Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 15:59 Gríðarstórt grjót féll á veginn á milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur. Samsett Íbúi í Súðavík keyrði fram á stærðarinnar grjót sem runnið hafði úr Kirkjubólshlíð. Um er að ræða veg sem íbúar á svæðinu aka nær daglega. Dagbjört Hjaltadóttir, íbúi í Súðavík, keyrði fram á stærðarinnar grjóthnullung sem oltið hafði úr Kirkjubólshlíð niður á veg sem liggur á milli Súðavíkur og Ísafjarðarbæjar. Hún hafði samband við Vegagerðina og segir þau hafa verið eldsnögg að fjarlægja grjótið. „Þetta náði langleiðina upp á toppinn á bílnum hjá mér,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Það hafi verið einskær heppni að enginn hafi orðið fyrir grjótinu enda sé um að ræða fjölfarinn veg. Dagbjört segist keyra þarna um á hverjum degi, líkt og margir íbúar á svæðinu aki um veginn daglega, til að mynda til að stunda nám eða vinnu. Oft sé hún sjálf að keyra í mun verri veðurskilyrðum en í sólinni í dag. „Hefði ég verið að keyra þarna að nóttu til í myrkri hefði þessi steinn komið eins og skrattinn úr sauðaleggnum.“ Dagbjört segir flesta nágranna hennar hafa orðið fyrir einhverju tjóni eða skaða bæði í Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð. Til að mynda hafði sonur hennar lent í því að affelga bílinn þegar hann keyrði leiðina á milli bæjanna tveggja. „Þetta er veruleiki sem við Vestfirðingar búum við.“ Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir því að búa ætti til göng á milli Súðavíkur og Ísafjarðar vegna fjölda grjóthruna og slysa sem orðið hafa á Súðavíkurhlíð. Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21 Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Dagbjört Hjaltadóttir, íbúi í Súðavík, keyrði fram á stærðarinnar grjóthnullung sem oltið hafði úr Kirkjubólshlíð niður á veg sem liggur á milli Súðavíkur og Ísafjarðarbæjar. Hún hafði samband við Vegagerðina og segir þau hafa verið eldsnögg að fjarlægja grjótið. „Þetta náði langleiðina upp á toppinn á bílnum hjá mér,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Það hafi verið einskær heppni að enginn hafi orðið fyrir grjótinu enda sé um að ræða fjölfarinn veg. Dagbjört segist keyra þarna um á hverjum degi, líkt og margir íbúar á svæðinu aki um veginn daglega, til að mynda til að stunda nám eða vinnu. Oft sé hún sjálf að keyra í mun verri veðurskilyrðum en í sólinni í dag. „Hefði ég verið að keyra þarna að nóttu til í myrkri hefði þessi steinn komið eins og skrattinn úr sauðaleggnum.“ Dagbjört segir flesta nágranna hennar hafa orðið fyrir einhverju tjóni eða skaða bæði í Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð. Til að mynda hafði sonur hennar lent í því að affelga bílinn þegar hann keyrði leiðina á milli bæjanna tveggja. „Þetta er veruleiki sem við Vestfirðingar búum við.“ Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir því að búa ætti til göng á milli Súðavíkur og Ísafjarðar vegna fjölda grjóthruna og slysa sem orðið hafa á Súðavíkurhlíð.
Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21 Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
„Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54
Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26