SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2025 20:46 Einar Bárðarson segir engar líkur á því að SVEIT greiði dagsektir. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, segir samtökin ekki muna þurfa að greiða dagsektir. Samtökin muni afhenda Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem þau vilja. „Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála er SVEIT mikil vonbrigði. Í honum felst að Samkeppniseftirlitið getur haldið áfram rannsókn málsins,“ segir Einar í yfirlýsingu vegna málsins til fréttastofu. Hann segir það þvert á væntingar SVEIT. „Frá upphafi hefur SVEIT tekið skýrt fram að samtökin hafi ekkert að fela og muni afhenda öll gögn, ef niðurstaða áfrýjunarnefndar yrði á þennan veg. Gögnin hafa lengi verið tilbúin til afhendingar og verður komið til Samkeppniseftirlitsins vel fyrir 6. október næstkomandi. Engar líkur eru því á að SVEIT muni greiða dagsektir,“ segir hann enn fremur. SVEIT heldur á morgun haustfund sinn þar sem Einar segir að farið verði yfir málið með félögum. Aðalumræðuefnið verði þó starfsemi heilbrigðiseftirlits um land allt og fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð með eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Greint var frá því fyrr í dag að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skyldu leggjast á SVEIT ef félagið afhenti Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. Frá þessu var greint í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. Það var þann 11. júní sem Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun um að leggja dagsektir á SVEIT vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Samtökin höfðu haldið því fram að málið ætti ekki heima á borði eftirlitsins. Málið snýr að því að í mars síðastliðnum hafi Samkeppniseftirlitinu borist kvörtun frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og Starfsgreinasambandi Íslands vegna „ólögmæts verðsamráðs fyrirtækja á veitingamarkaði og ólögmæts verðsamráðs innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði“. Var því haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu, þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði, hafi farið gegn samkeppnislögum. Kjaramál Stéttarfélög Samkeppnismál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira
„Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála er SVEIT mikil vonbrigði. Í honum felst að Samkeppniseftirlitið getur haldið áfram rannsókn málsins,“ segir Einar í yfirlýsingu vegna málsins til fréttastofu. Hann segir það þvert á væntingar SVEIT. „Frá upphafi hefur SVEIT tekið skýrt fram að samtökin hafi ekkert að fela og muni afhenda öll gögn, ef niðurstaða áfrýjunarnefndar yrði á þennan veg. Gögnin hafa lengi verið tilbúin til afhendingar og verður komið til Samkeppniseftirlitsins vel fyrir 6. október næstkomandi. Engar líkur eru því á að SVEIT muni greiða dagsektir,“ segir hann enn fremur. SVEIT heldur á morgun haustfund sinn þar sem Einar segir að farið verði yfir málið með félögum. Aðalumræðuefnið verði þó starfsemi heilbrigðiseftirlits um land allt og fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð með eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Greint var frá því fyrr í dag að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skyldu leggjast á SVEIT ef félagið afhenti Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. Frá þessu var greint í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. Það var þann 11. júní sem Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun um að leggja dagsektir á SVEIT vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Samtökin höfðu haldið því fram að málið ætti ekki heima á borði eftirlitsins. Málið snýr að því að í mars síðastliðnum hafi Samkeppniseftirlitinu borist kvörtun frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og Starfsgreinasambandi Íslands vegna „ólögmæts verðsamráðs fyrirtækja á veitingamarkaði og ólögmæts verðsamráðs innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði“. Var því haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu, þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði, hafi farið gegn samkeppnislögum.
Kjaramál Stéttarfélög Samkeppnismál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira