Handbolti

Ás­dís átti stór­leik í stór­sigri Vals

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ásdís Þóra skoraði ellefu mörk úr ellefu skotum.
Ásdís Þóra skoraði ellefu mörk úr ellefu skotum.

Ásdís Þóra Ágústsdóttir átti algjöran stórleik þegar Valur vann öruggan 38-24 sigur gegn ÍR í Skógarselinu í þriðju umferð Olís deildar kvenna.

Heimaliðið veitti litla mótspyrnu og sigurinn var aldrei í hættu hjá Valskonum, sem hafa nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjunum eftir tap gegn Haukum í síðustu umferð.

Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði mest og skaut best allra leikmanna, með ellefu mörk úr ellefu skotum, auk þess að gefa tvær stoðsendingar og fiska eitt víti.

Lovísa Thompson var næstmarkahæst, með sex mörk, og systir Ásdísar, Lilja Ágústsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Val.

Þær eru dætur Ágústs Þórs Jóhannessonar, sem þjálfaði kvennalið Vals síðustu tímabil en hefur nú tekið við karlaliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×