Lífið

Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rihanna og A$AP Rocky á góðri stundu.
Rihanna og A$AP Rocky á góðri stundu. Jeff Kravitz/Getty

Stjörnuparið heimskunna söngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eru búin að eignast sitt þriðja barn. Um er að ræða stelpu sem er þegar komin með nafn.

Þetta má sjá á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem parið tileinkar barninu heila færslu. Dóttirin heitir Rocki Irish Mayers og kom í heiminn fyrir ellefu dögum síðan, þann 13. september.

Fyrir á parið tvo stráka, hinn þriggja ára gamla RZA og hinn tveggja ára Riot. Rihanna tilkynnti óléttuna með pompi og prakt í maí á þessu ári þegar hún mætti í óviðjafnanlegum klæðnaði á Met Gala ballið.

Hún hefur áður sagt við Vogue að hún muni aldrei láta óléttu koma í veg fyrir að hún klæði sig á hvern þann hátt sem hana lystir. „Það er ekki séns ég versli óléttuföt. Sorrí, það er of gaman að klæða sig upp, ég ætla ekki að hætta því bara þó að líkami minn sé að breytast.“


Tengdar fréttir

Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur

Stórstjarnan Rihanna lét sig ekki vanta á hátískuviðburð ársins í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Hún er þekkt fyrir að bera af á þessu kvöldi og toppaði sig í gær með að afhjúpa glæsilega óléttukúlu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.