Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. september 2025 20:00 Albert er leikmaður ítalska liðsins Fiorentina. EPA/CLAUDIO GIOVANNINI Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. Albert er skærasta stjarna íslenskrar knattspyrnu sem stendur og lykilmaður íslenska karlalandsliðsins. Albert spilaði um árabil í Hollandi en færði sig frá AZ Alkmaar til Genoa árið 2022. Hann fór á láni til Fiorentina á síðasta tímabili og endaði Flórensarliðið á að kaupa hann í janúar. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, sem kom út í desember í fyrra, er Albert fjórði launahæsti íslenski atvinnumaðurinn með um 350 milljónir króna í árslaun. Þar kemur fram að Fiorentina hafi greitt Genóa átta milljónir evra fyrir að fá Albert á láni í eitt tímabil og svo greitt tuttugu milljónir evra til viðbótar til að kaupa hann. Síðan þá hefur Albert gengið til liðs við stærra félaga, Fiorentina, og eflaust hækkað laun sín töluvert hjá nýju félagi. Síðustu mánuði hefur Albert byggt upp fasteignaveldi og fjárfest í fjölda eigna í miðborginni. Hann er skráður til heimilis í Hollandi þar sem hann á eina íbúð. Auk þess á hann tæplega hundrað fermetra íbúð við Melhaga í Vesturbænum í Reykjavík sem hann keypti árið 2022. Útsýnisíbúð við Reykjastræti Félag Alberts festi kaup á 103,9 fermetra íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi við Reykjastræti sem var byggt árið 2019 þann 8. júlí síðastliðinn. Um er að ræða bjarta horníbúð með stórum gluggum á tvo vegu og heillandi útsýni að Hörpu. Íbúðin skiptist í opið eldhús og stóra stofu með útgengi á 4,5 fermetra austursvalir, svefnherbergi með fataherbergi og rúmgott baðherbergi með þvottaaðstöðu. Auk þess er sérmerkt stæði í bílageymslu. Félag Alberts greiddi 139 milljónir fyrir íbúðina. Einbýlishús á Seltjarnarnesi Nýverið greindi mbl.is frá því að félagið hafi fest kaup á tveggja hæða einbýlishúsi við Suðurmýri á Seltjarnarnesi. Húsið er 196 fermetrar að strærð, þar af 35 fermetra bílskúr. Húsið var byggt 2001 en hefur verið endurnýjað á heillandi máta. Kaupsamningur var undirritaður þann 26. júní síðastliðinn. Félag Alberts greiddi 185 milljónir fyrir húsið. já.is Keypti tvær glæsiíbúðir í miðborginni sama dag Félag Alberts festi kaup á tveimur íbúðum þann 30. janúar síðastliðinn. Annars vegar 163,8 fermetra þakíbúð við Tryggagötu og hins vegar 118,4 fermetra íbúð á fimmtu hæð við Kolagötu. Íbúðin við Tryggagötu er á efstu hæð í húsi sem var byggt árið 2018 .Guðbjörg Magnúsdóttir hannaði íbúðina og sá um efnisval en allar innréttingar, gólfefni og tæki eru sérvalin til að mynda eina stílhreina heild. Eldhús, stofa og borðstofa er í samliggjandi opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Í eldhúsi er svört vegleg innrétting og rúmgóð eyja með marmara á borðum. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Tvennar svalir eru úr íbúðinni. Félag Alberts greiddi 188 miljónir fyrir eignina. Umrædd íbúð er við Kolagötu, 118,4 fermetrar að stærð, á fimmtu hæð í húsi sem byggt var árið 2018. Íbúðin samanstendur af stofu, eldhúsi og borðstofu í opnu rými, einu svefnherbergi og einu baðherbergi. Félag Alberts greiddi 140 milljónir króna fyrir íbúðina. Þakíbúð fyrir hálfan milljarð í Róm Síðast en ekki síst keypti Albert 200 fermetra þakíbúð í hverfinu Ardeatino, í suðvesturhluta Rómar á Ítalíu, fyrr á árinu sem hann fær afhent í loks árs 2026. Auk þess eru tvöhundruð fermetra þaksvalir með sundlaug og stórbrotnu útsýni. Albert greiddi um hálfan milljarð íslenskra króna fyrir þakíbúðina. Íbúðin er í fallegu tólf hæða fjölbýlishúsi sem er hannað af Mario Cucinella Architect (MCA) og ber heitið Foresta Romana, eða rómverskur skógur. Hönnun hússins er innblásin af rómverskum fíkjutrjám og öðrum náttúrulegum þáttum í nágrenninu þar sem náttúra og borgarumhverfi fléttast saman á vandaðan hátt. Byggingin er hönnuð með sjálfbærni að leiðarljósi með nýtingu sólarorku og endurheimtu vatns til vökvunar. Nánari upplýsingar um húsið má nálgast hér. Fasteignamarkaður Hús og heimili Ítalía Fótbolti Reykjavík Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Albert er skærasta stjarna íslenskrar knattspyrnu sem stendur og lykilmaður íslenska karlalandsliðsins. Albert spilaði um árabil í Hollandi en færði sig frá AZ Alkmaar til Genoa árið 2022. Hann fór á láni til Fiorentina á síðasta tímabili og endaði Flórensarliðið á að kaupa hann í janúar. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, sem kom út í desember í fyrra, er Albert fjórði launahæsti íslenski atvinnumaðurinn með um 350 milljónir króna í árslaun. Þar kemur fram að Fiorentina hafi greitt Genóa átta milljónir evra fyrir að fá Albert á láni í eitt tímabil og svo greitt tuttugu milljónir evra til viðbótar til að kaupa hann. Síðan þá hefur Albert gengið til liðs við stærra félaga, Fiorentina, og eflaust hækkað laun sín töluvert hjá nýju félagi. Síðustu mánuði hefur Albert byggt upp fasteignaveldi og fjárfest í fjölda eigna í miðborginni. Hann er skráður til heimilis í Hollandi þar sem hann á eina íbúð. Auk þess á hann tæplega hundrað fermetra íbúð við Melhaga í Vesturbænum í Reykjavík sem hann keypti árið 2022. Útsýnisíbúð við Reykjastræti Félag Alberts festi kaup á 103,9 fermetra íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi við Reykjastræti sem var byggt árið 2019 þann 8. júlí síðastliðinn. Um er að ræða bjarta horníbúð með stórum gluggum á tvo vegu og heillandi útsýni að Hörpu. Íbúðin skiptist í opið eldhús og stóra stofu með útgengi á 4,5 fermetra austursvalir, svefnherbergi með fataherbergi og rúmgott baðherbergi með þvottaaðstöðu. Auk þess er sérmerkt stæði í bílageymslu. Félag Alberts greiddi 139 milljónir fyrir íbúðina. Einbýlishús á Seltjarnarnesi Nýverið greindi mbl.is frá því að félagið hafi fest kaup á tveggja hæða einbýlishúsi við Suðurmýri á Seltjarnarnesi. Húsið er 196 fermetrar að strærð, þar af 35 fermetra bílskúr. Húsið var byggt 2001 en hefur verið endurnýjað á heillandi máta. Kaupsamningur var undirritaður þann 26. júní síðastliðinn. Félag Alberts greiddi 185 milljónir fyrir húsið. já.is Keypti tvær glæsiíbúðir í miðborginni sama dag Félag Alberts festi kaup á tveimur íbúðum þann 30. janúar síðastliðinn. Annars vegar 163,8 fermetra þakíbúð við Tryggagötu og hins vegar 118,4 fermetra íbúð á fimmtu hæð við Kolagötu. Íbúðin við Tryggagötu er á efstu hæð í húsi sem var byggt árið 2018 .Guðbjörg Magnúsdóttir hannaði íbúðina og sá um efnisval en allar innréttingar, gólfefni og tæki eru sérvalin til að mynda eina stílhreina heild. Eldhús, stofa og borðstofa er í samliggjandi opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Í eldhúsi er svört vegleg innrétting og rúmgóð eyja með marmara á borðum. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Tvennar svalir eru úr íbúðinni. Félag Alberts greiddi 188 miljónir fyrir eignina. Umrædd íbúð er við Kolagötu, 118,4 fermetrar að stærð, á fimmtu hæð í húsi sem byggt var árið 2018. Íbúðin samanstendur af stofu, eldhúsi og borðstofu í opnu rými, einu svefnherbergi og einu baðherbergi. Félag Alberts greiddi 140 milljónir króna fyrir íbúðina. Þakíbúð fyrir hálfan milljarð í Róm Síðast en ekki síst keypti Albert 200 fermetra þakíbúð í hverfinu Ardeatino, í suðvesturhluta Rómar á Ítalíu, fyrr á árinu sem hann fær afhent í loks árs 2026. Auk þess eru tvöhundruð fermetra þaksvalir með sundlaug og stórbrotnu útsýni. Albert greiddi um hálfan milljarð íslenskra króna fyrir þakíbúðina. Íbúðin er í fallegu tólf hæða fjölbýlishúsi sem er hannað af Mario Cucinella Architect (MCA) og ber heitið Foresta Romana, eða rómverskur skógur. Hönnun hússins er innblásin af rómverskum fíkjutrjám og öðrum náttúrulegum þáttum í nágrenninu þar sem náttúra og borgarumhverfi fléttast saman á vandaðan hátt. Byggingin er hönnuð með sjálfbærni að leiðarljósi með nýtingu sólarorku og endurheimtu vatns til vökvunar. Nánari upplýsingar um húsið má nálgast hér.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Ítalía Fótbolti Reykjavík Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira