Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2025 08:29 Jon Rahm kemur til með að taka fyrsta teighöggið fyrir Evrópu í Ryder-bikarnum í ár. Getty/Michael Reaves Luke Donald, fyrirliði liðs Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi, sagðist ætla að ná sterkri byrjun gegn Bandaríkjunum í New York í dag, eftir að tilkynnt var hverjir mætast í fyrstu leikjunum. Ryder-bikarinn vinsæli hefst í dag í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 klukkan 11. Fyrst verða fjórir leikir í fjórmenningi, þar sem tveir kylfingar skiptast á að slá sama bolta. Síðdegis verður svo fjórbolti, þar sem hver kylfingur er með sinn bolta en betra skorið telur á hverri holu. Viðureignirnar í fjórmenningi í dag: Rahm/Hatton – DeChambeau/Thomas Åberg/Fitzpatrick – Scheffler/Henley McIlroy/Fleetwood – Morikawa/English MacIntyre/Hovland – Schauffele/Cantlay Pör sem vön eru að vinna saman Jon Rahm og Tyrrell Hatton byrja fyrir Evrópu eftir að hafa unnið báða leiki sína saman þegar Evrópa fagnaði sigri í Róm fyrir tveimur árum. Rory McIlroy og Tommy Fleetwood unnu þá einnig frábærlega saman og höfðu betur í báðum fjórmenningsleikjum sínum. Evrópa hefur hins vegar ekki unnið á bandarískri grundu síðan árið 2012 en Donald vonast til þess að sýna strax að biðinni gæti lokið núna. „Við viljum ná öflugri byrjun. Rahm og Hatton hafa notið mikillar velgengni saman. Þeir vita hvernig á að vinna, þeir ná mjög vel saman og við erum mjög ánægðir með að fá þá út fyrst,“ sagði Donald. Ætlar að byrja á ógnarlöngu höggi inn á flöt Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, valdi Bryson DeChambeu með Justin Thomas sem par í fyrsta leik. DeChambeu missti af Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum í Róm en gæti kveikt í heimafólki á vellinum með höggþunga sínum. Fyrsta hola er rúmir 360 metrar og DeChambeu stefnir beint á flöt, þó að það hafi ekki alveg gengið á æfingum: „Það er klárlega hægt ef að það er meðvindur. Ég gæti náð fremsta hlutanum ef aðstæður eru ekki of mjúkar. Það eru 365 jardar eða svo. Það er ekkert, ekki satt? Bara venjulegt, langt teighögg,“ sagði DeChambeau. Sjaldan unnið á útivelli en þó oftar en Bandaríkin Það getur skipt lykilmáli að byrja vel. Evrópa vann alla fjórmenningana á fyrsta degi í Róm fyrir tveimur árum, á meðan að Bandaríkin komust í 3-1 þegar keppt var á Whistling Straits fyrir fjórum árum. Árið 2016 komust Bandaríkin í 4-0 og Evrópa náði sér aldrei á strik eftir það. „Ég er búinn að búa mig undir þetta í 21 mánuð,“ sagði Donald. „Við skiljum hvaða verkefni bíður okkar, við vitum hvað það er erfitt að vinna á útivelli, en við höfum gert það. Við höfum unnið fjórum sinnum síðan 1987 en Bandaríkin einu sinni. Svo þetta hefur verið gert og við munum nýta okkur þessa reynslu,“ sagði Donald. Dagskráin í Ryder-bikarnum Föstudagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Laugardagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Sunnudagur: 16:00 Tvímenningur, 12 leikir Alls eru 28 vinningar í boði og liðin þurfa því 14 og ½ vinning til að vinna mótið. Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick, liðsmaður Evrópu í Ryder-bikarnum, segir að foreldrar hans leggi ekki í að sjá hann spila á móti helgarinnar vegna aðkasts bandarísks stuðningsmanns. 26. september 2025 07:01 Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Luke Donald, fyrirliði evrópska liðsins, skaut á bandaríska liðið á opnunarhátíð Ryder-bikarsins í golfi. Talsvert hefur verið rætt um launin sem Bandaríkjamenn fá fyrir að keppa í Ryder-bikarnum. 25. september 2025 10:33 Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Justin Rose viðurkennir að hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann hitti óvænt fyrrum fótboltamanninn og kerrubílstjórann Gianfranco Zola á æfingu fyrir Ryder bikarinn. 24. september 2025 22:32 Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Áhorfendur þóttu fara yfir strikið í niðrandi köllum sínum síðast þegar Ryder-bikarinn fór fram í Bandaríkjunum en búist er við því að nú verði aftur allt reynt til þess að slá Evrópubúa út af laginu. 24. september 2025 12:30 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ryder-bikarinn vinsæli hefst í dag í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 klukkan 11. Fyrst verða fjórir leikir í fjórmenningi, þar sem tveir kylfingar skiptast á að slá sama bolta. Síðdegis verður svo fjórbolti, þar sem hver kylfingur er með sinn bolta en betra skorið telur á hverri holu. Viðureignirnar í fjórmenningi í dag: Rahm/Hatton – DeChambeau/Thomas Åberg/Fitzpatrick – Scheffler/Henley McIlroy/Fleetwood – Morikawa/English MacIntyre/Hovland – Schauffele/Cantlay Pör sem vön eru að vinna saman Jon Rahm og Tyrrell Hatton byrja fyrir Evrópu eftir að hafa unnið báða leiki sína saman þegar Evrópa fagnaði sigri í Róm fyrir tveimur árum. Rory McIlroy og Tommy Fleetwood unnu þá einnig frábærlega saman og höfðu betur í báðum fjórmenningsleikjum sínum. Evrópa hefur hins vegar ekki unnið á bandarískri grundu síðan árið 2012 en Donald vonast til þess að sýna strax að biðinni gæti lokið núna. „Við viljum ná öflugri byrjun. Rahm og Hatton hafa notið mikillar velgengni saman. Þeir vita hvernig á að vinna, þeir ná mjög vel saman og við erum mjög ánægðir með að fá þá út fyrst,“ sagði Donald. Ætlar að byrja á ógnarlöngu höggi inn á flöt Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, valdi Bryson DeChambeu með Justin Thomas sem par í fyrsta leik. DeChambeu missti af Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum í Róm en gæti kveikt í heimafólki á vellinum með höggþunga sínum. Fyrsta hola er rúmir 360 metrar og DeChambeu stefnir beint á flöt, þó að það hafi ekki alveg gengið á æfingum: „Það er klárlega hægt ef að það er meðvindur. Ég gæti náð fremsta hlutanum ef aðstæður eru ekki of mjúkar. Það eru 365 jardar eða svo. Það er ekkert, ekki satt? Bara venjulegt, langt teighögg,“ sagði DeChambeau. Sjaldan unnið á útivelli en þó oftar en Bandaríkin Það getur skipt lykilmáli að byrja vel. Evrópa vann alla fjórmenningana á fyrsta degi í Róm fyrir tveimur árum, á meðan að Bandaríkin komust í 3-1 þegar keppt var á Whistling Straits fyrir fjórum árum. Árið 2016 komust Bandaríkin í 4-0 og Evrópa náði sér aldrei á strik eftir það. „Ég er búinn að búa mig undir þetta í 21 mánuð,“ sagði Donald. „Við skiljum hvaða verkefni bíður okkar, við vitum hvað það er erfitt að vinna á útivelli, en við höfum gert það. Við höfum unnið fjórum sinnum síðan 1987 en Bandaríkin einu sinni. Svo þetta hefur verið gert og við munum nýta okkur þessa reynslu,“ sagði Donald. Dagskráin í Ryder-bikarnum Föstudagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Laugardagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Sunnudagur: 16:00 Tvímenningur, 12 leikir Alls eru 28 vinningar í boði og liðin þurfa því 14 og ½ vinning til að vinna mótið.
Dagskráin í Ryder-bikarnum Föstudagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Laugardagur: 11:10 Fjórmenningur, 4 leikir 16:25 Fjórbolti, 4 leikir Sunnudagur: 16:00 Tvímenningur, 12 leikir Alls eru 28 vinningar í boði og liðin þurfa því 14 og ½ vinning til að vinna mótið.
Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick, liðsmaður Evrópu í Ryder-bikarnum, segir að foreldrar hans leggi ekki í að sjá hann spila á móti helgarinnar vegna aðkasts bandarísks stuðningsmanns. 26. september 2025 07:01 Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Luke Donald, fyrirliði evrópska liðsins, skaut á bandaríska liðið á opnunarhátíð Ryder-bikarsins í golfi. Talsvert hefur verið rætt um launin sem Bandaríkjamenn fá fyrir að keppa í Ryder-bikarnum. 25. september 2025 10:33 Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Justin Rose viðurkennir að hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann hitti óvænt fyrrum fótboltamanninn og kerrubílstjórann Gianfranco Zola á æfingu fyrir Ryder bikarinn. 24. september 2025 22:32 Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Áhorfendur þóttu fara yfir strikið í niðrandi köllum sínum síðast þegar Ryder-bikarinn fór fram í Bandaríkjunum en búist er við því að nú verði aftur allt reynt til þess að slá Evrópubúa út af laginu. 24. september 2025 12:30 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick, liðsmaður Evrópu í Ryder-bikarnum, segir að foreldrar hans leggi ekki í að sjá hann spila á móti helgarinnar vegna aðkasts bandarísks stuðningsmanns. 26. september 2025 07:01
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Luke Donald, fyrirliði evrópska liðsins, skaut á bandaríska liðið á opnunarhátíð Ryder-bikarsins í golfi. Talsvert hefur verið rætt um launin sem Bandaríkjamenn fá fyrir að keppa í Ryder-bikarnum. 25. september 2025 10:33
Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Justin Rose viðurkennir að hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann hitti óvænt fyrrum fótboltamanninn og kerrubílstjórann Gianfranco Zola á æfingu fyrir Ryder bikarinn. 24. september 2025 22:32
Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Áhorfendur þóttu fara yfir strikið í niðrandi köllum sínum síðast þegar Ryder-bikarinn fór fram í Bandaríkjunum en búist er við því að nú verði aftur allt reynt til þess að slá Evrópubúa út af laginu. 24. september 2025 12:30