Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 13:39 Freyr Alexandersson er mættur með Brann í sjálfa Evrópudeildina. Mynd: Brann SK Þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir sér fulla grein fyrir því að lið hans Brann verður í hlutverki Davíðs gegn Golíat í Frakklandi í dag, þegar norska liðið glímir við Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Evrópudeildinni í fótbolta. Hann kallar eftir íslenskri „geðveiki“ í sínu liði í dag og það gleður sérfræðing NRK. Leikur Lille og Brann í Evrópudeildinni hefst klukkan 16:45 í dag og er í beinni útsendingu á Sýn Sport. Freyr ætti að kannast vel við sig í Lille, samkvæmt grein norska ríkismiðilsins NRK, því þegar hann stýrði Kortrijk í Belgíu þá voru börnin hans í skóla í Lille. Aðeins um hálftíma akstur er á milli borganna. Í grein NRK er rifjað upp að Freyr var í teymi íslenska landsliðsins í Frakklandi á sínum tíma, þegar Ísland vakti heimsathygli með frammistöðu sinni á EM 2016. Hann þekki því vel að vera í þeim sporum að glíma við mun sigurstranglegra lið í Frakklandi, eins og þegar Ísland mætti heimamönnum í 8-liða úrslitunum: „Það var ekki ein einasta manneskja í rútunni sem trúði því ekki að við værum að fara að vinna leikinn,“ sagði Freyr. Þurfa hugrekki til að vinna kraftaverk „Við erum bara svona. Við erum alveg klikkaðir. Það skiptir ekki máli hvort við séum taldir eiga litla möguleika, ég hef alltaf trú á að liðið mitt finni leið til að vinna,“ sagði Freyr. Hann segist búinn að innstimpla sömu „íslensku geðveiki“ í leikmenn Brann: „Ef við verðum stjarfir hérna þá töpum við stórt. Það er það hættulegasta. En ef við erum hugrakkir og trúum á okkur sjálfa þá getum við búið til kraftaverk,“ sagði Freyr. Sérfræðingur ánægður með Frey Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, fagnar þessu hugarfari Freys. „Þetta er hugarfar sem ég hef saknað úr norskum fótbolta. Að hugsa þannig að maður eigi alltaf séns, alveg sama hve mikið minna sigurstranglegir við erum taldir. Brann verður alltaf talið mun minni máttar í leikjunum í Evrópudeildinni, sérstaklega á útivelli,“ sagði Torp. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Leikur Lille og Brann í Evrópudeildinni hefst klukkan 16:45 í dag og er í beinni útsendingu á Sýn Sport. Freyr ætti að kannast vel við sig í Lille, samkvæmt grein norska ríkismiðilsins NRK, því þegar hann stýrði Kortrijk í Belgíu þá voru börnin hans í skóla í Lille. Aðeins um hálftíma akstur er á milli borganna. Í grein NRK er rifjað upp að Freyr var í teymi íslenska landsliðsins í Frakklandi á sínum tíma, þegar Ísland vakti heimsathygli með frammistöðu sinni á EM 2016. Hann þekki því vel að vera í þeim sporum að glíma við mun sigurstranglegra lið í Frakklandi, eins og þegar Ísland mætti heimamönnum í 8-liða úrslitunum: „Það var ekki ein einasta manneskja í rútunni sem trúði því ekki að við værum að fara að vinna leikinn,“ sagði Freyr. Þurfa hugrekki til að vinna kraftaverk „Við erum bara svona. Við erum alveg klikkaðir. Það skiptir ekki máli hvort við séum taldir eiga litla möguleika, ég hef alltaf trú á að liðið mitt finni leið til að vinna,“ sagði Freyr. Hann segist búinn að innstimpla sömu „íslensku geðveiki“ í leikmenn Brann: „Ef við verðum stjarfir hérna þá töpum við stórt. Það er það hættulegasta. En ef við erum hugrakkir og trúum á okkur sjálfa þá getum við búið til kraftaverk,“ sagði Freyr. Sérfræðingur ánægður með Frey Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, fagnar þessu hugarfari Freys. „Þetta er hugarfar sem ég hef saknað úr norskum fótbolta. Að hugsa þannig að maður eigi alltaf séns, alveg sama hve mikið minna sigurstranglegir við erum taldir. Brann verður alltaf talið mun minni máttar í leikjunum í Evrópudeildinni, sérstaklega á útivelli,“ sagði Torp.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn