemur í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×