Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. september 2025 07:17 Optus er annað af tveimur stærstu fjarskipafyrirtækjum Ástralíu. Getty Fjarskiptafyrirtækið Optus í Ástralíu sætir harðri gagnrýni eftir bilun sem varð til þess að hundruð einstaklinga gátu ekki hringt í neyðarlínuna í margar klukkustundir. Bilunin er talin hafa valdið fjórum dauðsföllum. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem bilun af þessu tagi kemur upp hjá fyrirtækinu, þar sem fólk nær ekki sambandi við neyðarlínuna. Optus sætir nú rannsókn af hálfu eftirlitsaðila vegna málsins og kallað hefur verið eftir afsögn forstjórans. Optus er annað af tveimur stærstu fjarskiptafyrirtækjum Ástralíu. Bilunin átti sér stað í síðustu viku og varð til þess að um 600 manns gátu ekki náð sambandi við neyðarlínuna, á þrettán klukkustunda tímabili. Almenningi var hins vegar ekki gert viðvart um bilunina né stjórnvöldu, fyrr en eftir að búið var að laga hana. Stephen Rue, forstjóri Optus, viðurkenndi að fyrirtækið hefði ekki vitað af biluninni í nokkrar klukkustundir, þrátt fyrir að fjöldi notenda hefði reynt að láta vita. Athugasemdirnar hefðu ekki verið höndlaðar eins og vera bar. Hét hann því að gripið yrði til aðgerða til að tryggja að þetta gerðist ekki aftur en það vekur athygli að þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem bilun hjá fyrirtækinu verður til þess að fólk nær ekki sambandi við neyðarlínuna. Það atvik átti sér stað árið 2023 og varð til þess að 2.145 símtöl í neyðarlínuna voru ekki tengd. Fyrirtækið var í kjölfarið sektað um tæpan milljarð króna, meðal annars fyrir að athuga ekki með 369 viðskiptavini eftir á. Fjarskiptamálaráðherrann Anika Wells sagði í morgun að fjarskiptafyrirtækin hefðu enga afsökun hvað varðaði aðgengi fólks að neyðarlínunni. Hún hefði rætt við Rue, sem ætti að segja af sér. Atvikið myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Optus. Ástralía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Bilunin er talin hafa valdið fjórum dauðsföllum. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem bilun af þessu tagi kemur upp hjá fyrirtækinu, þar sem fólk nær ekki sambandi við neyðarlínuna. Optus sætir nú rannsókn af hálfu eftirlitsaðila vegna málsins og kallað hefur verið eftir afsögn forstjórans. Optus er annað af tveimur stærstu fjarskiptafyrirtækjum Ástralíu. Bilunin átti sér stað í síðustu viku og varð til þess að um 600 manns gátu ekki náð sambandi við neyðarlínuna, á þrettán klukkustunda tímabili. Almenningi var hins vegar ekki gert viðvart um bilunina né stjórnvöldu, fyrr en eftir að búið var að laga hana. Stephen Rue, forstjóri Optus, viðurkenndi að fyrirtækið hefði ekki vitað af biluninni í nokkrar klukkustundir, þrátt fyrir að fjöldi notenda hefði reynt að láta vita. Athugasemdirnar hefðu ekki verið höndlaðar eins og vera bar. Hét hann því að gripið yrði til aðgerða til að tryggja að þetta gerðist ekki aftur en það vekur athygli að þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem bilun hjá fyrirtækinu verður til þess að fólk nær ekki sambandi við neyðarlínuna. Það atvik átti sér stað árið 2023 og varð til þess að 2.145 símtöl í neyðarlínuna voru ekki tengd. Fyrirtækið var í kjölfarið sektað um tæpan milljarð króna, meðal annars fyrir að athuga ekki með 369 viðskiptavini eftir á. Fjarskiptamálaráðherrann Anika Wells sagði í morgun að fjarskiptafyrirtækin hefðu enga afsökun hvað varðaði aðgengi fólks að neyðarlínunni. Hún hefði rætt við Rue, sem ætti að segja af sér. Atvikið myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Optus.
Ástralía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira