Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2025 15:30 Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, (t.v.) hefur sagt stopp við aðild Úkraínu að Evrópusambandinu. Antonio Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, (t.h.) vill mjaka aðildarferlinu áfram þrátt fyrir það. Vísir/EPA Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins vinnur nú að því að breyta reglum um inngöngu nýrra ríkja í sambandið til þess að reyna að mjaka umsóknarferli Úkraínu og Moldóvu áfram. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja ný ríki en Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, leggst þvert gegn inngöngu Úkraínu. Leiðtogaráðið kemur saman til fundar í Kaupmannahöfn í vikunni. Þar er búist við að leiðtogar aðildarríkjanna 27 ræði tillögu António Costa, forseta ráðsins, sem á að koma umsókn Úkraínu úr þeirri pattstöðu sem hún er í vegna andstöðu Ungverja. Moldóvar eru í samfloti með Úkraínumönnum í umsóknarferlinu og þurfa því einnig að bíða. Tillaga Costa er sögð felast í því að nóg sé að aukinn meirihluti aðildarríkjanna samþykki að taka upp viðræður um svokallaða samningskafla í stað þess að öll ríkin þurfi að gefa því grænt ljós. Dagblaðið Politico segir að jafnvel þó að aðild Úkraínu yrði enn háð samþykki allra ríkjanna þá gætu þarlend stjórnvöld byrjað á umbótum á ákveðnum málefnasviðum til þess að standast skilyrði fyrir inngöngu í sambandið. „Stækkun er mikilvægt forgangsmál forseta leiðtogaráðsins. Honum finnst það mikilvægasta alþjóðapólitíska fjárfesting sem ESB getur gert,“ hefur blaðið eftir evrópskum búrókrata. Marta Kos, stækkunarstjóri ESB, fór til Úkraínu í dag. Hún segir að Úkraína sé tilbúin að taka næsta skref í aðildarferlinu. Það sé nú í höndum aðildarríkjanna að gefa grænt ljós á umsóknina. Hvorki Evrópa né Úkraína hafi efni á því að hægja á ferðinni í aðildarferlinu. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur reynst forystu Evrópusambandsins erfiður ljár í þúfu í fjölda mála. Hann er hallur undir Vladímír Pútín forseta Rússlands en Ungverjar og Slóvakar kaupa einnig töluvert magn af rússnesku jarðefnaeldsneyti þrátt fyrir að önnur Evrópusambandsríki hafi reynt að slíta slík tengsl eftir innrás Rússa í Úkraínu fyrir þremur og hálfu ári. Evrópusambandið Úkraína Ungverjaland Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Leiðtogaráðið kemur saman til fundar í Kaupmannahöfn í vikunni. Þar er búist við að leiðtogar aðildarríkjanna 27 ræði tillögu António Costa, forseta ráðsins, sem á að koma umsókn Úkraínu úr þeirri pattstöðu sem hún er í vegna andstöðu Ungverja. Moldóvar eru í samfloti með Úkraínumönnum í umsóknarferlinu og þurfa því einnig að bíða. Tillaga Costa er sögð felast í því að nóg sé að aukinn meirihluti aðildarríkjanna samþykki að taka upp viðræður um svokallaða samningskafla í stað þess að öll ríkin þurfi að gefa því grænt ljós. Dagblaðið Politico segir að jafnvel þó að aðild Úkraínu yrði enn háð samþykki allra ríkjanna þá gætu þarlend stjórnvöld byrjað á umbótum á ákveðnum málefnasviðum til þess að standast skilyrði fyrir inngöngu í sambandið. „Stækkun er mikilvægt forgangsmál forseta leiðtogaráðsins. Honum finnst það mikilvægasta alþjóðapólitíska fjárfesting sem ESB getur gert,“ hefur blaðið eftir evrópskum búrókrata. Marta Kos, stækkunarstjóri ESB, fór til Úkraínu í dag. Hún segir að Úkraína sé tilbúin að taka næsta skref í aðildarferlinu. Það sé nú í höndum aðildarríkjanna að gefa grænt ljós á umsóknina. Hvorki Evrópa né Úkraína hafi efni á því að hægja á ferðinni í aðildarferlinu. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur reynst forystu Evrópusambandsins erfiður ljár í þúfu í fjölda mála. Hann er hallur undir Vladímír Pútín forseta Rússlands en Ungverjar og Slóvakar kaupa einnig töluvert magn af rússnesku jarðefnaeldsneyti þrátt fyrir að önnur Evrópusambandsríki hafi reynt að slíta slík tengsl eftir innrás Rússa í Úkraínu fyrir þremur og hálfu ári.
Evrópusambandið Úkraína Ungverjaland Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira