Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 06:00 Íbúar í fjölbýlishúsinu að Fossvegi hafa áhyggjur af endurteknum eldsvoðum. Vísir/Vilhelm Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. „Ég er 68 ára og konan mín er 73 ára. Hún á erfitt með gang og er með göngugrind. Við búum á þriðju hæð og þú getur rétt ímyndað þér hvað við erum hrædd,“ segir Kjartan Már Niemenen íbúi að Fossvegi 10. Þar hefur kviknað eldur í þrígang undanfarna viku. Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hinsvegar í ruslageymslunni og síðan aftur í hádeginu í dag, mánudag. Að sögn Kjartans var ekki um lítinn eld að ræða. Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í í þrígang síðustu viku. Já.is Enginn smávegis eldur „Hér í þessu húsi eru tuttugu og tvær íbúðir. Þau ræddu það að þau myndu setja á vakt við húsið, þetta er allt yndislegt fólk og slökkviliðsmönnunum var öllum brugðið að þurfa að koma hingað aftur,“ segir Kjartan sem segist ekki geta ímyndað sér um að hreina tilviljun sé að ræða, þarna hljóti að vera á ferðinni íkveikja. „Þetta getur ekki verið neitt annað en meðvitað og þetta er enginn smávegis eldur. Að hugsa sér að gera þetta, þetta getur orðið að fjöldamorði. Þetta eru ekki neinir krakkar, þetta er ekki eins og þegar maður var lítill að fikta með eldspýtur. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Kjartan. Hann segist hafa látið slökkviliðið sérstaklega vita af þeim hjónum, svo óttaslegin séu þau um að eldur muni koma upp aftur í húsinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar. Hann segir það litið alvarlegum augum þegar slíkt komi aftur og aftur upp í fjölbýlishúsi. Grunur sé að um íkveikju sé að ræða. Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Ég er 68 ára og konan mín er 73 ára. Hún á erfitt með gang og er með göngugrind. Við búum á þriðju hæð og þú getur rétt ímyndað þér hvað við erum hrædd,“ segir Kjartan Már Niemenen íbúi að Fossvegi 10. Þar hefur kviknað eldur í þrígang undanfarna viku. Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hinsvegar í ruslageymslunni og síðan aftur í hádeginu í dag, mánudag. Að sögn Kjartans var ekki um lítinn eld að ræða. Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í í þrígang síðustu viku. Já.is Enginn smávegis eldur „Hér í þessu húsi eru tuttugu og tvær íbúðir. Þau ræddu það að þau myndu setja á vakt við húsið, þetta er allt yndislegt fólk og slökkviliðsmönnunum var öllum brugðið að þurfa að koma hingað aftur,“ segir Kjartan sem segist ekki geta ímyndað sér um að hreina tilviljun sé að ræða, þarna hljóti að vera á ferðinni íkveikja. „Þetta getur ekki verið neitt annað en meðvitað og þetta er enginn smávegis eldur. Að hugsa sér að gera þetta, þetta getur orðið að fjöldamorði. Þetta eru ekki neinir krakkar, þetta er ekki eins og þegar maður var lítill að fikta með eldspýtur. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Kjartan. Hann segist hafa látið slökkviliðið sérstaklega vita af þeim hjónum, svo óttaslegin séu þau um að eldur muni koma upp aftur í húsinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar. Hann segir það litið alvarlegum augum þegar slíkt komi aftur og aftur upp í fjölbýlishúsi. Grunur sé að um íkveikju sé að ræða.
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda