Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 10:26 Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, í dómshúsi í París í morgun. AP/Christophe Ena Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið sakfelldur fyrir að taka ólöglega við milljónum evra frá Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, á árum áður. Peningarnir rötuðu i kosningasjóði Sarkozy fyrir forsetakosningar. Sarkozy hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og mun hann þurfa að sitja inni hvort sem hann áfrýjar úrskurðinum eða ekki. Honum hefur einnig verið gert að borga hundrað þúsund evrur í sekt. Forsetinn fyrrverandi var sakfelldur í dómstól i París í morgun. Hann var dæmdur fyrir að hafa gert samkomulag við Gaddafi árið 2005, þegar Sarkozy var innanríkisráðherra Frakklands, í skiptum fyrir það að styðja hinn einangraða einræðisherra á alþjóðasviðinu. Sarskozy, sem er nú sjötugur, var forseti Frakklands frá 2007 til 2012. Hann var hreinsaður af sök í þremur ákæruliðum sem sneru að spillingu, brotum á kosningalögum og fjárdrátt, samkvæmt frétt France24. Sarkozy heldur því fram að ásakanirnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og segist saklaus. Talið er að hann muni áfrýja úrskurðinum. Dæmdur fyrir að þrýsta á vitni Rannsóknin gegn Sarkozy hófst árið 2013, tveimur árum eftir að Saif al-Islam, sonur Gaddafi sakaði hann um að hafa tekið við milljónum evra frá föður sínum. Í kjölfarið steig Ziad Takieddine, athafnamaður frá Líbanon sem var lengi milliliður milli yfirvalda í Frakklandi og ráðamanna víða í Mið-Austurlöndum, fram og sagðist hafa sannanir fyrir því að Gaddafi hafi fjármagnað forsetaframboð Sarkozy. Takieddine sagði einnig að greiðslurnar hefðu haldið áfram eftir að Sarkozy varð forseti. Hann lést í Líbanon á þriðjudaginn. Sarkosy hefur í gegnum árin staðið frammi fyrir fjölda lögsókna og ákæra, meðal annars fyrir að þrýsta á Takieddine að breyta sögu sinni, sem athafnamaðurinn gerði tvisvar sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Líbía Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20 Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21 Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Sarkozy hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og mun hann þurfa að sitja inni hvort sem hann áfrýjar úrskurðinum eða ekki. Honum hefur einnig verið gert að borga hundrað þúsund evrur í sekt. Forsetinn fyrrverandi var sakfelldur í dómstól i París í morgun. Hann var dæmdur fyrir að hafa gert samkomulag við Gaddafi árið 2005, þegar Sarkozy var innanríkisráðherra Frakklands, í skiptum fyrir það að styðja hinn einangraða einræðisherra á alþjóðasviðinu. Sarskozy, sem er nú sjötugur, var forseti Frakklands frá 2007 til 2012. Hann var hreinsaður af sök í þremur ákæruliðum sem sneru að spillingu, brotum á kosningalögum og fjárdrátt, samkvæmt frétt France24. Sarkozy heldur því fram að ásakanirnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og segist saklaus. Talið er að hann muni áfrýja úrskurðinum. Dæmdur fyrir að þrýsta á vitni Rannsóknin gegn Sarkozy hófst árið 2013, tveimur árum eftir að Saif al-Islam, sonur Gaddafi sakaði hann um að hafa tekið við milljónum evra frá föður sínum. Í kjölfarið steig Ziad Takieddine, athafnamaður frá Líbanon sem var lengi milliliður milli yfirvalda í Frakklandi og ráðamanna víða í Mið-Austurlöndum, fram og sagðist hafa sannanir fyrir því að Gaddafi hafi fjármagnað forsetaframboð Sarkozy. Takieddine sagði einnig að greiðslurnar hefðu haldið áfram eftir að Sarkozy varð forseti. Hann lést í Líbanon á þriðjudaginn. Sarkosy hefur í gegnum árin staðið frammi fyrir fjölda lögsókna og ákæra, meðal annars fyrir að þrýsta á Takieddine að breyta sögu sinni, sem athafnamaðurinn gerði tvisvar sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Líbía Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20 Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21 Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20
Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21
Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04