Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 29. september 2025 07:01 Heilir og sælir þér félagi mannskepna, sem berjið þennan barning minn augum. Barningur þessi þjónar þeim, að ég tel, göfuga tilgangi að fá yður til að koma á stórmerkilegan menningarviðburð sem er núna á næstu grösum. Mín persóna er mikil aðdáandi þessa viðburðar sem á sér nú stað í fimmta sinn. Hefjast herlegheitin þann 9. næsta mánaðar. Málum er meira að segja svo háttað að mér finnst ég standa í þakkarskuld við þá sem komu viðburðinum á koppinn. Alltént má sannlega, vissulega og klárlega segja að ég sé hrifinn af því af því hvernig víkka megi sjóndeildarhringinn hér innan hárra fjalla sem oft fá mann til að gleyma því að það sé meira undir sólinni en saltfiskur, Gróa á Leiti, Netflix, Pornhub og að drekka sig út úr heiminum á Húsinu ellegar Edinborg-Bístró. Sakir þessarar hrifningar má ég til með að stinga niður penna og hvetja sem flesta til að láta sjá sig á PIFF-kvikmyndahátíðinni, 9. til 12. október. Þar höfum vér fjóra daga af alls konar kvikmyndum frá öllum heimshornum, fjóra daga af, oft, öðru sjónarhorni en vér eigum að venjast þótt vissulega séu kvikmyndirnar næsta víst misframandi og sumar hverjar meira að segja íslenskar og því kannski ekkert stórkostlega framandlegar. Með öðrum orðum er þar næsta víst sitthvað að finna sem kitlar forvitni fólks enda hefir fólk allajafna áhuga á fólki og snúast kvikmyndir allajafna um að greina frá einhverju sem einkennir okkur homo sapiens, einhverju sammannlegu þótt nálgunin kunni að vera ólík eftir því hvar í heimi sæði var plantað. Jú, og vissulega kann þankagangur að vera gjörólíkur þeim sem einkennir okkur velsældarlega Vesturlandabúa. Ég veit ekki um yður en mér finnst sannlega gaman að fá að skyggnast þar inn. Svo má aukinheldur ganga að því vísu að ferfætlingar og aðrar dýrategundir komi til með að eiga sinn fulltrúa á hátíðinni svona ef maður er kominn með upp í kok af mannskepnunni á þessum síðustu og alltaf verstu tímum, þótt vissulega komi hún, mannskepnan það er, að máli enda hafa önnur dýr víst ekki, mér vitandi, staðið í kvikmyndagerð. Svo má ekki gleyma því að í Ísafjarðarbíói og í Súðavík koma til með að hljóma alls lags tungumál önnur en bara enska. Ég veit ekki um yður en slíkt vekur óneitanlega forvitni mína. Ekki þurfa þó þeir sem eigi vilja leggja „óskiljanleg“ mál á hlustir sínar að örvænta. Óno! Þarna verða myndir á alheimsmálinu, á ensku, á Lingua Franca, einnig í boði. Ójess og OMG! Ég verð svo að játa að mér finnst téðri kvikmyndahátíð ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem íbúum á norðanverðum Vestfjörðum gefst viðlíka tækifæri. Tækifæri til að sjá vandaðar og áhugaverðar kvikmyndir, til að brjóta upp grámóskulegan hvundaginn og fá að skyggnast inn í annan heim. Hver veit svo nema þarna verði nekt, erótík og hálfgildings klám á ferð fyrir þá sem sækjast eftir slíku. Allir hafa jú sínar perversjónir. Hver veit og nema einhver frægur láti sjá sig. Sumir fá jú ballfró yfir slíku. John Cleese er til að mynda í einni þeirra mynda sem sýndar verða. Noomi Rapace í annarri. Þér munið kannski eftir henni úr Menn sem hata konurog Lamb. Þar að auki fylgja ýmsir kvikmyndagerðarmenn myndum sínum og verða í spjallfæri á Ísafirði. Sannlega segi ég yður: Það er kúl og sexí. Það er engin ástæða til annars en að gefa hátíðinni gaum, að láta sjá sig á einni mynd eða fjórtán. Náungakærleikurinn er nefnilega svo ríkur að það kostar ekki krónu með gati á hátíðina, það liggur við að þér fáið borgað fyrir að koma. Er það nú von mín fróm að ég hafi náð að sannfæra yður lesandi góður um að koma í bíó 9. til 12. október. Sjáumst þá, sjáumst í bíó! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson áhugamaður um alls konar kvikmyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Heilir og sælir þér félagi mannskepna, sem berjið þennan barning minn augum. Barningur þessi þjónar þeim, að ég tel, göfuga tilgangi að fá yður til að koma á stórmerkilegan menningarviðburð sem er núna á næstu grösum. Mín persóna er mikil aðdáandi þessa viðburðar sem á sér nú stað í fimmta sinn. Hefjast herlegheitin þann 9. næsta mánaðar. Málum er meira að segja svo háttað að mér finnst ég standa í þakkarskuld við þá sem komu viðburðinum á koppinn. Alltént má sannlega, vissulega og klárlega segja að ég sé hrifinn af því af því hvernig víkka megi sjóndeildarhringinn hér innan hárra fjalla sem oft fá mann til að gleyma því að það sé meira undir sólinni en saltfiskur, Gróa á Leiti, Netflix, Pornhub og að drekka sig út úr heiminum á Húsinu ellegar Edinborg-Bístró. Sakir þessarar hrifningar má ég til með að stinga niður penna og hvetja sem flesta til að láta sjá sig á PIFF-kvikmyndahátíðinni, 9. til 12. október. Þar höfum vér fjóra daga af alls konar kvikmyndum frá öllum heimshornum, fjóra daga af, oft, öðru sjónarhorni en vér eigum að venjast þótt vissulega séu kvikmyndirnar næsta víst misframandi og sumar hverjar meira að segja íslenskar og því kannski ekkert stórkostlega framandlegar. Með öðrum orðum er þar næsta víst sitthvað að finna sem kitlar forvitni fólks enda hefir fólk allajafna áhuga á fólki og snúast kvikmyndir allajafna um að greina frá einhverju sem einkennir okkur homo sapiens, einhverju sammannlegu þótt nálgunin kunni að vera ólík eftir því hvar í heimi sæði var plantað. Jú, og vissulega kann þankagangur að vera gjörólíkur þeim sem einkennir okkur velsældarlega Vesturlandabúa. Ég veit ekki um yður en mér finnst sannlega gaman að fá að skyggnast þar inn. Svo má aukinheldur ganga að því vísu að ferfætlingar og aðrar dýrategundir komi til með að eiga sinn fulltrúa á hátíðinni svona ef maður er kominn með upp í kok af mannskepnunni á þessum síðustu og alltaf verstu tímum, þótt vissulega komi hún, mannskepnan það er, að máli enda hafa önnur dýr víst ekki, mér vitandi, staðið í kvikmyndagerð. Svo má ekki gleyma því að í Ísafjarðarbíói og í Súðavík koma til með að hljóma alls lags tungumál önnur en bara enska. Ég veit ekki um yður en slíkt vekur óneitanlega forvitni mína. Ekki þurfa þó þeir sem eigi vilja leggja „óskiljanleg“ mál á hlustir sínar að örvænta. Óno! Þarna verða myndir á alheimsmálinu, á ensku, á Lingua Franca, einnig í boði. Ójess og OMG! Ég verð svo að játa að mér finnst téðri kvikmyndahátíð ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem íbúum á norðanverðum Vestfjörðum gefst viðlíka tækifæri. Tækifæri til að sjá vandaðar og áhugaverðar kvikmyndir, til að brjóta upp grámóskulegan hvundaginn og fá að skyggnast inn í annan heim. Hver veit svo nema þarna verði nekt, erótík og hálfgildings klám á ferð fyrir þá sem sækjast eftir slíku. Allir hafa jú sínar perversjónir. Hver veit og nema einhver frægur láti sjá sig. Sumir fá jú ballfró yfir slíku. John Cleese er til að mynda í einni þeirra mynda sem sýndar verða. Noomi Rapace í annarri. Þér munið kannski eftir henni úr Menn sem hata konurog Lamb. Þar að auki fylgja ýmsir kvikmyndagerðarmenn myndum sínum og verða í spjallfæri á Ísafirði. Sannlega segi ég yður: Það er kúl og sexí. Það er engin ástæða til annars en að gefa hátíðinni gaum, að láta sjá sig á einni mynd eða fjórtán. Náungakærleikurinn er nefnilega svo ríkur að það kostar ekki krónu með gati á hátíðina, það liggur við að þér fáið borgað fyrir að koma. Er það nú von mín fróm að ég hafi náð að sannfæra yður lesandi góður um að koma í bíó 9. til 12. október. Sjáumst þá, sjáumst í bíó! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson áhugamaður um alls konar kvikmyndir.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun