„Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar 22. september 2025 09:00 Það er engum blöðum um það að fletta að það eru neikvæð áhrif af því að reisa himinháar vindtúrbínur á hæsta fjalli við Gilsfjörð þar sem þær munu gnæfa yfir Breiðafjörð. En framkvæmdaraðilinn, EM orka, vill ekki meina það. Í yfir 500 blaðsíðna umhverfismati, framkvæmt af EM orku, er gert lítið úr öllum neikvæðu áhrifunum en um leið er stórfelldum jákvæðum áhrifum á samfélagið lofað. Ég mun skoða neikvæðu áhrifin síðar en hérna langar mig til að rýna betur í hver þessi jákvæðu loforð eru sem eiga að réttlæta umhverfisspjöllin og hver eigi að standa við þau. Fyrst ber að nefna 200 störf við uppbyggingu vindorkuversins og öll sú þjónusta sem keypt verður af heimamönnum. Ekki efast ég um að það þurfi margar hendur til að reisa 21 vindtúrbínu uppi í óbyggðum. Það þarf tugi manna á risastórum vinnuvélum til að byggja breiðan veg upp á fjall og fletja út svæði sem nemur 20 hekturum, svo ekki sé talað um flutning og samsetningu á þessum risum. En meira að segja framkvæmdaraðilinn viðurkennir að meginþorri þessara starfa verður unninn af innfluttum vinnuflokkum, sérhæfðum í uppsetningu á vindtúrbínum. Vinnuflokkarnir munu búa í aðfluttum vinnubúðum og það er ansi ólíklegt að matur og annar kostur verður verslaður í Búðinni á Reykhólum. Jú, sjálfsagt munu sumir fara í sund á Hólmavík og fá sér pizzu á Riis en allir vita að flest það sem þeir þurfa verður flutt beint úr bænum. Eða hvað? Kannski verða allir með ámoksturtæki á dráttarvélunum sínum ráðnir, allur kostur keyptur í Búðinni á Reykhólum og öll þjónusta keypt úr nærsveitum. Ólíklegt, en kannski ekki útilokað. En ég get með vissu fullyrt að EM orka mun ekki ráða þetta fólk né kaupa þessa þjónustu því uppsetningin verður á vegum framleiðandans, Vestas, sem hefur engin loforð gefið, og mun bókað fara ódýrustu leiðina til verksins. EM orka hefur líka lofað 18 varanlegum störfum skipuðu fólki sem verður búsett á svæðinu til að sinna viðhaldi.Aftur ætlar EM orka ekki að standa við þetta sjálf, heldur er þetta loforð líka veitt upp í ermina á Vestas sem mun sjá um rekstur og viðhald. Einhverjum kynni nú að þykja það grunsamlegt að það þurfi næstum því heilan starfsmann í fullt starf til að halda hverri vindmyllu gangandi. Black Law Wind Farm í Skotlandi er einungis með 7 svæðisbundna starfsmenn þrátt fyrir að vera með 54 myllur og Cedar Point Wind Farm í Colorado með 139 vindmyllur eru einungis með 12 staðbundna starfsmenn eða 0,086 starfsmann fyrir hverja myllu, ekki 0,86.Í viðtali um viðhald segir annar vindmylluframleiðandi að allar þeirra vindmyllur þurfi bara viðhald einu sinni á ári. Fyrir þetta þurfi staðbundinn vinnuflokk fyrir stærri verkefni, en fyrir minni vindmyllugarða sé teymi sem komi bara öðru hvoru. Þetta vekur vangaveltur hjá mörgum. Ætlar Vestas að sinna viðhaldi 10 sinnum betur en annarstaðar eða eru þetta kannski bara innantóm loforð? Að lokum er það mútu…, ég meina samfélagssjóðurinn.Það er sjóður sem EM orka ætlar að stofna og borga ca 18 milljónir í á ári eftir því hver gróðinn verður af rekstrinum. Sjóðurinn verður reyndar bara fyrir sveitarfélagið sem fer með skipulagsvaldið fyrir orkuverið, þó svo að það sé staðsett á mótum þriggja sveitarfélaga. Enn og aftur er óvíst að eigendur EM orku muni vera sá aðili sem þarf að standa við þetta loforð því þeir hafa lýst því yfir að þeir vilji helst selja sig úr verkefninu þegar það er komið af stað.Þetta er því enn eitt loforðið sem er auðvelt að gefa þegar það eru aðrir sem þurfa að standa við það. Og það verður auðvelt að réttlæta að skrúfa fyrir framlög í sjóðinn. Því eins og við þekkjum með álverin og fleiri erlendar fjárfestingar þá er því stýrt mjög vel að enginn arður verði í íslenska félaginu. Það er gert með lánum frá erlenda móðurfélaginu sem fær allan arðinn til sín í formi vaxtagreiðslna. Þannig gæti samfélagssjóðurinn þurrkast upp örfáum árum eftir gangsetningu og Reykhólahreppur setið eftir með ekkert nema brotin loforð og Breiðafjörð sem verður aldrei samur. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti meðal annars um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er engum blöðum um það að fletta að það eru neikvæð áhrif af því að reisa himinháar vindtúrbínur á hæsta fjalli við Gilsfjörð þar sem þær munu gnæfa yfir Breiðafjörð. En framkvæmdaraðilinn, EM orka, vill ekki meina það. Í yfir 500 blaðsíðna umhverfismati, framkvæmt af EM orku, er gert lítið úr öllum neikvæðu áhrifunum en um leið er stórfelldum jákvæðum áhrifum á samfélagið lofað. Ég mun skoða neikvæðu áhrifin síðar en hérna langar mig til að rýna betur í hver þessi jákvæðu loforð eru sem eiga að réttlæta umhverfisspjöllin og hver eigi að standa við þau. Fyrst ber að nefna 200 störf við uppbyggingu vindorkuversins og öll sú þjónusta sem keypt verður af heimamönnum. Ekki efast ég um að það þurfi margar hendur til að reisa 21 vindtúrbínu uppi í óbyggðum. Það þarf tugi manna á risastórum vinnuvélum til að byggja breiðan veg upp á fjall og fletja út svæði sem nemur 20 hekturum, svo ekki sé talað um flutning og samsetningu á þessum risum. En meira að segja framkvæmdaraðilinn viðurkennir að meginþorri þessara starfa verður unninn af innfluttum vinnuflokkum, sérhæfðum í uppsetningu á vindtúrbínum. Vinnuflokkarnir munu búa í aðfluttum vinnubúðum og það er ansi ólíklegt að matur og annar kostur verður verslaður í Búðinni á Reykhólum. Jú, sjálfsagt munu sumir fara í sund á Hólmavík og fá sér pizzu á Riis en allir vita að flest það sem þeir þurfa verður flutt beint úr bænum. Eða hvað? Kannski verða allir með ámoksturtæki á dráttarvélunum sínum ráðnir, allur kostur keyptur í Búðinni á Reykhólum og öll þjónusta keypt úr nærsveitum. Ólíklegt, en kannski ekki útilokað. En ég get með vissu fullyrt að EM orka mun ekki ráða þetta fólk né kaupa þessa þjónustu því uppsetningin verður á vegum framleiðandans, Vestas, sem hefur engin loforð gefið, og mun bókað fara ódýrustu leiðina til verksins. EM orka hefur líka lofað 18 varanlegum störfum skipuðu fólki sem verður búsett á svæðinu til að sinna viðhaldi.Aftur ætlar EM orka ekki að standa við þetta sjálf, heldur er þetta loforð líka veitt upp í ermina á Vestas sem mun sjá um rekstur og viðhald. Einhverjum kynni nú að þykja það grunsamlegt að það þurfi næstum því heilan starfsmann í fullt starf til að halda hverri vindmyllu gangandi. Black Law Wind Farm í Skotlandi er einungis með 7 svæðisbundna starfsmenn þrátt fyrir að vera með 54 myllur og Cedar Point Wind Farm í Colorado með 139 vindmyllur eru einungis með 12 staðbundna starfsmenn eða 0,086 starfsmann fyrir hverja myllu, ekki 0,86.Í viðtali um viðhald segir annar vindmylluframleiðandi að allar þeirra vindmyllur þurfi bara viðhald einu sinni á ári. Fyrir þetta þurfi staðbundinn vinnuflokk fyrir stærri verkefni, en fyrir minni vindmyllugarða sé teymi sem komi bara öðru hvoru. Þetta vekur vangaveltur hjá mörgum. Ætlar Vestas að sinna viðhaldi 10 sinnum betur en annarstaðar eða eru þetta kannski bara innantóm loforð? Að lokum er það mútu…, ég meina samfélagssjóðurinn.Það er sjóður sem EM orka ætlar að stofna og borga ca 18 milljónir í á ári eftir því hver gróðinn verður af rekstrinum. Sjóðurinn verður reyndar bara fyrir sveitarfélagið sem fer með skipulagsvaldið fyrir orkuverið, þó svo að það sé staðsett á mótum þriggja sveitarfélaga. Enn og aftur er óvíst að eigendur EM orku muni vera sá aðili sem þarf að standa við þetta loforð því þeir hafa lýst því yfir að þeir vilji helst selja sig úr verkefninu þegar það er komið af stað.Þetta er því enn eitt loforðið sem er auðvelt að gefa þegar það eru aðrir sem þurfa að standa við það. Og það verður auðvelt að réttlæta að skrúfa fyrir framlög í sjóðinn. Því eins og við þekkjum með álverin og fleiri erlendar fjárfestingar þá er því stýrt mjög vel að enginn arður verði í íslenska félaginu. Það er gert með lánum frá erlenda móðurfélaginu sem fær allan arðinn til sín í formi vaxtagreiðslna. Þannig gæti samfélagssjóðurinn þurrkast upp örfáum árum eftir gangsetningu og Reykhólahreppur setið eftir með ekkert nema brotin loforð og Breiðafjörð sem verður aldrei samur. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti meðal annars um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun