Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. október 2025 11:01 Rakel María Gísladóttir er stödd í Zanzibar í Afríku með tveimur bestu vinkonum sínum. Aðsend „Þetta verða verðmætar minningar fyrir lífstíð,“ segir plötusnúðurinn Rakel María Gísladóttir sem er stödd í sannkölluðu ævintýri í Zanzibar í Afríku, þar sem hún leggur stund á nám við lýðháskóla og er í sjálfboðavinnu. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti. Rakel María er fædd árið 2006 og verður nítján ára gömul í desember. Hún er úti með tveimur af sínum bestu vinkonum, Rut Heiðarsdóttur og Viktoríu Rán, og hver dagur býður upp á eitthvað ógleymanlegt. „Ég og vinkona mín vorum í Úganda í apríl í sjálfboðastarfi og féllum alveg fyrir menningunni og fólkinu. Okkur langaði því að eyða meiri tíma í Afríku og læra meira um heimsálfuna. Við erum núna í lýðháskóla á Zanzibar og í sjálfboðavinnu samhliða skólanum,“ segir Rakel um dvölina. Rakel er með tveimur bestu vinkonum sínum úti.Aðsend Hvar eruð þið og eruð þið að fara á mikið flakk? Við erum núna á Zanzibar í Tanzaníu og förum síðan yfir á meginlandið í tvær vikur. Við erum sömuleiðis að plana ferð til Namibíu og fleiri landa innan Afríku seinna í október. Stelpurnar njóta sín í botn úti og hafa kynnst mörgum. Aðsend Með hverjum ertu úti? Ég er með tveim af mínum bestu vinkonum, en við höfum kynnst bæði fólkinu sem býr hér og unga fólkinu sem er í lýðháskólanum vel og höfum eignast fullt af vinum. Stelpurnar eru duglegar að ferðast um og eignast vini.Aðsend Hvað var ferðalagið langt? Það voru rúmir 24 tímar með stoppi í Köben og Eþíópíu. Ferðalagið var um sólarhringur.Aðsend Hvað er það skemmtilegasta sem þið hafið gert úti hingað til? Vá, svo mikið! Að mínu mati er skemmtilegast að gera eitthvað með lókal fólkinu eins og að dansa og syngja með þeim. En skrýtnasta? Það skrýtnasta hefur verið næturlífið og ævintýrin sem fylgja góðu partýi hérna. Annars er fullt sem að okkar mati væri kannski skrýtið en er svo fullkomnlega eðlilegt hér og mér finnst ég læra mest af þeim upplifunum. Næturlífið er ævintýraríkt í Zanzibar.Aðsend Hefur eitthvað óvænt eða erfitt komið upp á? Algjörlega, ég og vinkona mín þurftum að vera á spítala í tvær nætur sem var voðalega óvænt upplifun. Við fengum bakteríu sýkingu en erum góðar núna. Annars kemur líka á óvart hversu mikill munur það er á menningunni hér og heima sem tók smá tíma að venjast og koma í rútínu en annars er þetta allt búið að vera yndislegt. Stelpurnar kenna ensku tvisvar í viku og njóta þess í botn.Aðsend Hvernig er daglegt líf hjá ykkur úti? Daglega rútínan er mjög mismunandi en annað hvort förum við í tíma fyrir hádegi og lærum ýmist um menninguna, náttúruna og svo líka um okkur sjálfar. Tvo daga vikunar keyrum við til Stone Town höfuðborgarinnar í Zanzibar og erum þar með fyrsta og öðrum bekk og kennum þeim ensku og fleira. Eftir hádegi förum við oftast annað hvort á ströndina eða í dans tíma og stundum í bæjarrölt að upplifa menninguna og kynnast nágrönnum. Svo eftir kvöldmat kíkjum við annað hvort út á lífið eða höfum það rólegt með vinum. View this post on Instagram A post shared by Rakel María Gísladóttir (@rakel.mariaa) Hvað verðið þið lengi? Fjóra mánuði. View this post on Instagram A post shared by Rut Heiðarsdóttir (@rutheidars) Hvernig er best að komast á milli staða úti? Það er þægilegast að taka vespur sem heita Botabota en annars bara bílar. Stelpurnar ferðast á milli staða með vespum og eru duglegar að skoða alls konar markaði.Aðsend Hvar gistið þið? Við gistum í Paje, sem er lítill strandbær á eyjunni. Paje er gullfallegur strandbær.Aðsend Eru einhverjir ákveðnir staðir þarna í kring sem eru algjört möst að skoða? Algjörlega! Zanzibar er algjör paradís og endalaust hægt að gera, Maalum Cave í Paje, höfrungaferð í Mneba og upplifa Nungwi strendur og menningarlífið í Stone Town er allt möst að gera að mínu mat. Stelpurnar luma á ýmsum góðum ráðum.Aðsend Hvað er mikilvægt að hafa í huga fyrir svona ferðalag? Að mínu mati er mikilvægast að vera með opinn hug fyrir öllu og öllum, fólkið hérna er svo yndislegt og hamingjusamt. Það er gott að hafa það á bak við eyrað hvað maður hefur það gott á litla Íslandi og maður getur frekar leyft sér að upplifa allt sem er öðruvísi með jákvæðu hugafari. Rakel segir mikilvægt að vera með opinn og jákvæðan hug fyrir nýrri reynslu og upplifun.Aðsend Annað sem þú vilt taka fram? Ég mæli svo með ferðalagi til Afríku og sérstaklega Zanzibar. Fólkið er svo yndislegt og hlýtt, náttúran er alveg sturluð og menningin öðruvísi en á svo skemmtilegan hátt og svo mikið af ævintýrum sem maður lendir í sem verða verðmætar minningar fyrir lífstíð. View this post on Instagram A post shared by Rakel María Gísladóttir (@rakel.mariaa) Íslendingar erlendis Tansanía Namibía Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Sjá meira
Rakel María er fædd árið 2006 og verður nítján ára gömul í desember. Hún er úti með tveimur af sínum bestu vinkonum, Rut Heiðarsdóttur og Viktoríu Rán, og hver dagur býður upp á eitthvað ógleymanlegt. „Ég og vinkona mín vorum í Úganda í apríl í sjálfboðastarfi og féllum alveg fyrir menningunni og fólkinu. Okkur langaði því að eyða meiri tíma í Afríku og læra meira um heimsálfuna. Við erum núna í lýðháskóla á Zanzibar og í sjálfboðavinnu samhliða skólanum,“ segir Rakel um dvölina. Rakel er með tveimur bestu vinkonum sínum úti.Aðsend Hvar eruð þið og eruð þið að fara á mikið flakk? Við erum núna á Zanzibar í Tanzaníu og förum síðan yfir á meginlandið í tvær vikur. Við erum sömuleiðis að plana ferð til Namibíu og fleiri landa innan Afríku seinna í október. Stelpurnar njóta sín í botn úti og hafa kynnst mörgum. Aðsend Með hverjum ertu úti? Ég er með tveim af mínum bestu vinkonum, en við höfum kynnst bæði fólkinu sem býr hér og unga fólkinu sem er í lýðháskólanum vel og höfum eignast fullt af vinum. Stelpurnar eru duglegar að ferðast um og eignast vini.Aðsend Hvað var ferðalagið langt? Það voru rúmir 24 tímar með stoppi í Köben og Eþíópíu. Ferðalagið var um sólarhringur.Aðsend Hvað er það skemmtilegasta sem þið hafið gert úti hingað til? Vá, svo mikið! Að mínu mati er skemmtilegast að gera eitthvað með lókal fólkinu eins og að dansa og syngja með þeim. En skrýtnasta? Það skrýtnasta hefur verið næturlífið og ævintýrin sem fylgja góðu partýi hérna. Annars er fullt sem að okkar mati væri kannski skrýtið en er svo fullkomnlega eðlilegt hér og mér finnst ég læra mest af þeim upplifunum. Næturlífið er ævintýraríkt í Zanzibar.Aðsend Hefur eitthvað óvænt eða erfitt komið upp á? Algjörlega, ég og vinkona mín þurftum að vera á spítala í tvær nætur sem var voðalega óvænt upplifun. Við fengum bakteríu sýkingu en erum góðar núna. Annars kemur líka á óvart hversu mikill munur það er á menningunni hér og heima sem tók smá tíma að venjast og koma í rútínu en annars er þetta allt búið að vera yndislegt. Stelpurnar kenna ensku tvisvar í viku og njóta þess í botn.Aðsend Hvernig er daglegt líf hjá ykkur úti? Daglega rútínan er mjög mismunandi en annað hvort förum við í tíma fyrir hádegi og lærum ýmist um menninguna, náttúruna og svo líka um okkur sjálfar. Tvo daga vikunar keyrum við til Stone Town höfuðborgarinnar í Zanzibar og erum þar með fyrsta og öðrum bekk og kennum þeim ensku og fleira. Eftir hádegi förum við oftast annað hvort á ströndina eða í dans tíma og stundum í bæjarrölt að upplifa menninguna og kynnast nágrönnum. Svo eftir kvöldmat kíkjum við annað hvort út á lífið eða höfum það rólegt með vinum. View this post on Instagram A post shared by Rakel María Gísladóttir (@rakel.mariaa) Hvað verðið þið lengi? Fjóra mánuði. View this post on Instagram A post shared by Rut Heiðarsdóttir (@rutheidars) Hvernig er best að komast á milli staða úti? Það er þægilegast að taka vespur sem heita Botabota en annars bara bílar. Stelpurnar ferðast á milli staða með vespum og eru duglegar að skoða alls konar markaði.Aðsend Hvar gistið þið? Við gistum í Paje, sem er lítill strandbær á eyjunni. Paje er gullfallegur strandbær.Aðsend Eru einhverjir ákveðnir staðir þarna í kring sem eru algjört möst að skoða? Algjörlega! Zanzibar er algjör paradís og endalaust hægt að gera, Maalum Cave í Paje, höfrungaferð í Mneba og upplifa Nungwi strendur og menningarlífið í Stone Town er allt möst að gera að mínu mat. Stelpurnar luma á ýmsum góðum ráðum.Aðsend Hvað er mikilvægt að hafa í huga fyrir svona ferðalag? Að mínu mati er mikilvægast að vera með opinn hug fyrir öllu og öllum, fólkið hérna er svo yndislegt og hamingjusamt. Það er gott að hafa það á bak við eyrað hvað maður hefur það gott á litla Íslandi og maður getur frekar leyft sér að upplifa allt sem er öðruvísi með jákvæðu hugafari. Rakel segir mikilvægt að vera með opinn og jákvæðan hug fyrir nýrri reynslu og upplifun.Aðsend Annað sem þú vilt taka fram? Ég mæli svo með ferðalagi til Afríku og sérstaklega Zanzibar. Fólkið er svo yndislegt og hlýtt, náttúran er alveg sturluð og menningin öðruvísi en á svo skemmtilegan hátt og svo mikið af ævintýrum sem maður lendir í sem verða verðmætar minningar fyrir lífstíð. View this post on Instagram A post shared by Rakel María Gísladóttir (@rakel.mariaa)
Íslendingar erlendis Tansanía Namibía Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Sjá meira