Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 10:26 Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, í dómshúsi í París í morgun. AP/Christophe Ena Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið sakfelldur fyrir að taka ólöglega við milljónum evra frá Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, á árum áður. Peningarnir rötuðu i kosningasjóði Sarkozy fyrir forsetakosningar. Sarkozy hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og mun hann þurfa að sitja inni hvort sem hann áfrýjar úrskurðinum eða ekki. Honum hefur einnig verið gert að borga hundrað þúsund evrur í sekt. Forsetinn fyrrverandi var sakfelldur í dómstól i París í morgun. Hann var dæmdur fyrir að hafa gert samkomulag við Gaddafi árið 2005, þegar Sarkozy var innanríkisráðherra Frakklands, í skiptum fyrir það að styðja hinn einangraða einræðisherra á alþjóðasviðinu. Sarskozy, sem er nú sjötugur, var forseti Frakklands frá 2007 til 2012. Hann var hreinsaður af sök í þremur ákæruliðum sem sneru að spillingu, brotum á kosningalögum og fjárdrátt, samkvæmt frétt France24. Sarkozy heldur því fram að ásakanirnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og segist saklaus. Talið er að hann muni áfrýja úrskurðinum. Dæmdur fyrir að þrýsta á vitni Rannsóknin gegn Sarkozy hófst árið 2013, tveimur árum eftir að Saif al-Islam, sonur Gaddafi sakaði hann um að hafa tekið við milljónum evra frá föður sínum. Í kjölfarið steig Ziad Takieddine, athafnamaður frá Líbanon sem var lengi milliliður milli yfirvalda í Frakklandi og ráðamanna víða í Mið-Austurlöndum, fram og sagðist hafa sannanir fyrir því að Gaddafi hafi fjármagnað forsetaframboð Sarkozy. Takieddine sagði einnig að greiðslurnar hefðu haldið áfram eftir að Sarkozy varð forseti. Hann lést í Líbanon á þriðjudaginn. Sarkosy hefur í gegnum árin staðið frammi fyrir fjölda lögsókna og ákæra, meðal annars fyrir að þrýsta á Takieddine að breyta sögu sinni, sem athafnamaðurinn gerði tvisvar sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Líbía Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20 Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21 Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Sarkozy hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og mun hann þurfa að sitja inni hvort sem hann áfrýjar úrskurðinum eða ekki. Honum hefur einnig verið gert að borga hundrað þúsund evrur í sekt. Forsetinn fyrrverandi var sakfelldur í dómstól i París í morgun. Hann var dæmdur fyrir að hafa gert samkomulag við Gaddafi árið 2005, þegar Sarkozy var innanríkisráðherra Frakklands, í skiptum fyrir það að styðja hinn einangraða einræðisherra á alþjóðasviðinu. Sarskozy, sem er nú sjötugur, var forseti Frakklands frá 2007 til 2012. Hann var hreinsaður af sök í þremur ákæruliðum sem sneru að spillingu, brotum á kosningalögum og fjárdrátt, samkvæmt frétt France24. Sarkozy heldur því fram að ásakanirnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og segist saklaus. Talið er að hann muni áfrýja úrskurðinum. Dæmdur fyrir að þrýsta á vitni Rannsóknin gegn Sarkozy hófst árið 2013, tveimur árum eftir að Saif al-Islam, sonur Gaddafi sakaði hann um að hafa tekið við milljónum evra frá föður sínum. Í kjölfarið steig Ziad Takieddine, athafnamaður frá Líbanon sem var lengi milliliður milli yfirvalda í Frakklandi og ráðamanna víða í Mið-Austurlöndum, fram og sagðist hafa sannanir fyrir því að Gaddafi hafi fjármagnað forsetaframboð Sarkozy. Takieddine sagði einnig að greiðslurnar hefðu haldið áfram eftir að Sarkozy varð forseti. Hann lést í Líbanon á þriðjudaginn. Sarkosy hefur í gegnum árin staðið frammi fyrir fjölda lögsókna og ákæra, meðal annars fyrir að þrýsta á Takieddine að breyta sögu sinni, sem athafnamaðurinn gerði tvisvar sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Líbía Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20 Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21 Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20
Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21
Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“