Golf

Grín­isti hættir og biðst af­sökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heather McMahan kemur ekkert við sögu á lokadegi Ryder-bikarsins.
Heather McMahan kemur ekkert við sögu á lokadegi Ryder-bikarsins. getty/Paras Griffin

Konan sem hvatti áhorfendur í Ryder-bikarnum til að hrópa ókvæðisorð að Rory McIlroy í gær hefur stigið til hliðar.

Grínistinn Heather McMahan var fengin til að rífa upp stemmninguna á meðal áhorfenda á Ryder-bikarnum.

Hún hvatti meðal annars stuðningsmenn bandaríska liðsins til að segja McIlroy að fara fjandans til þegar hann sló teighögg á 1. braut á Bethpage Park í gær.

Bandarísku stuðningsmennirnir létu McIlroy óspart heyra það og á 16. braut fékk hann nóg, sneri sér við og sagði þeim að halda kjafti.

PGA hefur beðið McIlroy afsökunar á framkomu áhorfenda í hans garð og þá hefur McMahan lokið störfum á mótinu.

Þrátt fyrir mikið áreiti vann McIlroy báðar viðureignir sínar í gær. Evrópa er með sjö vinninga forskot á Bandaríkin fyrir keppni á lokadegi Ryder-bikarsins.

Bein útsending frá keppni á lokadegi Ryder-bikarsins hefst klukkan 16:00 á Sýn Sport 4.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×