Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2025 12:10 Þór Austmar og Björn Gíslason búa báðir í Ártúnsholti. Fréttastofa ræddi við þá um fyrirhugaðar breytingar fyrr í þessum mánuði. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg hefur fallið frá framkvæmdum við Streng þar sem átti að koma fyrir grenndargámastöð. Íbúar höfðu kvartað yfir fyrirhugaðri staðsetningu og sendu fjölda áskorana á borgina. Grenndargámasvæði Ártúnsholts er nú við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1-stöð hverfisins. Svæðið er í jaðri hverfisins og borgin viljað færa hana lengra inn í hverfið til að auka aðgengi gangandi og hjólandi. Fyrirhugað var að færa hana á bílastæði við Straum, nálægt suðvesturhorni leikskólans Regnbogans. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndarstöðin átti að vera. Stæðin sem ferðavagnarnir eru áttu að víkja fyrir stöðinni. Íbúar kvörtuðu yfir staðsetningunni, líkt og fréttastofa fjallaði um fyrir tveimur vikum. Stöðin yrði of nálægt grunnskóla og báðum leikskólum hverfisins, en henni fylgdi mávager og umferð stórra ökutækja. „Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ sagði Þór Austmar, íbúi í Ártúnsholti, í kvöldfréttum Sýnar. Nú hafa gátskildir sem settir voru upp til að afmarka framkvæmdasvæðið verið fjarlægðir og á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að fallið hafi verið frá framkvæmdunum. Leitað sé að annarri staðsetningu fyrir grenndarstöðina. Guðmundur B Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir í samtali við fréttastofu að um fimmtíu ábendingar hafi borist vegna breytinganna og því hafi verið ákveðið að staldra aðeins við. Skoða eigi athugasemdirnar og meta hvort það sé betri staðsetning í hverfinu fyrir grenndarstöð sem íbúum hugnast. Íbúar Ártúnsholts hrósa því sigri, í það minnsta í bili. Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Sjá meira
Grenndargámasvæði Ártúnsholts er nú við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1-stöð hverfisins. Svæðið er í jaðri hverfisins og borgin viljað færa hana lengra inn í hverfið til að auka aðgengi gangandi og hjólandi. Fyrirhugað var að færa hana á bílastæði við Straum, nálægt suðvesturhorni leikskólans Regnbogans. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndarstöðin átti að vera. Stæðin sem ferðavagnarnir eru áttu að víkja fyrir stöðinni. Íbúar kvörtuðu yfir staðsetningunni, líkt og fréttastofa fjallaði um fyrir tveimur vikum. Stöðin yrði of nálægt grunnskóla og báðum leikskólum hverfisins, en henni fylgdi mávager og umferð stórra ökutækja. „Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ sagði Þór Austmar, íbúi í Ártúnsholti, í kvöldfréttum Sýnar. Nú hafa gátskildir sem settir voru upp til að afmarka framkvæmdasvæðið verið fjarlægðir og á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að fallið hafi verið frá framkvæmdunum. Leitað sé að annarri staðsetningu fyrir grenndarstöðina. Guðmundur B Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir í samtali við fréttastofu að um fimmtíu ábendingar hafi borist vegna breytinganna og því hafi verið ákveðið að staldra aðeins við. Skoða eigi athugasemdirnar og meta hvort það sé betri staðsetning í hverfinu fyrir grenndarstöð sem íbúum hugnast. Íbúar Ártúnsholts hrósa því sigri, í það minnsta í bili.
Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Sjá meira