Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 15:02 Ásmundur Einar Daðason var mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur látið af embætti ritara Framsóknar. Hann segir skilið við stjórnmálin og snýr sér að öðrum verkefnum. „Tíminn minn í stjórnmálum hefur verið mikill lærdómur og ég er þakklátur fyrir ða hafa fengið að vinna að mikilvægum málum með öflugu fólki víða um land,“ skrifar Ásmundur Einar í færslu á Facebook-síðu Framsóknarfólks. Hann tilkynnti um afsögnina á landsstjórnarfundi sem haldinn var fyrr í dag og kosið verður á ný í embætti ritara á miðstjórnarfundi flokksins þann 18. október. „Það er mikilvægt að nýr ritari hafi svigrúm, tíma og elju til að sinna innra starfi flokksins, sérstaklega á kosningaári. Ritari gegnir lykilhlutverki í þeirri vinnu og því er farsælast að velja nýjan ritara núna en ekki bíða með það til flokksþings.“ „Ég ákvað það eftir síðustu kosningar að þetta væri orðið gott. Ég er búinn að vera í stjórnmálum í fimmtán ár og núna taka aðrir við keflinu,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Ásmundur segist ætla að snúa sér að nýjum verkefnum sem krefjist fullrar athygli hans. „Ég tel það heiðarlegast gagnvart flokknum, fjölskyldunni og sjálfum mér að afhenda keflið á þessum tímapunkti.“ Í samtali við fréttastofu segir Ásmundur að alls kyns verkefni bíði hans. „Ég er farinn að gera alls konar. Ég er að vinna svolítið fyrir Sameinuðu þjóðirnar, örlítið í Danmörku og svo eru ýmis verkefni hérna heima sem ég er að taka að mér. Þetta eru fjölbreytt verkefni myndi ég segja, fjölbreytt verkefni sem tengjast börnum.“ Ásmundur Einar segist hafa lært mikið af tíma sínum í stjórnmálum, hafi eignast marga vini og sé stoltur af mörgu. Hann viti þó ekki hver taki við af honum sem ritari, spyrja þurfi aðra til að komast að því. Ásmundur Einar var fyrst þingmaður Vinstri grænna árin 2009 til 2011 en skipti yfir í Framsóknarflokkinn 2011 og gegndi þar embætti þingmanns til ársins 2024. Í Alþingiskosningunum 2024 leiddi Ásmundur Einar lista Framsóknar í Reykjavík norður en hlaut ekki kjör inn á þing. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
„Tíminn minn í stjórnmálum hefur verið mikill lærdómur og ég er þakklátur fyrir ða hafa fengið að vinna að mikilvægum málum með öflugu fólki víða um land,“ skrifar Ásmundur Einar í færslu á Facebook-síðu Framsóknarfólks. Hann tilkynnti um afsögnina á landsstjórnarfundi sem haldinn var fyrr í dag og kosið verður á ný í embætti ritara á miðstjórnarfundi flokksins þann 18. október. „Það er mikilvægt að nýr ritari hafi svigrúm, tíma og elju til að sinna innra starfi flokksins, sérstaklega á kosningaári. Ritari gegnir lykilhlutverki í þeirri vinnu og því er farsælast að velja nýjan ritara núna en ekki bíða með það til flokksþings.“ „Ég ákvað það eftir síðustu kosningar að þetta væri orðið gott. Ég er búinn að vera í stjórnmálum í fimmtán ár og núna taka aðrir við keflinu,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu. Ásmundur segist ætla að snúa sér að nýjum verkefnum sem krefjist fullrar athygli hans. „Ég tel það heiðarlegast gagnvart flokknum, fjölskyldunni og sjálfum mér að afhenda keflið á þessum tímapunkti.“ Í samtali við fréttastofu segir Ásmundur að alls kyns verkefni bíði hans. „Ég er farinn að gera alls konar. Ég er að vinna svolítið fyrir Sameinuðu þjóðirnar, örlítið í Danmörku og svo eru ýmis verkefni hérna heima sem ég er að taka að mér. Þetta eru fjölbreytt verkefni myndi ég segja, fjölbreytt verkefni sem tengjast börnum.“ Ásmundur Einar segist hafa lært mikið af tíma sínum í stjórnmálum, hafi eignast marga vini og sé stoltur af mörgu. Hann viti þó ekki hver taki við af honum sem ritari, spyrja þurfi aðra til að komast að því. Ásmundur Einar var fyrst þingmaður Vinstri grænna árin 2009 til 2011 en skipti yfir í Framsóknarflokkinn 2011 og gegndi þar embætti þingmanns til ársins 2024. Í Alþingiskosningunum 2024 leiddi Ásmundur Einar lista Framsóknar í Reykjavík norður en hlaut ekki kjör inn á þing.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira