Píratar taka upp formannsembætti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. september 2025 19:55 Alexandra Briem er borgarfulltrúi Pírata og situr í framkvæmdastjórn flokksins. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði fram krafta sína sem formaður eða varaformaður flokksins á næsta aðalfundi. Vísir/Ívar Fannar Píratar samþykktu á aðalfundi flokksins í dag að taka upp bæði formanns- og varaformannsembætti. Meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir að tillagan felist í að skilgreina ákveðið vald og ákveðna ábyrgð, sem annars eigi til með að lenda óformlega annars staðar. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í framkvæmdastjórn, segir að um sé að ræða stærstu breytingu á skipulagi Pírata frá stofnun flokksins 2012, sem hefur verið formannslaus frá upphafi. „Ég held það sé mikilvægt að hafa ákveðið umboð með skýrum ákvæðum. Annars getur fólk sem er kannski sterkir persónuleikar sankað að sér áhrifum án þess að þau séu sérstaklega skilgreind,“ segir hún. „Við erum ennþá grasrótarflokkur, en grasrótin getur haft tækifæri til að fela ákveðið traust í einhverjum til að hafa frumkvæði, og til að bera ábyrgð.“ Formannsleysið hafi skapað önnur vandamál Alexandra segir að Píratar hafi ekki viljað hafa formann öll þessi ár til að aðgreina sig frá hinum hefðbundna flokkastrúktúr, til að leggja áherslu á að Píratar snerust um stefnu en ekki einstaklinga. „En reynslan hefur sýnt að með því að vera of tortryggin á þetta uppgötvuðum við önnur vandamál í staðinn.“ „Þetta verður kannski ekki eins og formaður í öðrum flokkum, það verður ekki æðsti prestur sem getur rekið fólk eftir geðþótta. En það verður einhver sem mun hafa þetta hlutverk, mun leiða flokkinn ef við skyldum taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum til dæmis.“ „Þetta þýðir bara að við vitum hver hefur umboðið, og það er hægt að fjarlægja það ef einhver stendur ekki undir því. Það er hægt að lýsa yfir vantrausti ef svo ber undir.“ Annar aðalfundur á næstu mánuðum Alexandra segir að lagabreytingin hafi verið sú umdeildasta af þeim sem samþykktar voru á fundinum, en hún hafi þó verið samþykkt með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Aukaaðalfundur muni fara fram eftir einn eða tvo mánuði, þar sem kosið verður í embættin og aðrar stjórnir flokksins. Íhugar þú framboð í formann eða varaformann? „Ég er núna í framkvæmdastjórn, og það er ekkert ósennilegt að ég vilji áfram vera í stjórn. En ég þarf aðeins að hugsa hvort ég vilji gefa kost á mér sem formaður eða varaformaður.“ „Eins og ég segi, ég hef alveg áhuga á þessu, en það er alls konar sem gæti haft áhrif.“ Píratar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í framkvæmdastjórn, segir að um sé að ræða stærstu breytingu á skipulagi Pírata frá stofnun flokksins 2012, sem hefur verið formannslaus frá upphafi. „Ég held það sé mikilvægt að hafa ákveðið umboð með skýrum ákvæðum. Annars getur fólk sem er kannski sterkir persónuleikar sankað að sér áhrifum án þess að þau séu sérstaklega skilgreind,“ segir hún. „Við erum ennþá grasrótarflokkur, en grasrótin getur haft tækifæri til að fela ákveðið traust í einhverjum til að hafa frumkvæði, og til að bera ábyrgð.“ Formannsleysið hafi skapað önnur vandamál Alexandra segir að Píratar hafi ekki viljað hafa formann öll þessi ár til að aðgreina sig frá hinum hefðbundna flokkastrúktúr, til að leggja áherslu á að Píratar snerust um stefnu en ekki einstaklinga. „En reynslan hefur sýnt að með því að vera of tortryggin á þetta uppgötvuðum við önnur vandamál í staðinn.“ „Þetta verður kannski ekki eins og formaður í öðrum flokkum, það verður ekki æðsti prestur sem getur rekið fólk eftir geðþótta. En það verður einhver sem mun hafa þetta hlutverk, mun leiða flokkinn ef við skyldum taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum til dæmis.“ „Þetta þýðir bara að við vitum hver hefur umboðið, og það er hægt að fjarlægja það ef einhver stendur ekki undir því. Það er hægt að lýsa yfir vantrausti ef svo ber undir.“ Annar aðalfundur á næstu mánuðum Alexandra segir að lagabreytingin hafi verið sú umdeildasta af þeim sem samþykktar voru á fundinum, en hún hafi þó verið samþykkt með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Aukaaðalfundur muni fara fram eftir einn eða tvo mánuði, þar sem kosið verður í embættin og aðrar stjórnir flokksins. Íhugar þú framboð í formann eða varaformann? „Ég er núna í framkvæmdastjórn, og það er ekkert ósennilegt að ég vilji áfram vera í stjórn. En ég þarf aðeins að hugsa hvort ég vilji gefa kost á mér sem formaður eða varaformaður.“ „Eins og ég segi, ég hef alveg áhuga á þessu, en það er alls konar sem gæti haft áhrif.“
Píratar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira