Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. september 2025 11:24 Það gæti brugðið til beggja vona. AP Moldóvar ganga til þingkosninga í dag og að sögn sitjandi forseta er framtíð lýðræðis í landinu undir. Skoðanakannanir gefa til kynna að stjórn Evrópusinna og standi hnífjafnt en stjórnarandstaðan hefur verið sökuð um að þiggja tugi milljarða króna af Rússum. Mikið hefur gustað um stjórnarandstöðuna í aðdraganda kosninganna sem samanstendur af bandalagi kommúnista og sósíalista og Sigurflokks Ilan Șor, auðjöfurs með sterk tengsl við Rússland. Honum hefur ítrekað verið meinað að bjóða sig fram en hann hefur verið dæmdur fyrir umfangsmikil fjársvik og að skipuleggja valdarán árið 2023. Rússar ausi fjármagni á stjórnarandstöðuna Vasile Ursachi, blaðamaður hjá moldóvska vikuritinu Ziarul de Gardă, segir ómögulegt að segja til um hverjar niðurstöðurnar verði en að ljóst sé að óstöðugleiki sé framundan. „Það er mjög mikið í húfi vegna þess að Rússland hefur varið um þrjú hundruð milljón evrum í að kaupa atkvæði og í áróður á samfélagsmiðlum. Rússar vilja stýra Moldóvu og kynda undir óstöðugleika á svæðinu,“ segir Vasile. Hann segir Rússlandssinnaða flokk Ilans Șor glæpasamtök en stefna hins síðarnefnda byggir á að Rússland innlimi Moldóvu. „Mestöll stjórnarandstaðan er með sterk bönd við Rússland. Leiðtogar stjórnarandstöðuna hafa oft farið til Moskvu á fund rússneskra embættismanna. Svo hefur sumum flokkum verið meinað að bjóða fram vegna þess að lögregla og ákæruvaldið búa yfir upplýsingum um að meintar fjárhæðir sem þeir vörðu í aðdraganda kosninganna séu tengdar glæpasamtökum Ilans Șor. Hann er óligarki, býr í Moskvu og fer fyrir glæpasamtökum sem vilja þétta bönd Moldóvu við Rússland,“ segir Vasile. Óeirðir sama hvað Hversu jafnt er í skoðanakönnunum? „Það er hnífjafnt að ég tel. Munurinn á fylginu er á bilinu eitt til tvö prósent. Ég held að enginn viti í raun hverjar niðurstöðurnar verði.“ „Ég held að það verði mikill óstöðugleiki í kjölfar kosninganna. Því við vitum að stjórnarandstaðan með tengingar í Rússlandi hafa skipulagt mótmæli og lögreglan hefur verið að rannsaka hópa í Moldóvu sem hafa verið þjálfaðir í Serbíu í að kynda undir óeirðir. Ef Evrópuflokkarnir vinna, þýðir það ekki að stöðugleiki náist á næstu vikum. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir þjóðina,“ segir Vasile. Moldóva Rússland Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Mikið hefur gustað um stjórnarandstöðuna í aðdraganda kosninganna sem samanstendur af bandalagi kommúnista og sósíalista og Sigurflokks Ilan Șor, auðjöfurs með sterk tengsl við Rússland. Honum hefur ítrekað verið meinað að bjóða sig fram en hann hefur verið dæmdur fyrir umfangsmikil fjársvik og að skipuleggja valdarán árið 2023. Rússar ausi fjármagni á stjórnarandstöðuna Vasile Ursachi, blaðamaður hjá moldóvska vikuritinu Ziarul de Gardă, segir ómögulegt að segja til um hverjar niðurstöðurnar verði en að ljóst sé að óstöðugleiki sé framundan. „Það er mjög mikið í húfi vegna þess að Rússland hefur varið um þrjú hundruð milljón evrum í að kaupa atkvæði og í áróður á samfélagsmiðlum. Rússar vilja stýra Moldóvu og kynda undir óstöðugleika á svæðinu,“ segir Vasile. Hann segir Rússlandssinnaða flokk Ilans Șor glæpasamtök en stefna hins síðarnefnda byggir á að Rússland innlimi Moldóvu. „Mestöll stjórnarandstaðan er með sterk bönd við Rússland. Leiðtogar stjórnarandstöðuna hafa oft farið til Moskvu á fund rússneskra embættismanna. Svo hefur sumum flokkum verið meinað að bjóða fram vegna þess að lögregla og ákæruvaldið búa yfir upplýsingum um að meintar fjárhæðir sem þeir vörðu í aðdraganda kosninganna séu tengdar glæpasamtökum Ilans Șor. Hann er óligarki, býr í Moskvu og fer fyrir glæpasamtökum sem vilja þétta bönd Moldóvu við Rússland,“ segir Vasile. Óeirðir sama hvað Hversu jafnt er í skoðanakönnunum? „Það er hnífjafnt að ég tel. Munurinn á fylginu er á bilinu eitt til tvö prósent. Ég held að enginn viti í raun hverjar niðurstöðurnar verði.“ „Ég held að það verði mikill óstöðugleiki í kjölfar kosninganna. Því við vitum að stjórnarandstaðan með tengingar í Rússlandi hafa skipulagt mótmæli og lögreglan hefur verið að rannsaka hópa í Moldóvu sem hafa verið þjálfaðir í Serbíu í að kynda undir óeirðir. Ef Evrópuflokkarnir vinna, þýðir það ekki að stöðugleiki náist á næstu vikum. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir þjóðina,“ segir Vasile.
Moldóva Rússland Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira