„Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2025 12:03 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri. Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum. Í viðtali við Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs hjá lögreglu, kemur fram að búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni og ekki hafi legið fyrir sterkur grunur sem er grundvöllur fyrir því að sakborningur sé í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Segir skilyrði gæsluvarðhalds vel skilgreind í íslenskum lögum Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, segir ákveðin lagaleg skilyrði þurfa að liggja fyrir til að frelsissvipta fólk, ekki sé nóg að gögn séu til staðar sem bendi til að viðkomandi brjóti af sér. „Það er ekki nóg heldur þarf líka að vera hætta á að það trufli rannsóknina ef viðkomandi er laus, til dæmis að hann tali við vitni, feli sönnunargögn, flýi úr landi, haldi áfram að brjóta af sér eða sjónarmið að það sé verið að vernda samfélagið. Að samfélaginu stafi hætta af því að viðkomandi sé laus,“ sagði Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. Hún nefnir sem dæmi mál tengd skipulagðri glæpastarfsemi þar sem menn hafa setið í gæsluvarðahaldi vikum saman vegna hættu á að rannsóknarhagmunir spillist. „Í ljósi þess hversu alvarlegt brot þetta er sem þessi einstaklingur er grunaður um þá er skiljanlegt í mínum huga að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus. Þetta er skilgreint í íslenskum lögum hvað þarf að liggja fyrir og lögreglan hefur greinilega ekki talið sig uppfylla þessi skilyrði.“ „Þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlegra“ Margrét segir hámarksrefsingu í íslenskum lögum fyrir brot sem þetta sé 16 ár og því eðlilegt að fólki finnist skrýtið að hinn grunaði gangi laus. „Ég man ekki eftir samskonar máli. Þetta er akkúrat svona mál sem ég held að veki einna mestan ótta hjá flestum foreldrum. Þarna er barnið öruggt inn á sínu heimiili og það er brotist inn á það og þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlega.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum. Í viðtali við Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs hjá lögreglu, kemur fram að búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni og ekki hafi legið fyrir sterkur grunur sem er grundvöllur fyrir því að sakborningur sé í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Segir skilyrði gæsluvarðhalds vel skilgreind í íslenskum lögum Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, segir ákveðin lagaleg skilyrði þurfa að liggja fyrir til að frelsissvipta fólk, ekki sé nóg að gögn séu til staðar sem bendi til að viðkomandi brjóti af sér. „Það er ekki nóg heldur þarf líka að vera hætta á að það trufli rannsóknina ef viðkomandi er laus, til dæmis að hann tali við vitni, feli sönnunargögn, flýi úr landi, haldi áfram að brjóta af sér eða sjónarmið að það sé verið að vernda samfélagið. Að samfélaginu stafi hætta af því að viðkomandi sé laus,“ sagði Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. Hún nefnir sem dæmi mál tengd skipulagðri glæpastarfsemi þar sem menn hafa setið í gæsluvarðahaldi vikum saman vegna hættu á að rannsóknarhagmunir spillist. „Í ljósi þess hversu alvarlegt brot þetta er sem þessi einstaklingur er grunaður um þá er skiljanlegt í mínum huga að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus. Þetta er skilgreint í íslenskum lögum hvað þarf að liggja fyrir og lögreglan hefur greinilega ekki talið sig uppfylla þessi skilyrði.“ „Þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlegra“ Margrét segir hámarksrefsingu í íslenskum lögum fyrir brot sem þetta sé 16 ár og því eðlilegt að fólki finnist skrýtið að hinn grunaði gangi laus. „Ég man ekki eftir samskonar máli. Þetta er akkúrat svona mál sem ég held að veki einna mestan ótta hjá flestum foreldrum. Þarna er barnið öruggt inn á sínu heimiili og það er brotist inn á það og þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlega.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira