Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 10:00 Framtíðarleikmenn stórvelda? Mohamed Dabone (t.v.) er enn 13 ára en búinn að spila æfingaleik með Barcelona. Moussa Balla Traoré (t.h.) er 11 ára og kominn í U14-lið Real Madrid. Samsett/Getty/Real Madrid Á meðan að erkifjendurnir í Barcelona undirbúa að koma hinum 13 ára gamla og 210 sentímetra Mohamed Dabone inn í sitt lið hefur Real Madrid nú fengið 11 ára strák sem virðist ekki heldur nein smásmíði. Dabone hefur þegar fengið að spreyta sig í æfingaleik með aðalliði Barcelona og samkvæmt spænskum miðlum vinna Börsungar nú að því að fá leyfi fyrir því að hann spili í efstu deild Spánar og Euroleague. Dabone kom til Barcelona frá Búrkína Fasó árið 2022 og verður 14 í næsta mánuði en samkvæmt spænskum lögum þurfa krakkar að hafa náð 16 ára aldri til að mega vinna. Joan Penarroya, þjálfari Barcelona, mun hafa íhugað að láta Dabone spila strax á síðustu leiktíð en samkvæmt Cadena SER strandaði það á leyfismálum sem nú er í vinnslu að klára. Nú gæti svo annar ungur strákur farið að vekja athygli, eftir að Real fékk hinn 11 ára Moussa Balla Traoré. ¡SOLO TIENE 11 AÑOS! 🤯🏀 Moussa Balla Traore nació el 24 de octubre de 2013 en Mali y recientemente fichó por la cantera de Real Madrid Baloncesto.👉 Jugará el Infantil A con el Merengue. pic.twitter.com/nKSKwN39lO— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) September 22, 2025 Myndin af honum á heimasíðu Real hefur að minnsta kosti strax vakið mikla athygli þar sem netverjum þykir hann hafa ansi mikla líkamlega burði og grínast með að hann hljóti frekar að eiga 11 ára son sjálfur. Traoré, sem er frá Malí, verður ekki 18 ára fyrr en 24. október 2031. Honum er ætlað að spila með U14-liði Real til að byrja með en spænskir miðlar segja alveg ljóst að hann standi upp úr hvað líkamlega burði snertir. Það verður svo að koma í ljós hvort að Dabone eða Traoré takist að slá metið sem Bassala Bagayoko frá Malí setti vorið 2021, þegar hann varð yngsti leikmaður í sögu ACB-deildarinnar með því að spila fyrir Fuenlabrada, aðeins 14 ára og 7 mánaða gamall. Spænski körfuboltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira
Dabone hefur þegar fengið að spreyta sig í æfingaleik með aðalliði Barcelona og samkvæmt spænskum miðlum vinna Börsungar nú að því að fá leyfi fyrir því að hann spili í efstu deild Spánar og Euroleague. Dabone kom til Barcelona frá Búrkína Fasó árið 2022 og verður 14 í næsta mánuði en samkvæmt spænskum lögum þurfa krakkar að hafa náð 16 ára aldri til að mega vinna. Joan Penarroya, þjálfari Barcelona, mun hafa íhugað að láta Dabone spila strax á síðustu leiktíð en samkvæmt Cadena SER strandaði það á leyfismálum sem nú er í vinnslu að klára. Nú gæti svo annar ungur strákur farið að vekja athygli, eftir að Real fékk hinn 11 ára Moussa Balla Traoré. ¡SOLO TIENE 11 AÑOS! 🤯🏀 Moussa Balla Traore nació el 24 de octubre de 2013 en Mali y recientemente fichó por la cantera de Real Madrid Baloncesto.👉 Jugará el Infantil A con el Merengue. pic.twitter.com/nKSKwN39lO— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) September 22, 2025 Myndin af honum á heimasíðu Real hefur að minnsta kosti strax vakið mikla athygli þar sem netverjum þykir hann hafa ansi mikla líkamlega burði og grínast með að hann hljóti frekar að eiga 11 ára son sjálfur. Traoré, sem er frá Malí, verður ekki 18 ára fyrr en 24. október 2031. Honum er ætlað að spila með U14-liði Real til að byrja með en spænskir miðlar segja alveg ljóst að hann standi upp úr hvað líkamlega burði snertir. Það verður svo að koma í ljós hvort að Dabone eða Traoré takist að slá metið sem Bassala Bagayoko frá Malí setti vorið 2021, þegar hann varð yngsti leikmaður í sögu ACB-deildarinnar með því að spila fyrir Fuenlabrada, aðeins 14 ára og 7 mánaða gamall.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira